Persastríð Flashcards

1
Q

Kýros I

A

Konungur í Persaveldi 559-529 f.Kr. Sigraði Meda, Babýlóníumenn og Lýdíumenn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Kambýses

A

Sonur Kýros I.

Konungur í Persaveldi frá 529-522 f.Kr. Bætti Egyptalandi við í veldi Persa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Dareios I

A

Konungur 522-486 f.Kr. Fór í herferð austur að Indus. Lagði Þrakíu undir Persaveldi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Míletos

A

Borgin var undir forystu þegar jónísk borgríki geru uppreisn gegn Persum 499 f.Kr. Borgríkin fengu send frá Aþeningum 20 herskip, og tókst borgríkjunum að halda sínum hlut gegn Persum í 5 ár (til 494 f.Kr.) þar til þau urðu að lúta lægra haldi. Míletos var þá brennd til grunna og íbúar ýmist drepnir, hnepptir í ánauð eða fluttir nauðungaflutningum langt austur á bóginn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Laugarskarð (Thermopylae)

A

Persar mættu fyrstu verulegu mótspyrnunni við Laugarskarð. Þar var skammt milli fjalls og fjöru og Persar gátu ekki notað liðsmun sinn. Þar stjórnaði Leónídas Spartverjakonungur 5000 manna her Grikkja og 300 manna einvalaliði Spartverja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Leónídas

A

Spartverjakonungur sem stjórnaði 5000 manna her Grikkja og 300 manna einvalaliði Spartverja. Varði herinn Laugarskarð gegn Persum í marga daga. Svikari varð þó til þess að vísa Persum leið um einstigi að fjallabaki og komust þeir aftan að Leónídasi, sem sendi mest lið sitt á brott, en varð sjálfur eftir ásamt Spartverjunum 300 og féllu þeir þar eftir frækna vörn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvenær var Persastríð? (ártal)

A

499-450 f.Kr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Lýsing á undanfara Persastríðsins (11 liðir)

A
  1. Persastríð má rekja til þess þegar Persar lögðu undir sig ríkið Lýdíu í Litlu-Asíu.
  2. Jónísk borgríki hófu uppreisn gegn Persum.
  3. Uppreisnarborgum hafði tekist að halda sínum hlut gegn Persum í fimm ár, en þurftu að lúta lægra haldi.
  4. Míletos brennd til grunna.
  5. Persnerska stórkonunginum Dareios I. fannst Aþeningar hafa móðgað sig vegna afskipta af persneskum innanríkismálum.
  6. Sendi hann tvo sendiboða sína til grísku ríkjanna og heimtaði af Aþeningum merki um undirgefni, mold og vatn.
  7. Aþeningar og Spartverjar áttu skv. sögunni að hafa drepið sendiboðana tvo sem bætti móðgun á móðgun ofan.
  8. Eyríkið Egína óttaðist Persa mjög. Stóð ríkið í miklum viðskiptum við Persa.
  9. Játuðu Egínumenn undirgefni við Persa, sem gerir það að verkum að Spartverjar og Aþenumenn verða mjög hræddir, þar sem Egína stendur rétt fyrir utan Aþenu og Persar gætu auðveldlega komið upp flotabækistöð þar og átt þá betra aðgengi inn í landið.
  10. Fá Aþeningar Spartverja í lið með sér til þess að þvinga Egínumenn til þess að draga til baka undirgefnisyfirlýsingu sína.
  11. Persar fá nóg og senda herskipaflota til Grikklands.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Lýsing á fyrri árás Persa í Persastríðinu (9 liðir)

A
  1. Floti Persa tekur land við Maraþon á norðanverðum Attíkuskaga.
  2. Innrásin kemur Aþeningum mjög á óvart og flytja þeir her sinn skyndilega að Maraþonsvelli og senda hlaupara til Spörtu.
  3. Trúarhátíðarmánuðum hjá Spartverjum þannig að þeir geta ekki tekið þátt í bardaganum og Aþeningar standa þá frammi fyrir því að þurfa að heyja þennan bardaga upp á sitt eigið.
  4. Bið á Maraþonsvelli er Persum í hag því þeir eiga von á liðsauka. Aþeningar þurfa að ráðast til atlögu þó þeir séu liðsfærri.
  5. Miltíades, hershöfðingi Aþeninga, beitir því herbragði að hleypa Persum inn í miðju fylkingu sinnar, en sækja fram til beggja hliða.
  6. Persar umkringdir og leggja á hópflótta. 192 Aþeningar féllu en yfir 6000 Persar.
  7. Sendimaður hleypur 42 kílómetra frá Maraþon til Aþenu til að tilkynna sigurinn og einnig vara Aþeninga við að Persar gætu snúið aftur. Hann hnígur niður eftir að hafa komið boðunum til skila.
  8. Persneski flotinn tekur aldrei land heldur heldur hann aftur til Litlu-Asíu.
  9. Grikkir búa sig undir aðra innrás Persa. Hún dregst á langinn.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Lýsing á undanfara seinna stríðs Aþeninga við Persa (9 liðir)

A
  1. Konungsskipti í Persíu: Dareios I. deyr og Xerxes, sonur hans, tekur við af honum.
  2. Egyptar gera langvinna uppreisn gegn Persum. Persar hafa í nógu að snúast að bæla niður ólgur í Egyptalandi. Grikkir ráku mikil viðskipti við Egypta og gátu hafa kynt undir þeirri ólgu.
  3. Persar undirbúa herförina til Grikklands vel. Safna þeir herliði víða að og þjálfa.
  4. Aþeningar ekki sáttir um undirbúning yfir yfirvofandi átök.
  5. Auðugar silfurnámur finnast í Grikklandi.
  6. Sumir vilja skipta ágóðanum jafnt á milli íbúa en Þemistókles, leiðtogi Aþeninga, fær vilja sínum framgengt og lætur smíða 200 herskip.
  7. Mikill liðssöfnuður Persa í Litlu-Asíu. Þing í Kórinþu.
  8. Spartverjum falin forysta um landvarnir í væntanlegu stríði. Nær öll borgríki heita því að verjast Persum.
  9. Persneski herinn leggur af stað frá Sardis í Litlu-Asíu til Grikklands. Herinn fjölþjóðlegur og gríðarstór, dreginn saman víða úr Persaveldi.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Lýsing á seinna Persastríðinu (12 liðir)

A
  1. Þrátt fyrir loforð sitt um að berjast gegn Persum gáfust flest borgríki upp mótstöðulítið er hinn mikli her Persa birtist. Gengu þau í framhaldi Xerxesi í hönd.
  2. Skammt milli fjalls og fjöru í Laugarskarði og geta Persar ómögulega beitt sínum stóra her og ekki neytt liðsmunar og 5000 manna her Grikkja varði skarðið í marga daga undir forystu Leónídasar Spartverjakonungs, en fórnaði hann sér og 300 manna einvalaliði sínu með því að tefja Persana.
  3. Svikari varð til þess að vísa Persum leið um einstigi að fjallabaki og komust þeir aftan að Leónídasi, sem sendi mest lið sitt á brott, en varð sjálfur eftir ásamt Spartverjunum 300 og féllu þeir þar eftir frækna vörn.
  4. Suðurhluti Grikklands opinn fyrir persneska sjóhernum.
  5. Farið er eftir ráðum Þemistóklesar og Aþeningar yfirgefa borg sína og fara til eyjanna Egínu og Salamis.
  6. Borgin Aþena brennd og öll hof á Akrópólishæð.
  7. Þemistókles taldi að eina von Grikkja væri að sigra ´asjó.
  8. Hann lét koma falsboðum til Xerxesar að Grikkir ætluðu að hörfa undan og draga stríðið á langinn.
  9. Þemistókles hafði safnað mestum flota Grikkja inni í sundinu milli Salamiseyjar og Attíkuskaga.
  10. Aðstæður voru Persum mjög í óhag þar sem erfitt var að beita fjölmennum hernum í sundinu. Í ringulreiðinni grönduðu þeir jafnvel skipum úr eigin flota.
  11. Eftir ósigur Persa við Salamis 480 f.Kr. sneri Xerxes konungur hiem með nokkuð af her sínum.
  12. Þetta lið sigruðu sameinaðir herir Aþeninga og Spartverja og fleiri grískra borgríkja í harðri orrustu við Plateu á Grikklandi árið eftir, 479 f.Kr. og þar með hafði persnesku ógninni verið bægt frá landinu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly