Nöfn og atriði: Merk skáld og hellenar Flashcards
Hellenar
Það sem Grikkir kölluðu sjálfa sig eftir innrás Dóra, s.s. Dórar, Jónar og Eólar. Áttu sameiginlegt tungumál, svipaða menningu, sameiginlegan guðaheim og helgistaði.
Hesíódos
Um 700 f.Kr. Grískt skáld sem naut mikillar frægðar en stóð þó í skugga skáldjöfursins Hómers.
Saffó
Um 600 f.Kr. Grísk skáldkona sem naut mikillar frægðar en stóð þó í skugga skáldjöfursins Hómers.
Pindar
Um 500 f.Kr. Grískt skáld sem naut mikillar frægðar en stóð þó í skugga skáldjöfursins Hómers.
Pýþon
Slangan sem Apollon drap í Delfí.
Pýþía
Spákona í hofi Apollons í Delfí. Stundum voru Pýþíurnar fleiri en ein. Var hún látin setjast á þrífættan stól, sem lá yfir sprungu í hofinu. Á stólnum féll Pýþían í mók og umlaði hljóð sem talin voru komin frá guðunum og prestarnir einir þóttust skilja. Prestarnir þýddu síðan svarið og gáfu spyrjandanum á ljóðaformi. Oft voru svör Pýþíanna tvíræð.
Krösus hinn auðugi
Konungur í Lýdíu (um 550 f.Kr.) sem fékk spádóm í Delfí um að ef hann gerði árás á Persa myndi mikið ríki falla. Hann túlkaði það sem svo að Persaveldi myndi falla og gerði því árás en þá var mikla ríkið hans eigið. Dæmi um tvíræð svör véfréttarinnar í Delfí
Mílon
Glímukappi, sem vann Ólympíuleikana og pýþísku leikana báða 6 sinnum. Kom frá Krótónu á Suður Ítalíu. Þjálfaði sig með kálf á öxlunum og eftir því sem þjálfuninni vatt áfram þá óx kálfurinn þangað til hann var farinn að burðast með uxa á öxlunum. Lét hann lífið þegar hann festist við tré sem hann var að klyfja með berum höndum, og úlfar komu og átu hann.