1. Inngangur Flashcards
Á fornum tíma var Grikkland ekki eitt ríki heldur skiptist í hundruð smáríkja. Hvað áttu íbúar þessara smáríkja sameiginlegt?
Íbúar áttu sér sameiginlegt tungumál og svipaða menningu og litu á sig sem eina þjóð.
Hver var þjóðin sem bjó á Grikklandi á fornöld sem talin er marka fyrstu sporin í sögu vestrænnar menningar?
Forn-Grikkir.
Hvað eru Fönikíumenn?
- Ættbálkur innan Babýlóníu.
- Þeir fundu fyrstir manna upp stafrófið sem Grikkir síðan endurbættu. -Fönikía er þar sem Líbanon er í dag.
- Elstu byggðir þeirra eru frá 3. árþúsundi f.Kr.
- Voru með konung eða yfirstjórnanda sem ríkti yfir öllu landinu.
- Fönikíumenn umkringdir svo voldugum löndum að þeir voru oftast undir þeim, m.a. Egyptar (2. árþúsundi f.Kr.) Assyríumenn og Babýlóníumenn (1. árþúsundi f.Kr.)
- Kom skeið þar sem þeir voru sjálfstæðir.
- Þeir voru góðir verslunarmenn.
- Önnur merk uppfinning sem gjarnan er einkuð Fönikíumönnum er glergerðin. Talið er að leirkerasmiðir þeirra hafi dottið niður á efnasamsetningu þess, er þeir reyndu að búa til heppilegan glerung fyrir leirker sín.
Hver var Arthur Evans?
- Breskur fornleifafræðingur sem hóf að grafa á miðri norðanverðri eyjunni um 1900.
- Hann fann hallarborgina Knossos.
- Varð fornleifauppgröftur á Krít seinna ævistarf.
- Hann lét reisa hallarborgina Knossos að hluta.
- Evans gaf Krítverjum nafnið Egear og kenndi menningu þeirra við goðsagnakonunginn Mínos sem á að hafa ríkt á eynni í fyrndinni.
Lýsið Egeum:
Egearnir stunduðu framan af einkum landbúnað og ræktuðu korn, vínvið og ólífur.
Um 2500 f.Kr. lærðu þeir að vinna úr bronsi og það gerði þeim kleift að búa til betri verkfæri, m.a. til skipasmíða.
2000 f.Kr. hófst mikill blómatími eyjarskeggja í siglingum og verzlun. Stóð fram að hruni mínósku menningarinnar um 1400 f.Kr.
Egear réðu við Eyjahaf og sigldu með sína eigin framleiðsluvöru og seldu víða um Miðjarðarhaf.
Var þetta fyrsta siglingarveldi sögunnar.
Hvað skiptist Krít í mörg konungsríki á blómatíma sínum?
Krít hefur líklegast skipst í þrjú smá konungsríki.