Nöfn og atriði: Trójustríðið (bls. 9-12) Flashcards
Peleifur
Faðir Akkillesar sem ætlaði að giftast Þetis.
Þetis
Móðir Akkillesar sem hafði dýpt Akkilles í Styx til að gera hann ódauðlegan en hélt utan um hæl hans, sem var hans eini veikipunktur (akkillesarhæll = notað um snöggan blett á einhverjum.) Hugðist giftast Peleifi, föður Akkillesar.
Eris
Þrætugyðja sem var ekki boðið í brúðkaup Peleifs og Þetisar. Hefndi sín með því að mæta óboðin til veizlunnar og koma af stað illundum. Varpaði gullepli handa fegurstu konunni í brúðkaupinu.
París
Hjarðsveinn sem var sonur Príamosar konungs. Fenginn til að dæma í fyrstu fegurðarsamkeppni sögunnar. Hera, Aþena og Afródíta gerðu allar tilkall til gulleplisins og hétu honum góðum launum. Hann úrskurðaði að sigur félli í skaut ástargyðjunni Afródítu þar sem hún lofaði honum fegurstu konu heims að launum, Helenu fögru.
Príamos
Konungur í Tróju og faðir Parísar.
Helena fagra
Fegursta kona heims sem var gift hinum volduga Menelási. Með aðstoð Afródítu nam París Helenu á brott frá Spörtu og flutti hana með sér til Tróju.
Menelás
Konungurinn í Spörtu og giftur Helenu fögru.
Agamemnon
Konungur í Mýkenu, voldugasta ríki Grikklands og bróðir Menelásar.
Odysseifur
Ráðsnjall konungur Íþöku. Odysseifskviðja fjallar um heimkomu hans frá Tróju.
Nestor
Elstur og reyndasti kappi Grikkja.
Hektor
Sonur Príamosar konungs og bróðir Parísar, mesti kappi Tróju (hliðstæða Akkillesar í Ilíonskviðu). Drepur Patróklos, fóstbróður Akkillesar, sem Akkilles hefnir grimmilega fyrir (drepur og svívirðir lík hans).
Patróklos
Fóstbróðir Akkillesar, klæddi sig upp í Herklæði Akkillesar þegar hann vildi ekki berjast og Hektor drap hann í mis fyrir Akkilles.
Penelópa
Kona Odysseifs Íþökukonungs. Sagðist velja sér nýjan mann þegar hún væri búin að vefa vef sinn. Hún óf á daginn en rakti hann alltaf upp á næturnar þannig að hann varð aldrei tilbúinn.
Penþesileia
Drottning goðsagnakenns þjóðflokks kvenna sem áttu að hafa verið fullkomnir jafningjar karla í hernaði. Akkilles varð ástfanginn af henni í sömu andrá og hann lagði spjót í gegnum háls hennar.
Amazónurnar (Skjaldmeyjar)
Þjóðflokkur kvenna sem bjó í austri. Áttu að hafa verið fullkomnir jafningjar karla í hernaði. Í Trójustríði börðust þær við hlið Trójumanna.