Nöfn og atriði: Aþenskir stjórnmálamenn og stjórnmál Flashcards

1
Q

Aðalsmannaveldi

A

Arkonar (fyrst þrír, síðan níu) stjórnuðu borgríkinu. Voru valdir á þjóðfundi, en þar höfðu stórlandeigendur einir kosningarétt og kjörgengi til arkonastarfa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Arkonar

A

Stjórnuðu borgríkinu. Voru fyrst þrír og síðan níu. Voru valdir á þjóðfundi, en þar höfðu stórlandeigendur einir kosningarétt og kjörgengi til arkonastarfa. Arkonarnir urðu, að loknu embættisári sínu, meðlimir öldungaráðsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Öldungaráð (Areópagos)

A

Hafði mikil áhrif á löggjöf og dómsmál. Í þessu sátu arkonar sem höfðu lokið embættisári sínu og voru fulltrúar jarðeignaraðals.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Tyranní

A

Einræði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Oligarkí

A

Fámennisstjórn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Strategos autokrator

A

Yfirhershöfðingi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sólon

A

Var gerður arkon um 595 f.Kr. Lagði hann margháttuð lög til að bæta málin í Aþenu. Létti byrði á smábændum með niðurfærslu veðskulda á jarðeignum. Lét banna þrældóm vegna skulda. Einnig veitti hann fólkinu meiri þátttöku í stjórn ríkisins, skipti aþenskum borgurum í fjórar stéttir eftir eignum, setti á fót ráð allra stétta (400 manna ráðið), lét þjóðfundi ákveða löggjöf ásamt arkonum og setti að lokum upp þjóðardómstól.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Peisístratos

A

Var tyranni (einræðisherra) í Aþenu 560 f.Kr. Stjórnaði Aþenu með myndarbrag og breytti henni úr því að vera miðlungsborg í að verða forysturíki. Stafaði þetta af því að hann studdi verzlun og iðnað og lét sér einnig annt um smábændur og verndaði þá gegn ágangi stórjarðeigenda. Var valdatími hans mikill blómatími í menningarlífi Aþenuborgar en hann laðaði til borgarinnar listmenn og skáld, lét skreyta borgina glæstum byggingum, hóf panaþensku hátíðina til heiðurs gyðjunni Aþenu og skipulagði hátíðir til heiðurs vínguðinum Díonýsosi, en upp af þeim spratt leiklistin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Kleisþenes

A

Faðir hins aþenska lýðræðis. Lét þjóðfundinn vera höfuðstofnun ríkisins og voru þeir haldnir að jafnaði þrisvar í mánuði. Skipti hann Aþenu í 10 fylki sem samanstóðu úr einum borghluta, einu strandhéraði og einni fjallasveit. Á ári hverju völdu fylkin 50 menn hvert til að hafa sæti á 500 manna ráðinu, sem svo valdi 50 menn til að stjórna ríkinu. Skipt var um framkvæmdastjórn á 36 daga fresti. Einhver lýðræðislegasta stjórn ríkis, sem sögur fara af.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Períkles

A

Ótvíræður leiðtögi Aþenu um 460-430 f.Kr. (Gullöldin). Endurbyggði hann Aþenu glæsilegri en nokkru sinni fyrr, að miklu leyti fyrir pening deleyska sjóbandalagsins. Hann byggði Parþenon, löngu múrana sem tengdu Aþenu við Píres. Gerði Aþenu að stjórnmála- og menningarlegu stórveldi. Rak hann harkalega útþenslustefnu. Hóf launagreiðslur fyrir opinber störf.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Alkibíades

A

450- um 404 f.Kr. Var frændi Períklesar, kvennagull mikið, vildi stríð við Spartverja þegar frið var komið á 421 f.Kr.
Hvatti til Sikileyjarleiðangursins 415 f.Kr. Eftir það var hann sendur í útlegð og gekk í lið við Spartverja þangað til hann var aftur tekinn í sátt við Aþeninga og var honum falin herstjórn að nýju. Aftur félll hann í ónáð og fór í útlegð til Litlu-Asíu þar sem jarl Persakonungs veitti honum athvarf, en lét síðan drepa hann að undirlagi Spartverja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Ostrakismos

A

Setti fram leirtaflnadóminn, þar sem borgarar (6000 minnst) á þjóðfundi gátu gert stjórnmálamenn útlæga í 10 ár. Þeir misstu hvorki æru né eignir við þetta og máttu koma aftur eftir 10 ár og stundað stjórnmál aftur ef þeir vildu. Notuðu Aþeningar þetta sparlega og var þetta úrræði aðeins notað 10 sinnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Spartverjar

A

Hreinræktuð og fámenn dórísk herraþjóð sem stundaði hernað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Helótar

A

Fyrrum íbúar Lakóníu sem urðu þrælar Sparta við innrás Dóra í Grikkland.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Períókar

A

Hringbyggjar, ekki ánauðugir en voru þó herskyldir og skattskyldir Spartverjum. Sáu um iðnað og verzlun fyrir Spartverja en þær greinar fyrirlitu Spartverjar mjög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Úfararræða Períklesar

A

Ein frægasta ræða frá fornum tíma. Hinn mælski leiðtogi flutti hana til þess að stappa stálinu í borgarbúa, þegar grafnir voru þeir Aþeningar, sem höfðu fallið í stríðinu. Períkles vegsamaði þar hið einstaka lýðræði Aþeninga.
“Við höfum ekki hagað stjórnarháttum okkar að annarra fordæmi, heldur væri nær að segja að aðrir taki okkur til fyrirmyndar. Stjórnarfar þetta köllum við lýðræði, því að miðað er við hagsmuni allra þegnanna…”