Heimspeki Flashcards
Fílósófía
Að elska vizkuna
Jónískir heimspekingar
fyrstu heimspekingarnir, settu fram kenningar um frumefni (element), frumspeki (metafýsik).
Þales
um 600 f.kr. “faðir heimspekinnar”. Grunnvallarefni alls væri vatns.
Anaximens
- öld f.kr. lærisveinn Þalesar, sagði að grunnvallarefni alls sé ekki vatn heldur loft.
Herakleitos
sagði að allt væri af hinum síkvika eldi, að öll tilveran væri síbreytileg.
Heimspekingar frá S-Ítalíu
Settu fram gagnstæða kenningu að hreyfing og breyting væru blekkingar einar, og að skynjun væri ekki hægt að treysta, því að hið sanna eðli tilverunnar væri eilíft og óumbreytanlegt.
Pýþagóras
6.öld f.kr. Fæddist á eyjunni Samos, flutti til Krótónu, hélt þar skóla. Konur fengu að nema þar. Fylgismenn hans kölluðust pýþagóringar, erfitt er að greina á milli kenninga hans og fylgimanna hans. Kenningar voru bæði af trúarlegum þræði og mótuðust hugmyndir m.a. af hugmyndum af Orfeifsku (endurholdgun). Töldu að frumefni væru ekki efnis bundinn heldur væru grunneinningar alls tölur og talnakerfi. Sýndu fram á sambands tónlistar og talna. Stunduðu stjörnufræði, sögðu að jörðin væri hnöttur.
Empedókles
5.öld f.kr. Sikiley. Sagði að frumefnið væri ekki eitt heldur fjögur loft, eldur, jörð og vatn. (höfuðskepnunar fjórar).
Demókrítos
Setti fram kenningu að heimurinn væri til úr atómum, mismunandi að stærð, lögun og hreyfanleika (mjög líkt nútíma kenningum), efnishyggja (materíalismi)
Rökfræði
Lógík, fjallar um gild rök í samskiptum manna. 5.öld f.kr.
Siðfræði
Etík, fjalli um rétt breytni manna hvers gagnvart öðrum. 5.öld f.kr.
Sófistar
Farandheimspekingar, snjallir í rökfræði og mælskulist, og brautryðjendur á þeim sviðum. Afstæðishyggja (relativismi) = ekki væri til neinn algildur sannleikur. Einstaklingshyggja (individúalismi)= maðurinn er mælikvarði allra hluta. Efahyggja (skepticisma) = væri ekki hægt að komast að neinum varanlegum sannleika. Voru trúlitilir.
• “Ég hef enga afstöðu til að vita neitt um guðina og get hvorki sagt að þeir séu til eða að þeir séu ekki til. “ sagði Prótagóras.
Sókrates
469-399 f.kr. “Faðir siðfræðirnar.” Sagði að mæti finna algild sannindi (absolútismi), sem væru öllum mönnum sameiginleg, t.d. réttlæti, góðleik og hreysti. Sagði að andlegt verðmæti væri verðmætara en verandlegt og lifði því fátæku lífi. Var hann tekinn af lífi fyrir að hafa spillt ungum mönnum, þar sem nokkrir lærisveinar hans voru tyrannar sem Spartverjar settu. Var hann látinn drekka eitur.
• “Enginn er vísvitandi illur, illskan stafar einfaldlega af vanþekkingu manna á eigin rétta eðli og menn eiga að leitast við að þekja sjálfa sig til að kynnast hinu góða, sem í þeim býr. Þekkingarleit manna á því að beinast fyrst og fremst að þeim sjálfum, en þekking er dyggð.” Sagði Sókrates.
Skipting lærisveina Sókratesar
• Kynistar (hundalífsstefnumenn) = Töldu að veranlegar eigur væru til þess eins fallnar að vekja mönnum óhamingju.
o Díógenes d. 325 f.kr. bjó í tunnu í Aþenu.
• Kýreningar (Lífsnautn) = að fólk ætti að leita til lífsnautnar til hamingju, jafnt á veraldlegum sem andlegum skilningi.
o Spratt Epíkúrisminn af þessu þar sem heimspekingar sögðu fólki hvað það ætti að gera til að öðlast hamingju.
o Frægastur Kýrþeninga var Aristippos (f.hl. 4.aldar f.kr.) sem var frá kýrþenu og kenninginn kennd við hann.
Platón
Frægust kenninga sprottinn frá Sókrates er kennd við lærisvein hans Platón (427-347 f.kr.) eftir aftöku Sókratesar ferðaðist Platón um og fór hingað og þangað. Varð hrifinn af stefnu Pýþagóringa. Kom aftur 387 f.kr. og stofnaði Akademía, fyrsta framhaldsskóla fornalda. Var hann stafræktur í fullar 9 aldir.
Frummyndakenningin
Allir hlutir og hugtök eiga sér frummynd, eilífa og óháðar efnisveruleika.
Hughyggja (idealismi)
Þar sem er gert ráð fyrir einhvers konar heimi andans, sem er æðri eða fullkomnari en efnisveruleikinn.
Útópía Platóns
Skiptist í 3 stéttir: neðsta stéttin voru alþýða (bændur, verkamenn og kaupmenn) sem mynduðu efnahagslegan grundvöll samfélagsins, miðstéttin sem var stétt her- og löggæslumanna, en efst trónaði stétt upplýstra heimspekinga. Ríkið skildi sjá um börn frá fæðingu, þeim skipt í stéttir eftir getu. Konur voru jafnréttar mönnum, allaveg í efstu 2 stéttunum.