Pelópsskagastríðið Flashcards

1
Q

Epamínondas

A

Þebverskur hersnillingur sem endurskipulagði þebverska herinn. Gerði breiðfylkinguna (falanx).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Úrfararræða Períklesar (styttri útgáfa)

A

Fræg ræða sem Períkles hélt til að stappa stálið í borgarbúa þegar jarða var fyrstu aþensku fórnarlömb Pelópsskagastríðsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Filippus II

A

Var konungur Makedóníu 359-336 f.Kr.
Gerði Makedóníska falanxinn. Sigraði Grikki 338 f.Kr. við Keróneu og varð Grikkland þá allt undir Makedóníu. Faðir Alexanders mikla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Demosþenes

A

384-322 f.Kr. fremsti mælskumaður fornaldar, hrópaði gegn sjávarbriminu með munninn fullan af steinvölum, hljóp upp brekkur og þuldi ræður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Alexander mikli

A

356-323 f.Kr. Dó úr hitasótt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Lýsing á Pelópsskagastríðinu

A

Í Pelópsskagastríðinu 431 - 404 f.Kr. börðust grísku borgríkin innbyrðis.
Við upphaf stríðsins voru til staðar á Grikklandi tvö öflug hernaðarbandalög, Pelópsskagabandalagið undir forystu Spörtu og deleyska sjóborgarsambandið undir forystu Aþenu. Í báðum bandalögum voru þó ríki, sem þvinguð voru til aðildar og því gerðist það oft í styrjöldinni að ríki hlupust undan merkjum og gengu í lið með andstæðingnum. Þetta flækti mjög allan gang hennar.
Atburðir sem hrundu stríðinu af stað voru svo flóknir að þeim verða ekki gerð skil á. Hvorki Aþenu né Spörtu fýsti í stríð, en Aþeningar vildu ekki láta af útþenslu sinni og Spartverjar voru skulbundnir fylgiríkjum sínum í Pelópsskagabandalaginu.
Að auki mögnuðu ýmis smáátök á Grikklandi (435-431 f.Kr.) svo spennuna að allsherjarstyrjöld braust út.
Ljóst var frá byrjun að stríðið yrði langvinnt þar sem veldi Aþeninga lá á sjó, Spartverja á landi. Strax á fyrsta ári náði spartverski herinn öllum Attíkuskaga nema því svæði sem var innan hinna óvinnandi múra.
Höfnin í Píreus var lífæð Aþeninga, en þaðan komu skip og fluttu inn korn til að brauðfæða íbúana. Landbúnaður Aþeninga beið mikinn hnekki, en öðrum atvinnuvegum gátu borgarbúar haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Aþeningar lögðu alls ekki til meginatlögu við Spartverja á landi, en hjuggu strandhögg víðs vegar á Pelópsskaga og hugðust svelta þá inni með því að hindra kornflutninga til Spörtu frá Sikiley. Það tókst ekki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Lýsing á undanfara Pelópsskagastríðsins

A

Aþeningar áttu von á að útþenslustefna þeirra myndi leiða til átaka. Þeir reistu mikla múra, sem tengdu Aþenu við Píreus. Þannig var komið í veg fyrir að Aþenuborg einangraðist frá sjó í hernaði. Útþenslan var ýmsum grískum borgríkjum þyrnir í augum, sérstaklega Kórinþu, sem var helsti keppinautur Aþenu í verzlun. Sáu Kórinþumenn ofsjónum yfir sívaxandi viðskipta- og áhrifasvæði Aþeninga. Þar sem Spartverjar studdu sig lítið við kaupmennsku skiptu verzlunarhagsmunir þá ekki máli. Þeim leist þó illa á það þegar Aþeningar reyndu að koma lýðræðislegum stjórnarháttum á þar sem þeir komust til áhrifa, en Spartverjar sjálfir fyrirlitu lýðræðislega stjór og voru fylgjandi fámenningastjórn og aðalsveldi. Að auki voru með Spartverjum í Pelópsskagabandalaginu Kórinþa og fleiri verzlunarborgir og vildu að útþensla Aþeninga yrði heft. Spenna í Grikklandi jókst st0ðugt og að því kom að stríð varð ekki umflúið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly