Nöfn og atriði (bls. 41-64) Flashcards
Kaos
Upphaf heimsins og var gapandi tóm.
Gaia
Móðir jörð, spratt upp úr Kaos og gat af sér Úranos, kýklópana og títanana.
Tartaros
Hinn myrki undirheimur sem spratt úr Kaos.
Úranos
Afkvæmi Gaiu og var himininn. Úranos gat af sér títana og kýklópa með Gaiu.
Krónos
Einn títananna. Steypti Úranosi af stóli. Eignaðist sex börn með Rheu.
Rhea
Systir Krónosar. Bjargaði Seifi, syni þeirra, frá því að Krónos myndi gleypa hann.
Ókeanos
Hinn mikli útsær (sjórinn). Títani.
Atlas
Títani sem hélt uppi himinhvelfingunni.
Prómeþeifur
Títanssonur og bjó til mannfólkið úr leir.
Pandóra
Stúlkan sem Seifur lét skapa til að hefna sín á mönnunum. Bar með sér box til mannanna (Pandóruboxið) og úr því boxi komu allir sjúkdómar sem hafa herjað á mannkynið.
Epimeþeifur
Bróðir Prómeþeifs sem tók við Pandóru er hún kom til jarðar.
Davkalíon og Pyrrha
Smíðuðu sér skip vegna yfirvofandi syndaflóðs og voru þau einu sem lifðu. Fengu það hlutverk að skapa nýtt mannkyn.
Hellen
Sonur Davkalíons og Pyrrhu. Grikkir áttu að hafa verið komnir af honum.
Díke
Réttlætisgyðjan sem aðstoðaði Seif við að halda lögum og reglu meðal manna.
Amfitríta
Drottning Póseidons.
Tríton
Sonur Póseidons og Amfitrítu og var hálfur í líki höfrungs.
Pólýfemos
Kýklópi og sonur Póseidons.
Pegasos
Sonur Póseidons og Medúsu. (Vængjaður) skáldfákur.
Metis
Með henni átti Seifur að eignast dóttur sem yrði jafnoki hans en son sem yrði honum öflugri. Til að það gerðist ekki breytti hann Metis í flugu og át hana. Hann eignaðist þó dótturina, Aþenu.
Arakhna
Konungsdóttir sem skoraði á Aþenu í keppni í vefnaði. Aþenu þótti þetta ofmetnaður og breytti henni í könguló.
Marsýas
Skógarpúki sem fann flautu Aþenu og lærði að leika á hana. Hann skoraði á Apollon í flautukeppni og vann Apollon léttan sigur. Marsýas var þá fleginn lifandi.
Letó
Átti tvíburasystkinin Apollon og Artemis með Seifi. Meðan Letó var ófrísk ofsótti Hera hana, en hún fékk ekki frið fyrr en hún fékk hæli á eyjunni Delos.
Dafne
Dís sem Apollon felldi hug til en hún vildi ekkert með hann hafa. Hún bað Seif um hjálp og hann breytti henni í lárviðartré.
Kassandra
Tróversk konungsdóttir sem Apollon felldi hug til en hún vildi hann ekki. Hann lagði þá á hana þau örlög að hún hlyti spádómsgáfu en enginn myndi trúa henni.
Kórónis
Ástmær Apollons sem var honum ótrú. Hann drap hana.
Asklepíos
Sonur Kórónisar og Apollons.
Aktaion
Veiðimaður sem óvart sá Artemis vera að lauga sig. Þegar hún sá hann breytti hún honum í hjört og hans eigin veiðihundar rifu hann á hol.
Níóbe
Þebversk drottning sem taldi sig njóta meira barnaláns en sjálf Letó þegar hún eignaðist sjö syni og sjö dætur. Undi Letó því illa og því drápu Apollon og Artemis öll börnin nema eina stúlku og einn dreng.
Ifigenía
Dóttir Agamemnons og fórnaði hann henni því talið var að Artemis væri reið Agamemnoni og að þessi fórn væri nauðsynleg til að byr fengis. Sagt er að Artemis hafi skipt á Ifígeníu og hind rétt áður en hún var drepin.
Hermafródítos
Sonur Afródítu og Hermesar sem var fríður unglingur. Dísin Salmacis elskaði hann og bað guðina að gera þau óaðskiljanleg. Var þeim þá steypt saman í einn líkama og var Hermafródítos upp frá því með kynfæri bæði karlmanns og konu.