Grísk goðafræði: Ólympsguðir Flashcards
Ólympsguðirnir:
Voru tólf, þar af fjögur þeirra sex af eldri kynslóðinni (börn Krónosar og Rheu: Seifur, Póseidon, Hera og Demeter
Seifur
Elstur Ólympsguða, himinninn var hans yfirráðasvæði, því veðraguð, dómari í þrætum manna, æðsti vörður laga og reglu meðal manna, naut aðstoðar réttlætisgyðjunnar Dike. Hann var verndari ættartengsla, vináttubanda og borgríkjasamfélagsins. Einkennistákn hans voru eldingin og Ægisskjöldurinn, sem var gerður úr geitarskinni og hrukku af honum eldingar er hann var hristur. Örninn var sérstaklega helgaður Seifi. Margir merkustu kappar grískrar goðafræði taldir synir hans, svo sem Herakles, Perseifur og Mínos. Átti margar ástkonur t.d. Ledu (svanslíki), Evrópa (nautslíki) og Daná (gullregn).
Hera
Eiginkona Seifs, drottning himnanna, verndargyðja hjónabandsins, fæðingargyðja, einkenni páfugl. Synir Ares og Hefaistos.
Póseidon
Bróðir Seifs, Heru, Hestíu, Demeter og Hadesar. Konungur hafsins. Hestar og naut eru helguð honum, einkennistákn er þríforkurinn. Átti ýmis börn sem voru hin kynlegustu í útliti, kýklópinn Pólýfemos sem Odysseifur blindaði, skáldfákinn Pegasos, sem hann átti með óvættinni Medúsu. Helsta dýrkun var í Kórinþu.
Amfitríta
Kona Póseidons = Ekki Ólympsguð.
Aþena
Dóttir Seifs með Metis (vizkan), hafði fengið spádóm að ef hann ætti barn með Metis, ef það yrði sonur myndi hann bera föður sinn ofurliði en ef það væri dóttir myndihún verða jafnoki föður síns. Breytti hann Metis í flugu og gleypti hana en það var of seint þar sem hún var ófrísk. Seinna fékk Seifur mikinn höfuðverk og fékk Hefaistos til að höggva gat á höfuð hans og úr því kom Aþena, sem æpti heróp. Helstu einkenni hennar voru vopn og herklæði (gyðja herkænsku), Ægisskjöldur föður hennar með höfuð Medúsu á. Uglan var helguð henni. Hún var meygyðja sem þýðir að hún var ekki við mann kennd.
Arakhna hugðist skora á gyðjuna í vefnaði. Aþena varð því mjög reið (hún var gyðja handiðna og lista) og breytti henni í könguló.
Apollon og Artemis
Voru tvíburasystkini, börn Letó og Seifs. Hera ofsótti hina óléttu Letó að hún fékk hvergi húsaskjól, loks fékk hún hæli á eyjunni Delos, sem hafði verið á stöðugu reki um hafið, en hætti það þegar hún átti tvíburana.
Apollon
Guð líkamsfegurðar, hreysti, tónlistar, skáldskapar, spádóma, bogfimi o.fl. Drap slönguna í Delfí.
- Skógarpúkinn Marsýas skoraði á Apollon í hljóðfæraleik, tappaði hann því og fékk að refsingu að vera fleginn lifandi, fékk hann eitt atkvæði frá konungnum Mídas sem fékk að verðlaunum asnaeyru.
- Dafne dísinn sem vildi ekki Apollon og lét seif breyta sér í lárviðstré
- Tróverska konungsdóttirinn Kassöndra, hafnaði honum og refsaði hann henni með spádómsgáfu en þeirri bölvun að enginn trúði henni.
- Kórónis reyndist honum ekki trú svo hann skaut hana með boganum sínum, uppljóstraði hún því þá að hún væri ófrísk, náði hann að bjarga barninu en ekki Kórónis. Sonurinn var Asklepíos og var lækningaguð.
Einkennistákn hans voru örvar og bogi, lárviður og harpa.
Artemis
Veiðigyðjan, fæðingargyðja, meygyðja. Verndari alls ungviðs.
- Aktaion = veiðimaður sem kom að henni að baða sig í lind og var bergnuminn af fegurð hennar, breytti hún honum í hjört og lét veiðihunda hans éta hann.
- Níóbe = Þebversk drottning sem ól 7 syni og 7 dætur og sagðist njóta meira barnláns en Letó, reiddust Artemis og Apollon þessu og drápu börninn nema 1 son og 1 dóttir, varð svo harmi slegin að hún var að steini.
- Þegar Agammennon fórnaði dóttir sinni Ifígeníu gyðjunni að fórn til að fá meðbyr til spörtu, bjargaði gyðjan henni á síðustu stundu og setti hind í staðinn.
EInkennistákn hennar eru hind, bogi og örvar.
Ares
Hernaðarguð, sonur Heru og Seifs, eða einungis Heru.
Afródíta
Ástargyðja. Dóttir Seifs og Díóne. Sumir telja að hún hafi fæðst af sjávarlöðrungnum. Fegurst allra, gift Hefaistos, sem er ófríðastur Ólympsguða.
- Átti með Hermes Hermafródítos, sem dísinn Salmacis elskaði svo heit að hún vildi gera þau óaðskiljanleg og var þeim steypt í einn líkama, varð Hermafródítos því tvíkynja eftir það.
- Með Trójuprinsinum Ankíses átti hún Eneas, forfaðir Rómverja.
- Frægastur afkomenda hannar er Eros (Cupid/Amor) ekki er vitað hvort hann sé sonur Hermes, Ares eða Seifs eða hvort hann sé frum afl úr Kaos.
Helgistaður = Kýþera. Einkennistákn = Gullepli, rós. Dúfan helguð henni.
Hefaistos
Hefaistos = Sonur Heru og Seifs eða þá eingetinn af Heru. Var hann svo ljótur við fæðingu að Hera fleygði honum niður í sjóinn, þar sem sjávardísir björguðu honum. Síðan gaf hann Heru stóll sem hún komst ekki úr og fékk að velja sér konu (Afródítu) og varð hann Ólympisguð eftir það. Guð elds fyrst síðan guð handiðna og smíða. Einkenni húfa handiðnaðarmannsins.
Díonýsos
sonur Seifs og Persefónu. Síðan lét Hera Títana éta hann, Seifur drap títanan og lét Seleme verða ólétta af hjarta Díonýsosar.