Nýrun Flashcards
Hver eru helstu hlutverk nýrna?
Að búa til þvag með síun blóðs, stilla magn vökva og salta og losa úrgangsefni. Einnig að framleiða renín og erythopoietin og virkja D vítamín.
Hvar eru nýrun í líkamanum?
Þau eru aftan við kviðarhol, sitthvoru megin í líkamanum, erum í línu við 11 og 12 rifbeinið fyrir ofan mitti.
Í hvaða 3 megin hluta skiptast nýrun?
Nýrnabörk (cortex), nýrnamerg (medulla) og nýrnaskjóðu( pelvis)
Hver er minnsta stafræna eining nýrna? (minnsta eining sem getur framleitt þvag)
Nýrungar (nephrons)
Hvað gerist í nýrnahnoðra?
Síun verður í nýrnahnoðra og vökvinn skilar sér í bowmans capsule. Síun gerir flestum efnum, blóðvökva (plasma) kleift að komast inn í pípluna en útilokar blóðfrumur og flest plasmaprótein.
Hvaða hluti píplukerfis tekur við vökvanum úr nýrnahnoðra?
Bowmans capsule
Hvað er juxtaglomerular apparatus
Stýrikerfi
Hverjir eru 3 grunnþættirnir í framleiðslu þvags?
Síun í nýrnahnoðra, Endurupptaka í píplum og seytun í píplum.
Hversu stór hluti blóðvökvans er síaður í nýrnahnoðra og hvað er mikið endurupptekið (við venjulegar aðstæður)
Um 20%, 180 L á dag. (Um 178,5 L aftur inn í blóðið og 1,5 L út með þvagi.
Hvað er í vökvanum sem endar í bowmans hylki ( og hvað er ekki í honum )
? ( blóðvökvi, þvagefni, það sem er ekki í honum er prótein?)
Hvað er seytun í nýrum og til hvers er hún?
Seytun úr blóði yfir í píplur er leið til að bæta efnum í þvagið úr blóði. Það er virk ferli sem eykur útskilnað.
Hvað myndar síuna í nýrnahnoðrum, þ.e. í gegnum hvað þarf vökvalausnin að fara (3 atriði) ?
Í hnoðranum eru sérstakar háræðar þar sem síunin fer fram
1. Blóðvökvinn kemst framhjá æðaþelsfrumum háræðana
2. Blóðvökvinn kemst yfir grunnhimnu
3. Vökvinn kemst milli fótfruma
Hvers vegna komast prótín ekki í gegnum síuna?
Þau eru of stór
Hvaða kraftar hafa áhrif á nettó síunarkraft? (3 kraftar)
- Blóðþrýstingur í háræðum í nýrnahnoðra (55 mmHg)
- Styrkur vatns verður minni í blóðinu en í pípluvökvanum (osmótískur þýstingur) ( 30 mmHg)
- Vökvaþrýstingur í bowmanshylkinu (15 mmHg)
Hvaða tvær stærðir ráða síunarhraða í nýrnahnoðra?
Síunarfasti x síunaþrýstingur