Efnaskyn (bragð og lykt) Flashcards
Hvaða gegn er af bragð -og lyktarskyni?
Hjálpar okkur að sækja í gagnlega fæðu.
Hvernig er bragðlaukur saman settur?
50 bragðskynsfrumur sem bragða mismunandi brögð.
Bragðlaukurinn er opinn í annan endann og þar getur vökvi í munni lekið inn og uppleyst efni í vökvanum örvað bragðskynfrumurnar sem gægjast aðeins upp um opið á bragðlauknum.
Bragðskynfrumurnar hafa fellingar (microvilli) sem auka yfirborðsflatarmál þeirra. Á þessum fellingum eru síðan viðtakar fyrir ákveðin efni (sykur / salt…).
Hverjar eru 5 (-6) frumubragðtegundinar og hvaða gagn er af hverri þeirra?
Salt: næmir fyrir Na+
Sætt: næmir fyrir glúkósa og sætuefnum, Sækjumst í orku.
Súrt: næmir fyrir H+, mögulega skemmdur matur.
Biturt: Alkalóíðar; koffein, nikótín, morfín.. Um 30 gerðir viðtaka sem skynja biturt, eitruð efni.
Umami: næmir fyrir amínósýrum (glútamín)
Fita?
Hvernig verður “flókið” bragð til?
Þegar skynfærin vinna saman, að borða verður upplifun.
Nefnið 3 frumugerðir í lyktarslímhúð
Skynfrumur, basalfrumur, stoðfrumur
Hvar liggur lyktarklumbra og hvað gerist þar?
Fyrir ofan nefholið, eiginlega í heilanum. Þar tengjast lyktarskynfrumurnar við mitral frumur í glomeruli, en mitral frumurnar ganga síðan aftur í heila.
Tekur við boðum frá bragskynsfrumum og vinnur úr þeim.
Hvað einkennir efnaviðtakana á lyktarskynfrumum?
Það eru um 400 gerðir efnaviðtaka og hver þeirra greinir ákveðinn þátt efnis, en sá þáttur getur verið til staðar í fleiri en einu efni og þar af leiðandi getur hvert efni tengst fleiri en einum viðtaka
Hvernig greinum við mismunandi lykt?
- Lyktarskynfrumur senda boð um lykt og mítral frumur í lyktarklumbru taka við þeim boðum.
- Úrvinnsla boða fer svo fram í lyktarklumbru og unnin boð eru send áfram til heila
- Frekari úrvinnsla fer svo fram í heila, bæði í lyktarberki (hluti af randkerfi, tengsl við hegðun) og stúku og uppí orbitofrontal cortex (meðvituð skynjun og fínni úrvinnsla)
Hvaða heilastöðvar koma við sögu í lyktarúrvinnslu?
Lyktarbörkur (hluti af randkerfi, tengsl við hegðun) annars vegar og stúka og orbitofrontal cortex (meðvituð skynjun og fínni úrvinnsla) hins vegar.
Hvernig aðlögumst við lykt?
Aðlögun fer fram í MTK (ekki nemunum sjálfum) Brjóta þarf lyktarsameindir niður með ensími í lyktarslímhúð og losa þær af viðtökum svo viðtakarnir hætti að senda boð um lykt eftir að sameindirnar eru horfnar úr loftinu
Hvað er vomeronasal organ?
Annars konar lyktarskyn sem er staðsett annars staðar í nefi og fer með öðrum brautum til heila. Það nemur aðrar lyktarsameindir eða eins kona ómeðvitaða lykt sem hefur áhrifá randkerfið. Í öðrum dýrum er það mikilvægt í félagslegri hegðun og hegðun sem tengist æxlun.