Augað og sjón Flashcards
Hvaða hlutverk hafa ljósnemar og af hvaða fjórum undirgerðum eru þeir?
Ljósnemar breyta ljósi í rafboð, yfirskautast þegar ljósið lendir á þeim. 3 gerðir af keilum og 1 gerð af stöfum.
Hver er helsti munurinn á virkni / hlutverki keilna og stafa ( 3 atriði) ?
Keilur: þrjár gerðir, litasjón, virka ekki í mjög litlu ljósi, virka í miklu ljósi, sjá um skarpa sjón
Stafir: ein gerð, svarthvítt, virka vel í mjög litlu ljósi, virka lítið í miklu ljósi
Hvaða aðrar frumur sjá um úrvinnslu boða í sjónhimnu?
Bipolar frumur, amacrine frumur, horizontal frumur og ganglion frumur
Hvernig og um hvaða strúktúr eru boð send frá sjónhimnu til heila?
Boðin ná til ganglion frumna sem flytja boðin út úr sjónhimnunni. Taugasímar ganglion frumnanna mynda sjóntaugina (optic nerve) sem flytur boðin til heila
Hvað eru makúla og fovea og hvað er sérstakt við þetta?
Þetta eru sérhæfð svæði í sjónhimnunni. Í makúlu er skörp sjón og litasjón. Fovea er í miðri makúlunni og þar er allra skarpasta sjónin.
Hvers konarbreytingar verða í eftirfarandi frumum þegar ljós skín á?
a. Ljósnemar
b. ON bipolar frumur og ON ganglion frumur
c. OFF bipolar frumur og OFF ganglion frumur
a. Ljósneminn yfirskautast sem veldur því að hann losar minna glútamat.
b. ON bipolar frumur afskautast og ON ganglion frumur afskautast og senda boðspennu um sjóntaugina
c. OFF bipolar frumur og OFF ganglion frumur yfirskautast.
Hvað er viðtakasvið?
a) Hvað gerist þegar ljós skín á ljósnema sem samsvara miðju / jöðrum viðtakasviðs ON frumu?
b) En OFF frumu?
Allir ljósnemarnir sem tengjast tiltekinni bipolar frumu mynda viðtakasvið bipolar frumunnar, þannig að ljós sem fellur á einhvern ljósnema í viðtakasviði bipolar frumu getur haft áhrif á frumuna => Svæði þar sem viðkomandi skynnemi bregst við áreiti sínu.
a. Það virkjar ON frumu en dregur úr virkni OFF frumur
b. Það virkjar OFF frumu en dregur úr virkni ON frumu
Hver er undirstaða litasjónar og hvernig spilar litasjón saman við birtustig?
Undirstaðan er sú að það eru þrjár mismunandi gerðir af keilum: bláar, grænar og rauðar sem svara mismunandi ljósi á mismunandi hátt. Spilar þannig saman að það er erfitt að greina liti í litlu ljósi því þá eru keilurnar ekki mjög virkar.
Hvers vegna og hvernig aðlagast augun að birtustigi?
Næmi ljósnema breytist: litarefni brotið niður í ljósi og þá verður minna ljósnæmi, litarefni endurnýjað í myrkri og þá verður meira ljósnæmi.
Hvar enda ganglion frumur?
Ganglion frumur ná frá sjónhimnu og inn í stúku heilans.
Hvert fara boðin þaðan (frá strúktúrnum sem er svarið við nr. 10)?
Frá stúkunni ganga taugasímar aftur til heila og enda í hnakkaberki
Hvað gerist í optic chiasm („krossinum“)?
Taugasímar frá þeim hluta sjónhimnu sem er nefmegin krossa og enda hinum megin í heilanum
Hver er undirstaða dýptarskyns / þrívíddarsjónar?
Hvort auga sér sama hlut á mismunandi hátt og þannig er þrívídd reiknuð út