Markaðsskilgreiningar og efnahagslegur styrkur Flashcards
Hvað er og hvernig virkar SSNIP prófið?
SSNIP er próf sem skoðar hvort lítil en varanleg hækkun á vöru A leiði til þess að fólki kaupi frekar vöru B.
Með SSNIP er athugað hvort neytendur séu tilbúnir að skipta yfir í aðra staðgönguvöru ef verð á vöru eða þjónustu hækkar um 5-10%
Hvað er Sellófan villan?
Villan felst í því að SSNIP prófið getur leitt til rangrar greiningar á markaði þar sem fyrirtæki sem er í einokunarstöðu mundu eðlilega verðleggja vöru sína þannig að frekari veðhækkanir mundu ekki skila hagnaði.
Ef fyrirtæki er þegar í einokunarstpðu þá mun SSIP líklega skilgreina markaðinn of rúmt þar sem fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu hafi þá þegar hækkað verð sitt upp að þolmörkum neytenda. Komi frekari hækkun fram kann hún að leiða til þess að neytendur hætti að kaupa vöruna og kaupi frekar einhverja allt aðra vöru. Sú vara er þó ekki staðgöngu vara heldur er hún keypt vegna efnahagslegs ómöguleika.
Hvernig var SSNIP prófið notað í KSÍ málinu?
Samkeppnisráðið taldi ljóst að verðhækkun á aðgögnumiða á tilteknum landsleik um 5-10% mundi ekki leiða til þess að neytendur mundu hætta að kaupa miða á leikinn í svo miklu mæli að hækkun vari óarðbær.
Af þeim sökum sökum taldi ráðið að markaður fyrir sölu á aðgögnumiðum að landsleikjum væri sérstakur markaður og ekki væri hægt að bera hann saman við aðra afþreyingarmarkaði.
Hvað er efnahagslegur styrkur?
Efnahagslegur styrkur er hver staða fyrirtækja er á markaðnum og hversu vel þau standa þar.
Hvenær þarf að skilgreina markaði?
Alltaf þegar 11. gr. er notuð og stundum þegar 10. gr. er notuð.
Afhverju þarf að skilgreina markað?
Það er mikilvægt að skilgreina markað milli fyrirtækja vegna samkeppni. Það verður að skilgreina markaðinn til að finna út hverjir eru raunverulegir keppinautar og hjálpar að koma í veg fyrir að þeir einoki markaðinn. Þess vegna skiptir miklu máli að skilgreina markaðinn rétt.
Hvað er staðganga?
Staðganga er þegar aðrar vörur geta komið í stað þeirrar sem verið er að skoða, ýmist að fullu eða mestu leyti.
Hvaða þrjá þætti þarf að skoða sérstaklega þegar meta þar staðgöngu?
Eftirspurnarstaðgöngu (almennt notað)
Framboðsstaðgöngu
Hugsanleg samkeppni
Hvað er átt við með framboðsstaðgöngu?
Þá er markaður skilgreindur frá sjónarhóli framleiðenda en ekki neytenda
A framleiðir gjafapappír og B ljósritunarpappír. Ef B á auðvelt með að breyta framleiðslu sinni þannig að hann getur framleitt gjafapappír er það vísbending um að A og B séu á sama markaði.
Hvað gerðist í SKE kynnisferðir o.fl.?
Samruni 3 fyrirtækja. K var í sérleyfisakstir. H var í hópbílaakstri og V var í áætlunarakstri. Ekki eftirspurnarþjónusta á þessum sviðum og því ekki í samkeppni og ætti því samruninn að vera í lagi. Samkeppniseftirlitið ákvað að skoða frá framboðshlið. Öll með rútur, bílstjóra, verkstæði og svipuð áhöld, tól og tæki. Þau gátu auðveldlega skipt yfir á önnur svið og því töldu þeir að þetta mætti ekki, of mikill efnahagslegur styrkur. Bannað.
Hvað er átt við með eftirspurnarstaðgöngu?
Þá er markaður skilgreindur frá sjónarhóli neytenda.
Ef A hækkar verð á vöru X eru neytendur líklegri til að kaupa vöru Y frá B? ef svo er þá eru þær í samkeppni.
Hvað eru dæmi um gögn sem koma til skoðunar við markaðsskilgreiningu?
Sögulegar upplýsingar (brasilískt kaffi og te)
Mat á víxilteygni
Viðhorf neytenda og keppinauta
Markaðsrannsóknir
hingdranir gegn staðgöngu (eins og t.d. lagalegar hindranir)
Hvað gerðist í Brasilískt kaffi og te?
Sögulegar upplýsingar um staðgöngu, var verið að meta hvort að te gæti komið í staðinn fyrir brasilískt kaffi. t.d. einu sinni var lítil uppskera á brasilísku kaffi svo verðið hækkaði töluvert og jókst þá salan á te.
Hvað er víxilteygni?
mælir breytingar á eftirspurn eftir vöru A þegar verð breytist á vöru B
Hvað gerðist í máli Hugin?
Hungin framleiddi búðarkassa, ekki markaðsráðandi fyrirtæki, voru mörg fleiri fyrirtæki að selja búðarkassa. Bara hægt að kaupa varahluti fyrir Hugin kassana hjá þeim og því var eftirmarkaðurinn ekki sá sami og frummarkaðurinn. Efnahagslegur styrkur H var því miklu meiri á eftirmarkaðinum og töldust þeir vera markaðsráðandi og vera misnota stöðu sína.
Hvað er landfræðilegur markaður?
Landfræðilegur markaður er landsvæði þar sem vara er markaðssett á grundvelli sambærilegra samkeppnisskylirða fyrir öll viðkomandi fyrirtæki.
Hvernig lýsir beiting SSNIP þegar verið er að skilgreina landfræðilegan markað?
Beiting SSNIP prófs við skilgr. landfr. markaðar felur í sér athugun á því hvort
verðhækkun vöru á svæði A leiði til þess að kaupendur leiti viðskipta á svæði B.
Ef svo eru svæði A og B á sama landfr. markaði.
Hvernig getur flutningskostnaður haft áhrif á skilgreiningu landfræðilegs markað?
Þarf að skoða flutningskostnað, ef hann er mikill getur verið að markaðurinn sé á minna svæði vegna þess.
Hvernig hefur gagnkvæmt flæði haft áhrif á skilgreiningu landfræðilegsmarkaðar?
Ef verið er að skoða tvö mismunandi svæði getur verið hægt að skoða hvort gagnkvæmt flæði er á milli svæðanna og ef svo er eru þau á sama markaði.
Hvað gerðist í Genova hafnar málinu?
Höfnin í Genua var skilgreind sem einn markaður í máli hjá ESB. Þeir sem notuðu þessa höfn gátu ekki farið yfir í aðra höfn, þurftu að fá þjónustu í þessari höfn og því var þetta sér landfræðilegur markaður þótt hann væri lítill.
Hvað gerðist í þýska áburðar málinu?
Í máli Áburður voru þyskir bændur sem notuðu helst magnesíumbættan áburð á meðan önnurlönd innan ESB notuðu venjulegan áburð. Var Þýskaland því skilgreint sem sér markaður og hin löndin saman í markaði.
Hvaða 3 atriði þarf að kanna eftir að markaður hefur rétt skilgreindur?
Markaðshlutdeild og samþjöppun
Aðgangshindranir
Kaupendastyrkur
Hvernig er markaðshlutdeild vísbending um efnahagsleganstyrk?
Há markaðshlutdeild eins fyrirtækis á markaði, sem er stöðgu yfir nokkurn tíma, er stek vísbending um efnahagslegan styrk.
Hvernig tengist samþjöppun á markaði mögulegri misnotkun á markaði?
Því meiri samþjöppun sem er á markaði því meiri hætta á röskun á samkeppni, meiri líkur á fákeppnismarkaði. Meiri samþjöppun er algengari hér á landi vegna þess hve við erum fámenn og landfræðileg staða okkar spilar líka inn