11. gr. samkeppnislaga og misnotkun á markaðsráðandi stöðu Flashcards
Um hvað fjallar 11. gr.?
Í 11. gr kemur fram að misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð
Hvaða grein í TFEU er samsvarandi 11. gr.?
- gr. TFEU
Hvernig skal meta hvort fyrirtæki sé markaðsráðandi eða ekki?
Skilgreina markaðinn
Hverjur eru reunverulegir keppinautar
Hverjir eru hugsanlegir keppinutar
Kaupendastyrk
Hvað er átt við með hugsanlegum keppinautum?
Þá er hugað að því hversu erfitt/auðvelt það væri fyrir mögulega keppinauta að koma á markað.
Hvaða niðurstöðu komst dómstólinn að Tetra pak I varðandi mögulega keppinauta?
Tetra pak hafði einka leifa know how yfir tilteknum hlut. Þetta var túlkað þannig að það mundi gera mögulegum keppinautum erfitt fyrir að komast á markað.
Hvaða atriði þarf að kanna þegar kanna þarf hugsanlega keppinauta
Er lagaleg hindrun? - know how, starfsleyfi eða einkaleyfi
Er aðilinn með efnahagslegt forskot? - United Brands átti t.d. bananaekrur, báta til að flutja og markaðssetti banana sjálf, það var telið mikið forskot
Kosnaður við að flytja sig yfir (network effect) - Microsoft var t.d. talið markaðsráðandi með office pakkann
Hegðun skiptir einnig máli (mæta samkeppni af hörku) - Michelin lækkuðu verðið þegar nýjir ætðu á markað
Viðhorf stjónenda og fyrirtækisins skiptir máli - Porkent-Tomra fannst t.a.m. blað þar sem stjórnandi hafði tjáð sig um að hann ætlaði að halda fyrirtækinu markaðsráðandi.
Þarf að skilgreina markaðinn í hvert skipti eða er hægt að byggja á eldri gögnum?
Það þarf að skilgreina í hvert skipti! sbr. Vífilfellsmálið, en þar var að miklu byggt á því að fyrirtækið væri markaðsráðandi út frá eldri gögnum, það mátti ekki.
Eru gerðar ríkari kröfur til “super dominant” fyrirtækja og hvað gerðist í IGS dóminum?
Já. Sé fyrirtæki super-dominant eru gerðar ennþá ríkari kröfur að fyrirtækið raski ekki samkeppni. Í IGS var félagið með 95% hlutdeild á móti V og bauð lægra verð en V. Ekki var talið að verðið væru undirverðlagt en að þetta væri sértæk verðlækkun og væri til að raska samkeppni, mátti ekki.
Hvað felst í per se reglunni?
Hún virkar þannig að ef þú brýtur á ákvæðinu sjálfu þá ertu brotlegur sama hverjar afleiðingarnar eru.
Í hvaða tvo flokka má almennt skipta misnotkun á MR stöðu?
Misnotkun sem lýsir sér í verði og hins vegar misnotkun sem lýsir sér í öðru en verði
Hvernig geta einkaréttarsamningar falið í sér misnotkun á MR stöðu?
Þessir samningar geta verið undir mögum nöfnum en hafa allir það að markmiði að kaupandanum er haldið frá því að kaupa vörur frá öðrum en MR fyrirtækinu.
Getur verið á báða bóga, framleiðandi á uppimarkaði getur aðeins selt vörur sínar til eins á niðrimarkaði, eða að sali á niðrimarkaði sé skuldbundinn til þess að kaupa aðeins af einum framleiðanda á uppimarkaði. Kom fram í Hoffmann að það getur talist undir þetta að MR fyrirtæki gerir samning að annað fyrirtæki versli mestmegnis af honum
Hvað gerðist í Hoffman?
Hoffman-La Roche v. Commision
í þeim dómi voru tryggðarafslættir veittir til viðskiptamanna gegn því að þeir keyptu að öllu eða
mestu leiti vörur af Hoffman-la Roche á ákveðnu tímabili. Þar komst dómstólinn að þeirri
niðurstöðu að þegar slíkir afslættir eru veittir af fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu þá beri að líta
svo á að um misnotkun á markaðsráðandi stöðu sé um að ræða og ekki skiptir máli hvort umrædd
viðskipti hafi verið mikil eða lítil.
Hvað gerðist í Suiker Unie?
Unie þá fór það í bága við Art. 102 (11gr) að bjóða viðskiptavinum sínum royalty greiðslur ef þau versluðu einungis við þá.
Ef einkakaupasamningar koma vel út fyrir viðskiptavini er það samt brot á 11. gr. ?
Þó þetta komi oft vel út fyrir viðskiptavini getur þetta haft útilokandi áhrif á keppinauta og þannig til langs tíma neytenda líka. Séu einkakaupasamningar gerðir mega þeir ekki hafa útlokandi áhrif á keppinautana.
Hvað gerðist í Skífunni?
Skífan og Hagkaup gerðu einkakaupssamning sín á milli að H myndi einungis selja geisladiska frá S í sínum verslunum. Þar sem S var MR var þessi samningur ólögmætur.
Hvað gerðist í IGS?
Í IGS veitti I viðskiptavinar keppinautar síns tilboð sem var undirverðlagt þannig það færði sig yfir. Þetta var talið ólögmætt.
Hvað gerðist í Van den Bergh Foods?
Í Van den Bergh Foods var talið vera brot að V bauð fram fría frystiskápa í þeim búðum sem seldu ísinn hans og væri bara ís V í skápunum. Var því í raun að gera einkakaupasamning því það var ólíklegt að þá væru salarnir með aðra skápa.
Hvað er samtvinnun (tying)?
Samtvinnun er þegar kaupandi ætlar að kaupa eina vöru sem er þá bundin annarri en hann þarf þá einnig að kaupa samtvinnuðu vöruna. Getur komið fram með ýmsum hætti
Hvað herðist í Hilti?
Í Hilti þá þurftu viðskiptavinir sem ætluðu að kaupa naglabyssu frá Hilti einnig að kaupa naglana frá þeim
Hvað gerðist í Tetra Pak?
Í Tetra Pak kröfðust T þess að viðskiptavinir keyptu ekki bara vél frá þeim heldur einnig pappa og viðgerðarþjónustu. Mátti ekki.
Hvað gerðist í Microsoft/windows media player?
Í Microsoft var það þannig að ef þú keyptir tölvuna með fylgdi sjálfkrafa stýrikerfi með. Aðrir keppinautar seldu sambærilegt stýrikerfi og áttu erfiðara að koma sínu að. Þetta mátti ekki þar sem tölvan og stýrikerfið var mismunandi hlutur.
Hvað er vöndlun?
Vöndlun. Þegar tvær vörur eru seldar saman á verði einnar. Getur verið að einungis sé hægt að versla þær tvær saman eða að hægt er að kaupa í sitthvoru lagi en þá kosta þær jafnmikið og þær myndu gera saman.
Afhverju er samtvinnun hjá MR fyrirtæki slæm?
Rök á móti samtvinnun er sú að MR fyrirtæki geta gert þetta til að stækka markaðshlutdeild sína og efnahagslegan styrk, þar sem meira er keypt af vörum frá þeim þar sem þær eru samtvinnaðar og þ.a.l. mögulega leitt til útilokunar af markaðnum og valdið aðgangshindrunum. Samtvinnun kann þó að vera jákvæð í mörgum tilvikum og getur leitt til lægri kostnaðar og lægri dreifikostnaðar.
Hvað gerðist í KSÍ málinu?
miðar á tvo landsleiki voru seldir saman. SSNIP sýndi fram á að KSÍ starfaði á sérstökum markaði og féll þannig ekki undir hin almenna afþreyingar markað, hálfgerð einokun, og var þ.a.l. talið markaðsráðandi á þeim markaði. Samtvinnun talinn ólögmæt