Fákeppni og sameiginleg markaðsráðandi staða Flashcards
Hvað er fákeppni?
Fyrirkomulag þar sem örfáir aðilar ráða yfir sölu og dreifingu, þ.e.a.s að fá fyrirtæki (kannski 3-5) keppa innbyrðis á markaði.
Afhverju kunna fákeppnismarkaðir að vera áhyggjuefni?
því þá eiga fyrirtækin auðveldara með að stilla sér saman án þess þó að gera eiginlegan samning sín á milli. Þetta kallast einnig þegjandi samráð eða þegjandi samstillingar. Þetta leiðir til þess að markaðurinn er ekki með samkeppni. Þarf ekki að vera samskipti á milli fyrirtækjanna, hvernig markaðurinn er byggður leiðir til þess að verðin eru næstum eins og á einokunarmarkaði.
Hvað er gott dæmi um fákeppnismarkað hér á landi?
dæmi um þetta eru olíufélögin hér á landi, þau elta hvort annað þegar kemur að verði og vita öll að þau geti ekki lækkað mikið þar sem það neyddi hina til þess sama og hans yrði þá hefnt af hinum fyrirtækjunum
Hvernig á að fást við fákeppni?
Skipulagsnálgun:
Hindra sköpun eða vilhald markaðsgerðar þar sem fákeppni þrífst. Gott dæmi um þetta er samrunaeftirlitið.
Hegðunarnálgun:
Ef fyrirtæki á fákeppnismarkaði grípur til samstilltra aðgerða má beita 10. gr. Vandinn er að stundum er samhæfing ekki afleiðing samráðs heldur rökrétt viðbragð hvers og eins fyrirtækis. (10. gr. er ekki beitt gegn slíkri hegðun)
Reglugerðarnálgun:
Mögulegt að stýra verði með opinberri reglusetningu, slíkt ætti þó ekki að koma til álita nema eingin önnur úrræði dugiþ
Rannsóknarnálgun:
Framkvæmd markaðsrannsókna getur auðveldað samkeppnisyfirvöldum að skilja hvers vegna samkeppni er takmörkuð á tilteknum markaði og til hvaða úrææða þurfi að grípa.
Hvaða ályktun á draga af dyestuffs?
Samhliða hegðun jafgildir ekki ein sönnun um samstilltar aðgerðir felur hún í sér vísbendingu um þær ef hún leiðir til að samkeppnisskilyrði á markaðnum eru ekki eðlileg m.t.t. eðli vörunnar, fjölda og stærðar keppinauta.
Jafngildir samhliða hegðun samstilltum aðgerðum í skilningi 10. gr.?
Nei, Þótt samhliða hegðun ein og sér jafngildir ekki sönnun um samstilltar aðgerðir, kann þó að sérstök vísbending, sbr. Dyestuffs
Jafngildir samhliða hegðun samstilltum aðgerðum í skilningi 10. gr.?
Nei, Þótt samhliða hegðun ein og sér jafngildir ekki sönnun um samstilltar aðgerðir, kann þó að sérstök vísbending, sbr. Dyestuffs
Fjallaðu um upplýsingaskipti á fákeppnismökuðum.
Upplýsingaskipti milli fyrirtækja á fákeppnismarkaði eru sérstaklega viðkvæm vegna þess hvers kyns aukið gagnsæi á slíkum markaði getur leitt til samstillingar. Sjá t.d. Thyssen málið (og húsa byko)
Í Piau komu fram 3 skilyrði sem verða að vera til staðar til að um SMS stöðu sé að ræða
- Hver meðlimur fákeppnismarkaðarins verður að vita hvernig hinir munu hegða sér.
- Þegjandi samráð verður að haldast í lengri tíma til að ekki sé farið frá sameiginlegu stefnunni.
- Fyrirsjáanleg hegðun má ekki eyðileggjast eða fara frá vegna markaðarins.