Góðir dómar til að kunna :D Flashcards
Höfner - hvernig á að skilgreina fyrirtæki?
ESB staðfesti hér að fyrirtæki teldist vera hver sá aðili sem stundar atvinnurekstur óháð því hvernig það er fjármagnað eða uppbyggt. Höfner taldist því vera í atvinnurekstri og samkeppnislög ættu við hann.
LMFÍ - samtök fyrirtækja
Lögmannafélagið safnaði saman upplýsingur frá lögmönnum um hvað kostaði að reka lögmannsstofu og hvað þeir voru að taka á klst. Síðan láku þessar upplýsingar til lögfræðinganna og margir sáu að þeir voru að taka lægra en aðrir og hækkuðu verðið hjá sér. Þetta var talið brot hjá LMFÍ.
PVC - samstiltar aðgerðir
Stundum þegar samningar milli aðila er ekki samkomulag geta þeir samt verið flokkaðir sem samstilltar aðgerðir.
Í þessu máli ákvað frk. stj. að aðilar að samráðshringju höfðu tekið sátt í samkomulagi eða / og samstilltum aðgerður og sögð að þegar það eru samráðshringir sem eru með mörgum framleiðendum sem yfir nokkur ár stjórna markaðnum þá getur frk. stj. ekki flokkað brotið nákvæmlega þegar það er undir 101. gr. Nóg að það séu samstilltar aðgerðir þó það séu ekki samningar til staðar.
ICI - lagaleg skilgreining á samstilltar aðgerðir
Samstilltar aðgerðir teljast nóg ef þeim er vísvitandi skipt út fyrir samvinnu án þess að um það hafi verið gerður sérstakur samningur.
Suiker Unie - lagaleg skilgreining á hugtakinu samstilltar aðgerði
Samstilltar aðgerðir geta falið í sér hvers kyns bein eða óbein samskipti, getur haft hvers kyns markmið eða afleiðingu en nóg er að það hafi áhrif á háttsemi raunverulegra eða hugsanlegra keppinauta. Getur líka falist í miðlun upplýsinga milli þessara aðila um fyrirætlanir þeirra. Nóg að sýna fram á röskun á samkeppni.
Nova og Vodafone - undanþágur
gerðu samning yfir að þeir fengu að nota 3g og 2g kerfin sín saman, því Nova vildi gera 3g kerfi en ekki heilt kerfi, alltof mikill kostnaður fyrir þá, síminn er með bæði kerfin. Fyrirtækin gerðu sameiginlega ákvörðun að biðja ekki um undanþágu því það var ekki nein röskun á samkeppni.
Núna er Nova og Vodafone komnir í meira samstarf og ætla að byggja upp betra kerfi saman og þeir ákváðu að sækja um undanþágu, samningurinn breyttist og féll nú undir 10 gr.. Það tók 2 ár að fá undanþágun en hún er komin.
FÍB - verðsamráð
Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Fóru að skoða tryggingar fyrir bíla þeirra sem voru í félaginu. Fengu erlendan aðila til að tryggja bíla, en síðan vildi FíB breyta þessu og vildu að allir sínir félagsmenn sem voru með tryggingu hjá sér fengu 10% afslátt ef allir færu til ísl fyrirtækis, öll fyrirtækin sögðu NEI, útaf þeir voru búnir að ákveða saman að enginn af þeim mundi segja já. Verðsamráð. Brot.
Byko og Húsasmiðjan - samskipti fyrirtækja
Samskipti um verðákvarðanir á grófvöru t.d. timbur ofl. Áttu þeir verðsamráð? Var beint samráð eða upplýsingaskipti ólögmæt. Starfsfólk í þjónustuveri hringdu í hitt þjónustuverið og spurðu á hverjum degi hvað ákveðin vörunúmer kostuðu. Ekki ómögulegt að fá þessar upplýsingar á netinu t.d. en þarna náðu þeir að fylgjast með verðbreytingu mun hraðar.
Húsasmiðjan gekk í gegnum eigenda skipti áður en málið fékk niðursöðu, Landsbankinn átti þetta á tímabili og húsasmiðjan viðurkenndi samráðið og borgaði sekt. Vildu loka málinu. Byko varðist alla leið og þetta var brot og þeir borguðu hætti sekt.
Líka sakamál hér, allir starfsmenn í þjónustuverum voru sýknaðir nema einn. Sakfelldur fyrir tilraun til samráðs. Í SKE er tilraun til samráðs fullframið brot
Ís málið - SMS
Kjörís og Emmesís. Gerðu samninga við smásala um pláss í frystunum fyrir ís, dæmi um lóðréttasamninga. Kom í ljós að mest allt frystipláss var bundið í samningum milli þessara tveggja framleiðanda og smásala. Markaðshlutdeild þessara fyrirtækja er mjög há. Smásölustigið á ísl er mjög samþjappað, SKE skyldaði fyrirtækin að draga úr samningum og skilja eftir meira pláss fyrir aðra, minna aðila. Ekki slæmt að 60% af kælinum sé bundið en 40% á að vera opin fyrir hverjum sem er.
Virgin/British Airways - MR staða en MH undir 50%
Virgin/British Airways – 39,7% hlutdeild en ýmsir þættir styrktu álit um MR stöðu