10. gr. samkeppnislaga Flashcards
Hvaða grein í TFEU er jafngild 10. gr. smkl?
- gr. TFEU
Hvað er samráð?
Samkeppnishamlandi samstaf milli fyrirtækja með því að ákveða í sameiningu verð á vöru, álagningu, afslætti, stýringu á framleiðslu og skiptingu á mörkuðum og samkeppnishamlandi samstarf við tilboðsgerð, sbr. 10. gr. samkeppnislaga
Hvað gerðist í Grænmetissamráð?
Þar var m.a. komið inná það að tilgangur þess að mæla fyrir um bann við samstilltum aðgerðum er að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti haft með sér óformlegt og lauslegt samráð, t.d. með því að láta hvert annað vita fyrirfram hvað þau ætli að gera, svo hvert fyrritæki fyrir sig geti hagað aðgerðum sínum vitandi það að keppinautarnir munu hegða sér með sama hætti.
Hver er tilgangur 10. gr. ?
Ákvæði 10. gr. samkeppnislaga eru ein þau þýðingarmestu í samkeppnislögunum.
Þeim er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfstætt varðandi þá
hegðun á markaði sem mestu máli skiptir fyrir samkeppnina
Hvað gerðist í olíusamráðsmálinu?
Olíu félögin höfðu haft með sér margra ára samráð um m.a. verðlagningu á olíuvörum, sölu til erlendra skipa og gerð tilboða.
Hvað er samfelt samráð?
Samfellt samráð er þegar mörg fyrirtæki eru með samráð yfir einhvern ákveðinn tíma. Getur verið nokkrum sinnum á löngu tímabili, td kannski samráð 2002, 2004, 2005 og 2009. Þótt fyrirtækjunum finnst ekki vera um samfellt samráð að ræða getur Eftirlitið talið svo vera og þá eru þyngri sektir fyrir fyrirtækin.
Í Grænmetismálinu & Olíumálunum var talið sannað að um samfellt samráð væri að ræða.
Hvernær er samráð ólöglegt?
Samstilltar aðgerðir teljast vera nóg ef samkeppni er vísvitandi skipt út fyrir þær eins og ECJ sagði í ICI
Hvað eru samstiltar aðgerðir?
Suiker Unie var tekið fram að samstilltar aðgerðir væru hvers kyns bein og óbein samskipti milli fyrirtækja. Þá þarf ekki að sanna áhrif af þessum aðgerðum, nóg er að sýna fram á röskun á samkeppni
Samstiltar aðgerðir geta verið:
• Samráð milli fyrirtækja um ákveðinn tíma.
• Samráð milli fyrirtækja á landrfæðilegum markaði, minni og stærri.
• Samráð milli fyrirtækja með mismunandi vörur.
• Samráð milli augljósra cartel fyrirtækja.
Hvað er cartel?
Cartel, eða samráðshringir, er samráð milli margra fyrirtækja. Getur oft verið flókið, önnur fyrirtæki taka minni þátt og taka stundum þátt og stundum ekki. Eru lagðar víðtækar sönnunarbyrðar á fyrirtækin og þau þurfa oft að sýna að þau hafi EKKI verið þátttakandi í þessu eða ekki allan tímann.
Nær 10. gr. yfir einhliða háttsemi fyrirtækja?
Nei. mikilvægt að vita að 10gr og 101gr nær ekki yfir einhliða háttsemi fyrirtækja. Í Ford þá voru Ford bílar seldir miklu ódýrari í Þýskalandi en í Bretlandi. Var talið að um ólögmætt samráð væri að ræða en féll ekki undir greinina þar sem þetta var akvörðun aðeins af hálfu Ford.
Er þörf á því að sýna fram á að samkeppni hafi verið röskuð þegar refsa á aðilum á grundvelli 10. gr.?
Nei. Ef aðilar eru búnir að tala samn þá eru þeir búnir að eyða óvissu á milli þeirra og þá er markmið 10. gr. uppfyllt.
Er hægt að fá undanþágu frá 10. gr. ?
Já, sbr. 15. gr.
Hvað er bannað í láréttum samningum?
Verðsamráð
Skiptast á upplýsingum
skipta markaði á milli sín
Takmarka framleiðslu
Takmarka sölu
Einkaréttur á ákveðinni vöru milli tveggja
Borga keppinuti til þess að bíða með að fara með nýjar vörur á markað
Hvað er bannað í lóðréttum samningum?
Hafa verðin á milli sín í lágmarki
Hafa útflutningsbönn
Fyrirfram ákveðið dreifingarsamkomulag
Að gera samninga sem senda áfram á ákveðinn stað?