Lóðréttar og láréttar samkeppnishömlur Flashcards
Hvað er láréttur samningur?
Láréttir samningar eru milli fyrirtækja sem eru á sama markaði. Þurfa ekki að vera samningar, nóg er að hafa samstilltar aðgerðir.
Hvað er cartel á íslensku?
Samráðshringur
Hvað felst í samráðshring?
Það eru samkeppnishamlandi samningar eða fyrirkomulag um verð, framleiðslu ofl milli keppinauta.
Hvaða ályktun má draga af Vitamins málinu?
Samráðshringir valda miklu tjóni í samfélaginu og eru hörð viðurlög eins og kom fram í Vitamins
Hvað gerðist í FÍB málinu?
FÍB fóru að skoða tryggingar fyrir bæila þeirra sem voru í félaginu. Fengu erldan aðila til að tryggja bíla, en síðan vildu þeir breyta þessu og vild að allir sínir félagsmenn sem voru með trynngu hjá sér fengu 10% afslátt ef allir færu til íslensks fyrirtækis, öll félög sögðu neit vegna þess að þeir voru búnir að ákveða saman að einginn af þeim mundi segja já. Þetta var talið vera verð samráð og taldist brot.
Hvað sagði dómstólinn í Tréfileurope?
Ef fyrirtæki mæta á cartel fund og færu síðan ekki eftir því sem ákveðið hefði verið á fundinum þá væri það samt samsekt því það var á staðnum og veit af aðgerðum gegn samkeppni
Hvað gerðist í Grænmetismálinu?
Það var uppskera á grænmeti á sama tíma svo félögin sömdu á milli sín hámrk sem mætti rækta svo hægt væri að selja meira.
Hvenær er upplýsinga skipti milli fyrirtækja í lagi?
Fínn viðmiðunar púnktur væri t.d. sá að upplýsingagjöf um framtíðar og nútíma áætlanir eru ekki í lagi, fortíð gæti verið það. Til að vita hvort upplýsingaskiptin séu heimil þá þarf að greina markaðinn og skoða hvernig upplýsingar er verið að deila. Á fákeppnismarkaði þarf t.d. minna til að samkeppni raskast.
Hvað gerðist í Byko Húsasmiðjan?
var talið að þessi tvö fyrirtæki hefðu verið með verðsamráð á þann hátt að þjónustuverin hefðu verið að hringja á milli á hverjum degi til að athuga verð. Var þetta gert til að sporna við Bauhaus og Múrbúðinni. Ólögmætt samráð. Samhliða var stofnað til sakamáls og fólk í þjónustuverinu ákært. Einn sakfelldur vegna tilraunar til samráðs.
Hvað gerðist í Thyssen Stahl?
Classic mál um upplýsingaskipti!
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sjálfstæði keppinauta til að taka eigin ákvarðanir um markaðsfærslu er lykilatriði í samkeppni. Krafan um sjálfstæði útilokar ekki hvers kyns samskipti milli keppinauta en hún bannar bein eða óbein samskipti, hvers markmið eða afleiðing er að skapa samkeppnisskilyrði sem eru ólík eðlilegum samkeppnisskilyrðum á viðkomandi markaði, að teknu tilliti til eðli vörunnar, stærðar og fjölda fyrirtækja á markaði og heildarstærðar hans.
Hvað eru lóðréttar samkeppnishömlur?
Lóðréttar samkeppnishömlur eru þær þegar fyrirtæki á mismunandi stigum gera samning sín á milli, td smásali og heildsali.
á 10. gr. við um lóðrétta samninga?
10gr á við um þessa samninga en á ekki við ef fyrirtækið er samþætt á nokkrum stigum, á aðeins við milli sjálfstæðra fyrirtækja. Getur samt styrkt stöðu fyrirtækisins og getur þá fallið undir 11. gr.
Hvenær koma lóðréttir samningar til skoðunar?
Þessir samningar eru algengir hjá fyrirtækjum en það þarf að skoða þá sérstaklega þegar annað fyrirtækið eða bæði eru með mikinn efnahagslegan styrk.
Dæmi ef vífilfell og Hagar gera samning sín á milli að Vífilfell selji bara hjá þeim eða haga kaupi bara hjá þeim
Er RRP ólöglegt?
Nei. En sem dæmi má nefna að ef framleiðandi geri þá kröfu um að endursöluaðilar selji vöruna a tilteknu verði, þá er það ólöglegt. RRP er samt ekki ólöglegt því það er bara leiðbeinandi
Hvað er dæmi um helstu lóðréttra samninga?
Single branding eða einkaréttarsamningar
Einkadreifisamningar
Sértæk dreifing
Sérleyfi
Greiðslur fyrir aðgengi
Takmarkanir á endursöluverði
Hvaða ályktun má draga úr Metro dóminum?
Hvaða skilyrði sértækt dreifingarkerfi þarf að uppfylla.
Um er að ræða tæknilegar flóknar vörur eða vörur með mjög stuttan líftíma.
Hvað eru helstu jákvæðu áhrifin sem koma með lóðréttum samningum?
Samkeppnishömlur í lóðréttum samningum geta verið nauðsinlegar og jákvæðar til þess að leysa ýmis vandamál í samningsgerð
Free rider - Dreifingar aðili A fær free ride eftir að B hefur fjárfest í t.d. markaðssetningu á tiltekinni vöru (einkadreifingarsamningur)
Hold up - dreifingaraðili verður að leggja í fjárfestingu áður en unnt er að hefja dreifingu á vöru. Þá kann hann að vera ófús nema að hann fái einkadreifingar/kaupa samning
Hagkvæmni stærðar í dreifingu
Geta markaðsráðandi fyrirtæki gert lóðrétta samninga?
Það fer eftir kringumstæðum en almennt ekki.