Heilinn👀🙇🏼♀️ Flashcards
Hvað sér taugakerfið um?
Skynjun, úrvinnslu og viðbrögð
Hvað gera skynjarar?
Það kviknar á þeim og þá flytja skyntaugungar skilaboð til miðtaugakerfisins
Hvað er gervieinpóla?
Skyntaugungar sem senda skilaboð upp í heila þegar maður t.d. Meiðir sig
Hvað er úrvinnsla?
Þegar skyntaugungar koma með skilaboð upp í heilann er ákveði hvort það á að bregðast við skynjuninni
Hvað er fjölpóla?
Hreyfitaugungar sem flytja skilaboð frá heila til vöðva/kirtla um sársauka
Hvaða tvö boðskiptakerfi eru í líkamanum?
Taugakerfið og innkirtlakerfið
Hver er munurinn á tauga-og innkirtlakerfinu?
Taugakerfið er hraðvirkara en áhrifin vara ekki eins lengi. Það notar taugaboð sem eru raf-og efnaboð. Innkirtlakerfið notar hormón (sem eru efnaboð)
Hvað fer fram í heilastofni?
T.d. Stjórnun á lífsnauðsinlegri líkamstarfssemi eins og öndun, hjartslætti og hitatemprun
Afhverju er heilastofn mikilvægur?
Vegna flutnings skyn-og hreyfiboða til og frá heila
Hvar er heilastofninn?
Þar sem mænan tengist heilanum
Í hvað er heilastofninum skipt?
Miðheila, brú og mænukylfu
Hvað gerir litli heili?
Hann er miðstöð upplýsinga um jafnvægi og stjórnar samhæfingu hreyfinga, kraft þeirra og lengd í tíma
Hvar er litli heili?
Aftan við heilastofn
Hvað er geymt í litla heila?
Upplýsingar um lærðar hreyfingar
Hvernig tengist litli heilinn innra eyranu?
Hann fær boð frá völundarhúsinu í innra eyranu um jafnvægi, vinnur úr þeim og sendir til annara svæða í heilanum
Hvað gerir stúkan?
Hún sér um að tengja óánægju eða ánægju við skynjunarboð frá taugum, endurvarpa taugaboðum frá nokkrum skynfærum til stóra heila og er mikilvæg varðandi svefn og vöku
Hvar er stúkan?
Ofan á heilastofninum
Hvar er undurstúkan?
Hún hangir neðan úr framanverðri stúkunni
Hvað gerir undirstúkan?
Hún stilli líkamshitann, hungri, seddu og þorsta, hefur áhrif á kynhegðun, geðshræringar og líðan. Tengir andlega líðan við tilfinningar og viðheldur hafnvægi í líkamanum
Hvar er heiladingullinn?
Hann hangir neðan ú undirstúkunni
Hverju tilheyrir aftari hluti heiladinguls?
Heilanum
Hverju tilheyrir fremri hluti heiladinguls?
Innkirtlakerfinu
Hvað fer fram í stóra heilanum?
Úrvinnslan
Úr hverju er stóri heili gerður?
Milljörðum taugunga sem eru tengdir saman með enn meiri fjölda taugateninga
Hvað kallast ystu hluti stóra heila?
Heilabörkur
Í hvað skiptist heilabörkurinn?
Tvö heilahvel sem eru tengd saman með hvelatengslum
Hvað gerir randkerfið?
Það er mikilvægt við stjórnun tilfinninga og kemur við sögu í gerð minninga
Hvað er grunnhnoð?
Kjarni í miðjum heilanum sem kemur við stjórn hreyfinga
Hverju stjórnar hægra heilahvel?
Vinstri hlið líkamans
Hverju stjornar vinstra heilahvel?
Hægri hlið líkamans
Hvað er randkerfið?
Kjarni í miðjum heilanum sem inniheldur bæði heilamöndlung og drekann
Hvað er í ennisblaði?
Æðri hugsun, dómgreind og tilfinningastjórnun
Hvað er í hvirfilblaði?
Stjórnstöð skynjunar og líkamsvitundar
Hvað er í hnakkablaði?
Sjónin
Hvað er í gagnaugablaði?
Heyrn, málskyn og það er mikilvægt til að varðveita minningar
Hvar er líkams-skynbörkur?
Fremst í hvirfilblaði
Hvar er hreyfibörkur?
Fyrir framan líkams-skynbörk
Hvaða svæði gegna stærsta hlutverki við gerð og úrvinnslu boða til og frá heilanum?
Skynbörkur og hreyfibörkur