Heilinn👀🙇🏼♀️ Flashcards
Hvað sér taugakerfið um?
Skynjun, úrvinnslu og viðbrögð
Hvað gera skynjarar?
Það kviknar á þeim og þá flytja skyntaugungar skilaboð til miðtaugakerfisins
Hvað er gervieinpóla?
Skyntaugungar sem senda skilaboð upp í heila þegar maður t.d. Meiðir sig
Hvað er úrvinnsla?
Þegar skyntaugungar koma með skilaboð upp í heilann er ákveði hvort það á að bregðast við skynjuninni
Hvað er fjölpóla?
Hreyfitaugungar sem flytja skilaboð frá heila til vöðva/kirtla um sársauka
Hvaða tvö boðskiptakerfi eru í líkamanum?
Taugakerfið og innkirtlakerfið
Hver er munurinn á tauga-og innkirtlakerfinu?
Taugakerfið er hraðvirkara en áhrifin vara ekki eins lengi. Það notar taugaboð sem eru raf-og efnaboð. Innkirtlakerfið notar hormón (sem eru efnaboð)
Hvað fer fram í heilastofni?
T.d. Stjórnun á lífsnauðsinlegri líkamstarfssemi eins og öndun, hjartslætti og hitatemprun
Afhverju er heilastofn mikilvægur?
Vegna flutnings skyn-og hreyfiboða til og frá heila
Hvar er heilastofninn?
Þar sem mænan tengist heilanum
Í hvað er heilastofninum skipt?
Miðheila, brú og mænukylfu
Hvað gerir litli heili?
Hann er miðstöð upplýsinga um jafnvægi og stjórnar samhæfingu hreyfinga, kraft þeirra og lengd í tíma
Hvar er litli heili?
Aftan við heilastofn
Hvað er geymt í litla heila?
Upplýsingar um lærðar hreyfingar
Hvernig tengist litli heilinn innra eyranu?
Hann fær boð frá völundarhúsinu í innra eyranu um jafnvægi, vinnur úr þeim og sendir til annara svæða í heilanum