Vöxtur og þroski Flashcards
Skv. Piaget er æfingaleikur (practice play) þegar börn nota tákn fyrir aðra hluti eins og að láta banana vera síma og tala í hann.
> rétt eða rangt
- Rangt
Þetta er dæmi um táknrænan leik
Skv. Mead þá stuðlar hlutverkaleikur að því að barnið læri að þekkja sjálfan sig, hlutverk sitt og stöðu.
> rétt eða rangt
- Rétt
Merkið við þau atriði sem sértsaklega einkenna ímyndunarleiki (imaginative play) barna.
a) Börn eru í eltingaleik
b) Allt er rétt
c) Leiðtogi greinir frá reglum leiksins
d) Börn fylgjast með því hvernig önnur börn leika sér
e) Börn lifa sig inn í annan heim og sýna athafnir sem honum tengist.
e) Börn lifa sig inn í annan heim og sýna athafnir sem honum tengist.
Börn eldri en tveggja ára eru upptekin af sjálfum sér og einkennir það leik þeirra
> rétt eða rangt
- Rangt
Þetta gildir um börn yngri en tveggja ára.
Oft er talað um þrískiptingu tungumálsins eða grunnstoðir málþroskans. Hverjar eru þær?
a) Innihald, framburður og notkun
b) Innihald, mál og notkun
c) Form, framburður og skilningur
d) Form, tjáskipti og tal
e) Notkun, form og innihald
e) Notkun, form og innihald
Hvað á EKKI við um málþroskaröskun?
a) Erfiðleikar með að tileinka sér orðaforða
b) Erfiðleikar með setningauppbyggingu
c) Börn með málþroskaröskun eiga oft í erfiðleikum með lestur
c) Málnotkun
d) Erfiðleikar með málfræði
e) Börn með slakan málskilning eru yfirleitt með betri lesskilning
e) Börn með slakan málskilning eru yfirleitt með betri lesskilning
Gunna er tæplega 4 ára og segir við mömmu sína ,, ég leikaði mér,, þetta er dæmi um ?
a) Alhæfing á beygingu sterkra sagna
b) Barn sem er með slakan málþroska
c) Þágufallssýki
d) Alhæfingu á beygingu veikra sagna
d) Alhæfingu á beygingu veikra sagna
Hver taldi greind og hugsun vera eins og hvert annað líffærakerfi þar sem hlutverk greindarinnar væri að laga einstaklinginn að umhverfi sínu með því að melta reynsluna?
a) Jean Piaget
b) Sigmund Freud
c) Howard Gardner
d) Erik Erikson
a) Jean Piaget
Þú ert að fara að gera Finnström þroskamat á nýbura. Hvert af eftirfarandi fullyrðingum um líkamlegan þroska eru þættir sem þú myndir skoða með Finnström þroskamati?
a) Húðrákir á iljum, húðæðar og stærð kynfæra
b) Brjóstkirtilsstærð, fósturfitu og neglur á tám
c) Eyrnabrjósk, húðrákir á iljum og húðæðar
d) Allir svarmöguleikar eru réttir
e) Hár á höfði, fósturfitu og neglur á fingrum
c) Eyrnabrjósk, húðrákir á iljum og húðæðar
Hver eftirfarandi fullyrðingum er ekki rétt um viðbrögð (reflexa) nýbura
a) Moro viðbragð nær eingöngu til efri hluta líkama
b) Enginn svarmöguleiki er réttur
c) Viðbrögð nýbura eru undir stjórn taugasvæðisins undir heilaberki.
d) Viðbrögð nýbura er ósjálfráð hreyfing
e) Öll viðbrögð nýbura hverfa að jafnaði innan eins árs.
c) Viðbrögð nýbura eru undir stjórn taugasvæðisins undir heilaberki.
Í hvaða tvo þætti skiptast skemu, sem skipa stóran sess í kenningum Piaget?
a) Samlögun og Aðhæfing
b) Forstig rökhugunsar og skynhreyfistig
c) Aðlögun og Samhæfing
d) Varanleiki hluta og viðbragðþrep
e) Enginn svarmöguleiki er réttur
a) samlögun og aðhæfing
Á hvaða stigi hefur rökhugsun náð fullum þroska og barn nær að hugsa útfrá abstract hugtökum og forsendum, skv. Piaget?
Formleg rökhugsun
Hver af eftirfarandi fullyrðingum um einkennandi þætti þroska mannsins er EKKI rétt?
a) Þroska er hægt að skýra út frá mörgum fræðigreinum
b) Enginn svarmöguleiki er réttur
c) Þroski tengist menningu
d) Þroski er línulegt fyrirbæri
e) Þroski getur verið í mörgu samhengi
d) Þroski er línulegt fyrirbæri
Hvað er scaffolding í kenningu Vytgosky?
Að veita barni þann stuðning sem þarf til að leysa af hendi verkefni sem það geti ekki óstutt.
Hver af eftirfarandi fullyrðingum um sálfélagslegan þroska er ekki rétt?
a) Enginn svar möguleiki er réttur
b) Skv. kenningu Freud skipta fyrstu 2-3 árin sköpum fyrir mótun persónuleikan og sálfélagslegs þroska
c) Skv. kenningu Erikson hefur fjölskylda, menning og umhverfi lítil sem engin áhrif á sálfélagslegan þroska
d) Í gegnum samhæfingu (synchrony) lærir barn að lesa í tilfinningar annarra
e) Skv. atferlisstefnunni mótast hegðun barna í gegnum herminám.
c) Skv. kenningu Erikson hefur fjölskylda, menning og umhverfi lítil sem engin áhrif á sálfélagslegan þroska.
Eftirfarandi fullyrðingar lýsa almennt góðum siðferðisþroska NEMA ein þeirra, merkið við hana.
a) Kunna að greina rétt frá röngu
b) Geta tekið afstöðu til siðferðislegra álitamála
c) Samsama sig félagslegu kerfi þar sem allir bera ábyrgð
d) Geta tileinkað sér góð gildi samfélagsins
e) Standa á sama um aðra
f) Allir svarmöguleikar eru réttir
e) standa sama um aðra
Hver af eftirfarandi fullyrðingum um siðferðisþroskakenningu Kohlberg er rétt?
„Í upphafi siðferðisþroska er einstaklingurinn…“ (fyrsta skeiðið)
a) … fær um að setja sig í spor annarra
b) Allir svarmöguleikar eru réttir
c) … einkum upptekinn af sjálfum sér
d) … andvígur því að fylgja reglum
e) … tillitsamur við aðra
c) .. einkum upptekinn af sjálfum sér
Hvað er stórfjölskylda? Merktu við þá skilgreiningu sem er réttust.
a) Fjölskylda sem er með a.m.k. 6 börn í heimili
b) Enginn svarmöguleiki er réttur
c) Fjölskylda sem er með að lágmarki 5 í heimili
d) Fjölskylda sem samanstendur af móður, föður og barni
e) Fjölskylda þar sem a.m.k. 3 kynslóðir búa saman
e) Fjölskylda þar sem a.m.k. 3 kynslóðir búa saman
Foreldraskyldur eru bundnar í barnalögum. Þar kemur fram að foreldrum ber að annast barn sitt. Hvað af eftirfarandi lýsir EKKI foreldraskyldum skv. 28.gr. laganna?
a) Foreldrum ber að sjá til þess að barn fái lögmæta fræðslu
b) Foreldrum ber að sýna barninu umhyggju og hlýju
c) Allir svarmöguleikar eru réttir
d) Foreldrum ber að sjá til þess að barn hafi húsaskjól
e) Foreldrum ber að vernda barnið sitt
d) Forledrum ber að sjá til þess að barn hafi húsaskjól
Hvað af eftirfarandi fullyrðingum skýrir best út hugtakið varðveisla (conservation)?
a) Skilningur á að þó ásynd hluta breytist þá breytist ekki magn þeirra
b) Einblínt er á einhvern einn útlitseiginleika hlutar
c) Skilningur á að hlutir séu óafturkræfir
d) Skilningur á að margbundnir eiginleikar breytist
a) Skilningur á að þó ásynd hluta breytist þá breytist ekki magn þeirra
Hvert af eftirfarandi fullyrðingum lýsir best öruggum tengslum (attachment) hjá barni skv. rannsóknum Mary Ainsworth?
a) Barnið bregst ekki við foreldri þegar það kemur
b) Allir svarmöguleikar eru réttir
c) Barnið á gott með að skoða umhverfi sitt
d) Barnið tekur ekki eftir því þegar foreldri þess fer
e) Barnið neitar að fara frá umönnunaraðila
c) Barnið á gott með að skoða umhverfi sitt
Að hvaða leyti eru eftirlátir foreldrar ólíkir leiðandi foreldrum? Hver af þessum fullyrðingu lýsir því best?
a) Hvernig þeir setja barninu mörk
b) Hvernig barnið fær að tjá sig
c) Hvernig þeir taka í hugmyndir barnsins
d) Allir svarmöguleikar eru réttir
e) Hvernig þeir sýna barninu hlýju
a) Hvernig þeir setja barninu mörk
Skv. rannsókn Diana Baumrind komu fram 4 einkennandi þættir í uppeldi foreldra. Hvert af eftirfarandi atriðum er EKKI eitt þeirra?
a) Tjáskipti og leiðbeiningar
b) Þroskakröfur og tjáskipti
c) Hlýja og þroskakröfur
d) Agi og hlýja
e) Allir svarmöguleikar eru réttir
a) Tjáskipti og leiðbeiningar
- tjáskipti er partur af þessu en ekki leiðbeiningar!
Hvaða kenning/stefna gengur út frá því að þroski einstaklingsins byggi á innri hvötum og ástæðum?
Sálgreining
Hver af eftirfarandi fullyrðingum um sálfélagslega kenningu Erikson er EKKI rétt?
a) Á aldrinum 1-3 ára vinda börn sér í ýmis verkefni og upplifa sektarkennd þegar þeim mistekst eða mæta gagnrýni
b) Ungbörn þurfa að þróa með sér traust gagnvart umönnunaraðila
c) Kenningin nær yfir allt æviskeiðið
d) Sá einstaklingur á erfitt með að mynda náin tengsl við aðra ef togstreitan milli tausts og vantrausts leysist ekki farsællega.
e) Kenningar Freud og Erikson eru báðar í anda sálgreiningar
f) Á skólaaldri eru börn að fást við togstreituna milli framkvæmdargleði og vanmáttakenndar.
a) Á aldrinum 1-3 ára vinda börn sér í ýmis verkefni og upplifa sektarkennd þegar þeim mistekst eða mæta gagnrýni
Hvað af eftirfarandi á EKKI við um „social clock“
a) Er ólík milli menningarheima
b) Tímaáætlun byggð á félagslegum normum
c) Enginn svarmöguleiki er réttur
d) Er stigbundin
e) Hugmyndir um að hvað sé viðeigandi hegðun sé mismunandi eftir lífsskeiðum
d) Er stigbundinn
- Félagslegur vísir (social referencing) á við um..
a) Þegar foreldrar leita vísbendinga frá öðrum um æskilegar uppeldisaðferðir
b) Enginn svarmöguleiki er réttur
c) Þegar barn leitar vísbendinga frá öðrum um það hvernig eigi að bregðast við ótvíræðum atburðum eða ókunnugum aðstæðum
d) Þau viðhorf sem eru ríkjandi í samfélaginu hverju sinni til líkamlegra refsinga í uppeldi
e) Þegar börn læra að setja sig í spor annarra
c)Þegar barn leitar vísbendinga frá öðrum um það hvernig eigi að bregðast við ótvíræðum atburðum eða ókunnugum aðstæðum
Á grunnskólaárum felst grófhreyfiþroski í því að börn:
a) Eru komin með fullkomna grófhreyfifærni í kringum 6-7 ára
b) Allir svarmöguleikar eru réttir
c) Fínstillla þær hreyfingar sem þau hafa áður náð tökum á, bæta útfærslu þeirra og tengja saman í flóknari leiki
d) Þurfa ekki mikið að æfa athafnir til að verða góð í þeim
e) Eru flest búin að finna sína íþrótt við upphaf skólagöngu og æfa hana þannig að þau sérhæfast fljótt
f) Læra stöðugt nýjar hreyfingar/athafnir
c) Fínstilla þær hreyfingar sem þau hafa áður náð tökum á, bæta útfærslu þeirra og tengja saman í flóknari leiki.
Eldri kenning um hreyfiþroska gekk út frá því að þroski MTK stýrði hreyfiþroska. Út frá henni var lögð áhersla á að meta ungbarnaviðbrögð (reflexa). Skv. samtímakenningum:
Gefa ungbarnaviðbrögð ákveðnar upplýsingar um MTK eftir styrkleika þeirra.
Merkið við þá fullyrðingu um hreyfiþroska sem EKKI er rétt skv kenningu kvikra kerfa:
a) Hreyfiþroski á sér stað alla ævi
b) Breyting á hreyfiþroska á sér stað á tímabilum stöðugleika
c) Umhverfið hefur áhrif á hreyfiþroska barna
d) Grófhreyfingar reyna á stærri vöðva líkamans
e) Allir svarmöguleikar eru réttir
b) Breyting á hreyfiþroska á sér stað á tímabilum stöðugleikra
Hvað er rangt um barn sem er nálægt 9 mánaða aldri?
Er ánægt að liggja á bakinu
(Það vill ekki liggja á bakinu!)
Þegar börn byrja að ganga óstudd…
a) Missa þau tímabundið niður getuna til að velta sér
b) Hafa þau innri áhugahvöt til að ná tökum á göngunni og standa upp aftur þegar þau detta
c) Allir svarmöguleikar eru réttir
d) Þarf að hvetja þau stöðugt til að standa upp og ganga
e) Hvatning frá umhverfinu truflar innri áhugahvöt
f) Eru þau búin að ná góðum tökum á skriði á 4 fótum og þar með tilbúin í næsta stig hreyfiþroskans sem er ganga
b) Hafa þau innri áhugahvöt til að ná tökum á göngunni og standa upp aftur þegar þau detta.