Ónæmis Flashcards
Hvert er hlutverk ónæmiskerfisins?
Líffæri, frumur og sameindir hafa það hlutverk að viðhalda innra jafnvægi líkamans með því að verjast og útrýma sýklum.
Hvað er náttúrulegt, ósérhæft ónæmi?
Átfrumur og ýmsar virkar sameindir sem vinna á fjölda sýkla.
Hvað er áunnið, sértækt ónæmi?
- Sértækar varnir gegn ákveðnum sýklum.
- Ónæmissvör gegn framandi sameindum.
- Ónæmisminni; öflugt og skjótt svar gegn sama sýkli síðar.
- Eitilfrumur
Hvað eru Eitil frumur?
B og T frumur
- B frumur mynda sértæk ónæmi
- T frumur snerting við aðrar frumur, mynda boðefni.
Hverjir þekkja sýkingu?
- Ósértæka ónæmiskerfið = Hvít blóðkorn
- Sértæka ónæmiskerfið = Eitilfrumur
Hverjir ráðast á sýkil?
- Komplimentkerfið aðallega
- Mótefni
- Eitilfrumur/hvít blóðkorn
Frumur ónæmiskerfisins
- Langlífar : Mónócytar, Makrófagar, Angafrumur, Mast frumur.
- Skammlífar : Granúlócytar, Neutrofílar, Eosínfílar, Basófílar.
B frumur
- Greina ónæmisvaka í lausn.
- Mynda mótefni
- Þurfa T frumuhjálp til að mynda mótefni
- B frumur myndast í beinmerg íog þroskast út alla ævina
T frumur
- Greina ónæmisvaka á yfirborði frumu og fá boð frá þeirri frumu.
- T frumur myndast í beinmerg og þroskast í thymus aðallega á yngri árum.
Hvað er 1°eitilvefur?
Beinmergur: myndun hvítfrumna
Thymus: þroskun T- eitilfrumna
Hvað er 2° eitilvefur?
Starfsstöðvar eitilfrumna: sía vessa
- Lymph nodes: eitlar, sía sogæðavökva
- Tonsils: hálskirtlar
- Adeonids: nefkirtlar
- Payers patches: eitilfákar, eitilvefur slímhúðar
- Spleen: milt, síar blóð.
Hvað er eitill?
- Eitill er starfstöð eitilfrumna.
- Aðlæg vessagöng liggja að honum og með sogæðunum berst þangað vökvi líkamanns.
- Ef ónæmisvaki berst til eitils þá eru þar kjöraðstæður fyrir eitilfrumur að þekkja ónæmisvaka.
- Eitilfruman stoppar þá í eitlinum, býr til starfsfrumur = frumur með sömu sérhæfingu og býr til minnisfrumur og fjölga sér áður en þær yfirgefa eitilinn um frálæg eitlagöng og berast um allan líkamann og berjast við ónæmisvaldinn.
- Sýklar og önnur aðskotadýr berast með vessum inní eitla.
Hvað gerir miltað?
- Miltað er eins og stór eitill sem síar blóð en EKKI millifrumuvökva
- Miltað gegnir mikilvægu hlutverki í myndun ónæmissvars gegn sýklum og sameindum sem berast í blóð.
Eitilfrumur hringsóla um líkamann og gera hvað?
- Eitilfrumur hringsóla milli eitilvefja og annara vefja með vessum og blóði.
- Þegar sýking verður í vef berast sýklasameindir með vessum til nærliggjandi eitla, þar geta eitilfrumur greint þær og myndað ónæmissvar.
- Sýkingin veldur bólgu og auknu blóðflæði á sýkingarsvæðinu, sem auðveldar íferð hvítfrumna og virkra sameinda til að útrýma sýklinum.
Náttúrulegt ónæmi
- Óháð mótefnavaka (Ag)
- Enginn biðtími
- Ekki sértækt fyrir Ag
- Ekkert ónæmisminni
Áunnið ónæmi
- Háð mótefnavaka (Ag)
- Biðtími
- Sértækt fyrir Ag
- Ónæmisminni
Hvað er phagocytosis?
- Át og dráp
- Starf átfrumna
- Átfrumur gegna lykilhlutverki í ósérhæfðum vörnum.
Átfrumur
- Tengjast bakteríum með pseudopidia.
- Gleypa í sig bakteríur og loka inni í átbólu.
- Átbóla og meltikorn renna saman og mynda melti bólu.
- Meltiensím brjóta niður bakteríurnar.
- Átfruman losar úrgangsefni.
Hver eru 3 megin áhrif bólgu?
- Draga að fleiri frumur og virkar sameindir á sýkingarstað til að drepa sýkilinn (útvíkkun æða og aukið gegndræpi).
- Mind staðbundna kekkjun í blóði sem hindrar að sýkilinn dreifi sér með blóðrásinni.
- Ýta undir viðgerð á skemmdum vef.
Æðar á bólgusvæði taka 4 megin breytingum, hvaða?
- Æðarnar víkka sem leiðir til aukins blóðflæði = hiti og roði.
- Æðaþelsfrumur tjá viðloðunarsameindir = íferð neutrophila, monocyta og angafrumna, eitilfrumna.
- Æðarnar verða gegndræpari til að auðvelda flutning próteina og ónæmisfrumna inn í vefinn = bólga og sársauki.
- Blóð storknar í smáæðum til að koma í veg fyrir að sýkilinn geti dreift sér með blóðrásinni.
Hvað er C5a og C3a?
Þetta eru þættir kompliment kerfisins sem virka sem efnatogarar. Þeir eru mikilvægir í myndun bólgusvars og veldur æðaleka og ræsir tjáningu viðloðunarsameinda á æðaþeli.
Kompliment kerfið
- Er fyrsta vörn gegn sýklum, mælt CPR hjá sjúklingum til að greina sýkingu.
- Þrjár leiðir til ræsingar kompliment kerfisins:
– Klassíski ferilinn
– Styttri ferillinn
– Lektín ferillinn
Klassíski ferillinn
Ræsist af mótefnum
Styttri ferillinn
- Ræsist af yfirborðun sumra sýkla
- Ræsist af IgA mótefnum í hárri þéttni.
Þegar Kompliment kerfið ræsist gerir það hvað?
- myndar C3 klippara
- C3b, C3a og C35- C39.
Hvað er C3b?
- Er hluti kompliment kerfisins sem sér um áthúðun.
- Þetta ferli smyr sýkilinn og gerir hann girnilegri svo átfruman hafi lyst á honum.
- C3b örvar þar með átfrumuvirkni og flytur einning mótefnafléttur til eyðingar í lifur.
Hvað er C3a?
-myndar bólgu
-aukið gegndræpi
-vefjaskemmd
Hvað er C35 - C39?
- veldur frumurofi
- þeir tengjast sýklum og valda því að göt myndist í frumuhimnu sýkils.
- þetta leiðir til stýrðs frumudauða.
Hvað er Opsonization?
- Áthúðun
- Smjörið sem smurt er á sýkilinn svo að átfruman hafi lyst á honum.
- C3b og kompliment kerfið er opsonin.
- Opsónín hjúpa bakteríur svo að átfrumur geti bundist þeim með viðtökum fyrir halahluta mótefna og fyrir komplimentþætti.
Hvað eru IL-1, IL-6 og TNF?
-Þetta eru helstu bólguhvetjandi boðefnin.
- Þau eru framleidd af ræstum átfrumum (makrófögum) og angafrumum á bólgusvæði og eru mikilvæg í bráðasvari.
IL-1
- virkjar æðaþel og virkjar eitilfrumur
- hiti og framleiðsla á IL- 6.
IL-6
- virkjar eitilfrumur og eykur mótefna framleiðslu.
- hiti og örvar bráðafasa prótein framleiðslu.
TNF -a (alfa)
- gott í staðbundinni sýkingu en hættulegt í útbreyddri sýkingu (veldur þá losti).
- virkjar æðaþel og eykur gegndræpi æða, eykur innkomu IgG kompliments og eykur vökvaflæði til eitla.
- hiti og virkjun umbrotsefna.
Hvað eru IFN- a og IFN- b?
(Léttara svar = Þessi efni koma við sögu í drápi á innanfrumu veirum og sýklum. Gegna mikilvægu hlutverki í sérhæfðu ónæmissvari.)
IFN- a og IFN-b gegna mikilvægu hlutverki við að ráða niðurlögum veirusýkingar og hafa 3 megin hlutverk.
- Í fyrsta lagi þá virkja þau gen í ósýktum frumum sem leiða til eyðileggingar á mRNA og koma þannig í veg fyrir að veiran geti nýtt sér umritunarkerfi hýsilfrumunnar.
- Þau auka MHC class I tjáningu í flestum frumum líkamans og verja þær þannig gegn NK frumum en NK frumur drepa frumur sem tjá óeðlilega lítið eða ekkert MHCI á yfirborði sínu. MHCI sameindin er í sérhæfða ónæmiskerfinu en T-drápsfrumur þekkja veiruantigen sem sýnt er í MHCI og drepa þær frumur sem hafa það á yfirborði sínu.
Einnig geta þau aukið tjáningu MHC1 í veirusýktum DC frumum og makrófögum og þannig stuðlaða að drápi þeirra af völdum T-drápsfrumna. - Í þriðja lagi virkja þau NK frumur sem eru mikilvægar í að halda veirusýkingu í skefjum fyrstu dagana eða þangað til sérhæft ónæmissvar hefur náð að myndast.
Hvað er IFN- y?
- gegnir mikilvægu hlutverki í sérhæfðu ónæmissvari gegn innanfrumusýklum og hefur áhrif á í hvaða átt T- frumur þroskast.
Hvað gera NK- frumur?
Þær þekkja mótefnavaka (antigen) á yfirborði sýktra frumna og eru fyrsta vörn gegn ýmsum veirusýkingum á meðan verið er að ræsa áunna svarið.
- Eru myndaðar í beinmerg frá eitilfrumustofnfrumum og hringsóla í blóðrásinni.
- Hafa ekki eitilfrumuviðtaka og eru því ósértækar.
- Eru stærri en T og B frumur og hafa innanfrumukorn.
- Ræsast snemma í sýkingu vegna boðefna sem makrófagar seyta, t.d TNF a, IL-12 og IL- 18.
- Seyta miklu magni af IFN-y og drepa á svipaðan hátt og T- drápsfrumur.
Sérhæfða Ónæmiskerfið
- Vessabundið ónæmi
- Þar eru B frumur sem ráðast gegn ónæmisvökum.
- Þær þekkja ónæmisvaka og verða að sýnifrumum.
- Th2 fruman þekkir svo sýnifrumuna og segir B frumunni að mynda mótefni. B fruman myndar þá plasma frumu sem framleiðir mótefni og minnisfrumu sem man eftir ónæmisvakanum. Þetta er mikilvæg vörn gegn utanfrumusýklum. Mótefnið berst um líkamann og virkjar átfrumur og Komplímentkerfið auk annarra ósérhæfðra varna.
Sérhæfða Ónæmiskerfið
- Frumubundið ónæmi
- T frumur greina framandi ónæmisvaka á yfirborði annarra frumna.
- Mikilvæg vörn gegn innanfrumusýklum, s.s. veirum, mycobakteríum og sníklum.
- T- frumur miðla virkni sinni með skammlífum boðefnum.
Viðtakar B-frumna
= BcR
- B frumuviðtakinn greinir fjölbreytta þrívíddarstrúktúra á yfirborði sameindar, fjölsykra, prótein, lípíð, kjarnsýru og jafnvel smáar sameinda.
- Er himnubundið mótefni
- Hefur undirflokka = IgM, IgG, IgA og IgE.
- Hefur 2 bindisvæði
Viðtakar T- frumna
= TcR
- T frumuviðtakinn greinir línulega peptíðbúta (8-17 aminosýrur) sem sitja í MHC sameindum.
- Er alltaf himnubundið mótefni og er aldrei seytt
- Hefur 1 bindisvæði
T- hjálparfrumur
= Th og CD4+
- Greina peptíð í MHC II
- Hjálpa B frumum til mótefnamyndunar.
- Örva makrófaga til að vinna á innanfrumusýklum
- Örva aðrar T frumur.
T- drápsfrumur
= Tc og CD8+
- Greina peptíð af MHC I
- Drepa veirusýktar frumur.
- Drepa krabbameinsfrumur.
Hvað er clonal selection?
- Það ferli þar sem eitilfrumur sérhæfast.
- Það að hver eitilfruma er gerð til að þekkja einungis einn ónæmisvaka.
- Þetta gerist í þroskun eitilfrumunnar og raðast genabútar eitilfrumunnar mismunandi upp. Eitilfrumum sem þekkja eigin sameindir er eytt í fyrstu stigum þroskunar. Eitilfrumur sem þekkja ónæmisvaka geta bundist honum og virkjast.
- Þegar hún virkjast þá fjölgar hún sér og býr til starfsfrumur með sömu sérhæfingu og hún.
Hvað er clonal delition?
- Þegar eitilfrumum sem þekkja eigin sameindir er eytt í fyrstu stigum þroskunar, þetta er gert svo eitilfrumurnar fari ekki að ráðast á heilbrigðar sameindir líkamans.
Bygging mótefna
- Fjórar keðjur; 2 þungar og 2 léttar.
- Tengdar saman með dísúlfíð tengjum.
- Fremri endar þungu og léttari keðjunnar mynda breytilegan hluta, en það er bindisetið fyrir mótefnavaka.
–Þunga = VH og CH
–Létta = VL og CL - Halinn er eins á öllum mótefnum= Fc
Hvernig vinna mótefni gegn sýkingum?
- Mótefni virkja sum komplimentkerfið (IgM, IgG)
- Sum mótefni valda hlutleysingu eiturefna (IgA og IgG)
- Sum valda áthúðun ( IgG)
Hverjir eru undiflokkar mótefna?
- IgA, IgM, IgD, IgE, IgG
- ákvarðast af gerð þungu keðjunnar.
IgM
Bygging: fimmgild sameind
- Myndast fyrst í ónæmissvari
- Er aðallega í blóði
- Ræsir kompliment kerfið
IgD
Bygging: Eingilt, halahluti
- er á yfirborði B frumna
IgG
Bygging: Eingilt
- Er mest í blóði en líka í vefjum
- Flyst yfir fylgju frá móður til fósturs
- Ræsir kompliment kerfið
IgA
Bygging:
í sermi= eingilt
í seyti= tvígilt
- Slímhúðarmótefni
- Hlutleysir eitur og sýkla
- Flyst með móðurmjólk frá móður til barns
IgE
Bygging: eingilt
- Ónæmismótefni
- Finnst í mjög litlu magni í blóði
Frumusvar ( 1°response)
- er það svar sem líkaminn gerir í fyrsta skipti sem einhver ákveðinn sýkill kemur inn.
- frumusvarið er hægt og lítið og aðallega myndast IgM
- Minnisfrumur koma ekki við sögu í svari en þær myndast.
Endursvar ( 2°response)
- er svar líkamans við sýkli sem hann hefur fengið í sig áður.
- minnisfrumur muna eftir honum og því er svarið fljótt og öflugt.
- IgM breytist í IgA, IgG, IgE
- flier minnisfrumur myndast
Hvað eru sýnifrumur?
Þrenns konar sýnifrumur geta virkjað T frumur
- Angafrumur
- Makrófagar
- B frumur
- Þær taka inn ónæmisvaka með phagocytosis og setja peptíðbút úr ónæmisvakanum í MHC II hjá sér. Þá eru þær orðnar sýnifrumur og eru að sýna Th frumum sýktu frumurnar. Þessar frumur sýna sig til að T fruman virkjist.
Hvað er MHC sameind?
- MHC I er á öllum frumum með kjarna.
- MHC II er á sýnifrumum
- MHC sameindir binda peptíð og sýna T frumunum.
- T frumuviðtakinn greinir peptíð í MHC.
Innanfrumusýklar
- Sumir innanfrumusýklar geta fjölgað sér bæði innan í frumu og utan hennar t.d berklabakterían.
- Sumir geta bara fjölgað sér inni í umfrymi fruma, t.d veirur.
- Innanfrumusýklar verða að fjölga sér inn í frumum og sýkja aðrar frumur
CD4 vs CD8
- T frumur sérhæfast í nokkrar gerðir af verkfrumum
= CD8+ > Drápsfrumur
= CD4 > Hjálparfrumur ( Th1, Th2, Th17, Tfh)
Á sama tíma og verkfrumur myndast, myndast minnisfrumur.
- Þegar óreynd T fruma hittir vaka: MHC og ræsist í fyrsta sinn er það kallað næming.
Ræsing T frumna
- ræsing T frumna fer fram í eitilvef, ekki á sýkingarstað.
-Þangað koma angafrumur frá sýktum vef og sýna sýklavaka.
- Þangað koma sýklar og sýklapartar.
- Þangað koma óreyndar T frumur úr blóði.
Frumubundið óæmi
- Í flestum sýkingum dugir ósértæka ónæmiskerfið ekki til þess að ráða við sýkinguna.
- Heldur henni í skefjum og ræsir sértaka ónæmiskerfið.
- Er aðal vörn okkar gegn innanfrumusýklum/ sníkjudýrum.
- Þegar T fruma hittir vaka sinn> ræsist hún> fjölga sér> klónvöxtur> sérhæfast og verða að verkfrumum.
Verkfrumur vinna sitt verk þegar þær hitta markfrumu sem sýnir vakann sem þær þekkja.
Signal 1
- T fruman binst í gegnum TcR og CD4 við MHC: peptíð komplex
Signal 2
- T fruman binst í gegnum CD28 við CD80/CD86 hjálparviðtaka
Signal 3
- T fruman bindur ýmis boðefni sem sýnifruman og nálægar frumur seyta og ræður það mestu um sérhæfingu frumunnar.
Th1 hjálparfrumur
- seyta IFN-y
- Eru mikilvægar í að hjálpa makrófögum að eyða sýklum sem geta fjölgað sér inni á frumunni, t.d veirur, sníkjudýr og innanfrumubakteríur.
Th2 hjálparfrumur
- seyta IL-4 og IL- 5
- Eru mikilvægar í vörnum gegn sníklum.
Th17 hjálparfrumur
- seyta IL-17 og IL- 22
- Mikilvægar gegn utanfrumusýklum og sveppum.
TFH frumur
- hjálpa B frumum að mynda mótefni
- seyta boðefnum sem einkenna bæði Th1, Th2 og Th17 frumur og eru líklega þær frumur sem hjálpa mest við flokkaskiptin.
T bælifrumur (treg)
- seyta TGF- b og IL-10
- bæla ónæmissvör
- skiptast í náttúrulegar (nTreg) eða týmus ættaðar (tTreg) og eru sértækar fyrir sjálfspróteini.
Antagonist
- hlutleysir viðtaka og kemur þannig í veg fyrir boð í gegnum viðtaka.
- getur leitt til að fruman geti ekki dregist á bólgusvæði í gegnum viðtaka.
Agonist
- virkjun boða í gegnum viðtaka
- getur t.d valdið frumudauða eða aukinni virkni frumunar.
Jákvætt val á T frumum
- það þarf að kenna T frumum að vera MHC skilyrtar
Neikvætt val á T frumum
- það þarf að kenna þeim að þekkja EKKI sjálfsvaka.
Utanfrumusýklar
- fjölga sér á staðnum og ferðast með vessaæðum og síðan blóðæðum og þannig breiðist sýkingin út.
Angafrumur
- tvær gerðir; hefðbundnar og plasmacytoid
- hefðbundnar: sjá um ræsingu T frumna
- plasmacytoid: framleiða mikið af IFN 1 og eru mikilvæg vörn gegn veirusýkingum.
Hvaða boðefni virkjar angafrumur þannig að hún fari í nærliggjandi vefi?
TFN-alfa
T frumuháðir vakar
Vakinn= prótein
- T frumu háðir vakar ná að krossbinda BCR
– BCR+ vaki eru tektir upp af B frumu - B frumu sýnir T hjálparfrumu peptíð í MHC class II
–fær hjálp frá T frumunni
B fruman nær að hafa flokkaskipti og seytir IgG, IgE, IgA.
MINNISMYNDUN
T frumuóháð vakar
Vakinn= fjölsykra
- T frumuóháðir vakar ná að krossbinda marga BCR sem veitir nægilegt aukaboð
– Þurfa ekki hjálp frá T frumum
– BCR vaki eru ekki teknir upp.
B fruman nær ekki að hafa flokkaskipti og sérhæfist yfir í mótefnaseytandi plasma frumu sem seytir IgM.
EKKI MINNISMYNDUN
Frumsvörun mótefna
- Óreyndar B frumur svara fyrst IgM og IgG mótefni síðar á degi 5-10
Endursvörun mótefna
- Minnissvar, minnisfrumur svara hraðar á degi 1-2 strax IgG og mikil fjölgun á sér stað sem viðhelst lengur.
Hvað er kímstöðvahvarf og hvað gerist þar?
- Þegar B frumur fá hjálp frá T frumunni þá fer af stað kímstöðvarhvarf inn í B frumusvæðinu. Þar fer fram flokkaskipting og sækni þroskun, þ.e.a.s B frumuviðtakinn er orðinn betri.
Hvernig vinna mótefni gegn sýkingum?
- Þau vinna gegn sýkingum með:
hlutleysingu
áthúðun
virkjun komplimentkerfisins - Einnig mótefnaháð dráp og ræsing mastfrumna, esinophila í sníkjudýrasýkingum.
Hvað er hlutleysing?
- Mótefni geta bundist við eitur sem bakteríur seyta eða jafnvel bundist við heilar bakteríur og veirur og þannig komið í veg fyrir að eitrin eða heilir sýklar geta bundist við yfirborð hýsilfrumna og þannig sýkt þær.
Hvaða mótefni eru hlutleysandi?
IgG og IgA
Hvaða mótefni húða sýkla? (áthúðun)
IgG
Hvaða mótefni virkja kompliment kerfið?
IgG og IgM
Hvaða mótefni eru mótefnaháð í drápi?
IgG
Hvaða mótefni ræsa mast frumur, esinophila og basophila?
IgE
Hvernig hlutleysir IgA slímhúðaryfirborð?
- IgA er aðal mótefnið sem er að finna á yfirborði slímhúðar. Þar er IgA að hlutleysa sýkla og kemur í veg fyrir að sýklarnir komast ekki í gegnum þekjuvefinn.
- Það eru mótefnaseytandi frumur beint undir þekjuvef slímhúðar sem seyta IgA sem tvíliðu, tvö mótefni fest saman, og það binst við poly- Ig viðtakann sem er á þekjuvefsfrumum.
Þannig flyst mótefnið yfir slímhúð.
Hluti af poly-Ig verður eftir á tvíliðunni og það leyfir IgA tvíliðunni að festast á yfirborði slímhúðar og verndar einnig mótefnið gegn niðurbroti.
Mismunandi Fc viðtakar
- FcyR1
- FcyR2B
- FcyR3A
- FceR1
Hvaða frumur hafa FcyR3 viðtaka?
- Nk frumur
Hvaða frumur hafa FceR1 viðtaka og hvaða mótefni binst hann?
- Mast frumur, Eosinphilar og basophilar
- binst við IgE
- tekur þátt í útrýmingu sníkjudýra.
Hvað er virk bólusetning? PS
- Örvera eða hluti hennar örvar ónæmiskerfið og vekur sértækt ónæmisminni sem kemur í veg fyrir að sýkingin valdi sjúkdómi > Minnisfrumur eru langlífar >Langtíma vernd.
Þá er sprautað ónæmisvaldi ( lifandi veikluð veira, bakteríu, fjölsykru, próteini ofl.) örvera eða hluti hennar örvar ónæmiskerfið í lífveruna. Lífveran myndar þá mótefni gegn þessum væga ónæmisvaldi og minnisfrumur myndast. Þessar minnisfrumur eru langlífar og því getur lífveran ekki smitast af sjúkdómnum seinna meir.
Hvað er passív bólusetning? PS
Þá er mótefnum sprautað í lífveru sem hefur sýkst af ónæmisvaldi. Mótefnin ráðast þá á ónæmisvaldinn og drepa hann. Þetta veldur því að lífveran sýkist ekki. Þetta er ekki langtíma vernd þar sem mótefnin brotna niður og ónæmið hverfur þá.
Kostir og gallar passívar ónæmisaðgerðar?
Kostir = strax vernd
Gallar = ekki langtíma vernd, við sprautun mótefna geta lífverur smitast af t.d HIV, lifrarbólgu, serum sickness.
Hvaða skilyrði þutfa góð bóluefni að uppfylla?
- örugg, auðveld í notkun, veita góða vernd, og langvarandi vernd, svara kostnaði, stöðug og hafa fáar aukaverkanir.
Er tending milli MMR bólusetninga og einhverfu? PS
nei
Er óþarfi að bóluetja ef sjúkdómnum hefur verið útrýmt?
Nei, allir þessir sjúkdómar eru til einhversstaðar í heiminum og ástæðan fyrir að þeir sjást ekki hjá okkur er útaf bólusetningum.
Hverjar eru afleiðingar mislinga?
- lungnabólga, heilabólga og dauði.
Hverjar eru afleiðingar hettusóttar?
- heilahimnubólga, eistabólga, briskirtlisbólgur og heyrnaleysi.
Hverjar eru afleiðingar rauðu hunda?
- fósturskemmdi hjá móður, skemmdir í heyrn, heilaskemmdir, hjartaþelsbólga og augnskemmdir.
Sjálfsónæmissjúkdómar
- sérhæfða ónæmiskefið ræðst á okkar eigin vefi líkt og þeir séu framandi.
- krónískt ónæmissvar þar sem ónæmisvakanum er ekki útrýmt.
Hvaða leiðir eru fyrir ónæmisfrumur til þess að læra að aðgreina sjálfssameinda og framandi sameinda?
Það eru til 3 leiðir sem hindra myndun sjálfsónæmis
- miðlægt þol
- útvefja þol
- bælifrumur/stýrifrumur
Miðlægt þol T frumna
Þegar T frumur eru að þroskast þá fara þær í gegnum miðlægt þol í thymus. Það er mikill fjöldi sjálfsvaka tjáður í thymus þannig þroskaðar T frumur bindast sjálfssameindum í thymus þá er þeim eytt eða þær óvirkjaðar.
Útvefjaþol T frumna
Eitilfrumurnar fara í gegnum útvefjaþol ef þær þekkja sjálfsvaka en með svo veikri bindingu að þeim var ekki eytt í þroskaferlinu. Bindingin er líka of veik til að ræsa þær í vef. En mikið magn af sjállfsvaka í útvef stuðlar að þolmyndun.
Hvað er anergy?
Þegar sjálfsvaki er sýndur (MHC: TCR) ekkert signal 2
Hvað er bæling?
Þegar nTreg bæla virkjun T frumna sem þekkja sjálfsvaka.
Hvað er eyðing?
Þegar T fruma sem þekkir sjálfsvaka er ýtt í stýrðan frumudauða.