Ónæmis Flashcards
Hvert er hlutverk ónæmiskerfisins?
Líffæri, frumur og sameindir hafa það hlutverk að viðhalda innra jafnvægi líkamans með því að verjast og útrýma sýklum.
Hvað er náttúrulegt, ósérhæft ónæmi?
Átfrumur og ýmsar virkar sameindir sem vinna á fjölda sýkla.
Hvað er áunnið, sértækt ónæmi?
- Sértækar varnir gegn ákveðnum sýklum.
- Ónæmissvör gegn framandi sameindum.
- Ónæmisminni; öflugt og skjótt svar gegn sama sýkli síðar.
- Eitilfrumur
Hvað eru Eitil frumur?
B og T frumur
- B frumur mynda sértæk ónæmi
- T frumur snerting við aðrar frumur, mynda boðefni.
Hverjir þekkja sýkingu?
- Ósértæka ónæmiskerfið = Hvít blóðkorn
- Sértæka ónæmiskerfið = Eitilfrumur
Hverjir ráðast á sýkil?
- Komplimentkerfið aðallega
- Mótefni
- Eitilfrumur/hvít blóðkorn
Frumur ónæmiskerfisins
- Langlífar : Mónócytar, Makrófagar, Angafrumur, Mast frumur.
- Skammlífar : Granúlócytar, Neutrofílar, Eosínfílar, Basófílar.
B frumur
- Greina ónæmisvaka í lausn.
- Mynda mótefni
- Þurfa T frumuhjálp til að mynda mótefni
- B frumur myndast í beinmerg íog þroskast út alla ævina
T frumur
- Greina ónæmisvaka á yfirborði frumu og fá boð frá þeirri frumu.
- T frumur myndast í beinmerg og þroskast í thymus aðallega á yngri árum.
Hvað er 1°eitilvefur?
Beinmergur: myndun hvítfrumna
Thymus: þroskun T- eitilfrumna
Hvað er 2° eitilvefur?
Starfsstöðvar eitilfrumna: sía vessa
- Lymph nodes: eitlar, sía sogæðavökva
- Tonsils: hálskirtlar
- Adeonids: nefkirtlar
- Payers patches: eitilfákar, eitilvefur slímhúðar
- Spleen: milt, síar blóð.
Hvað er eitill?
- Eitill er starfstöð eitilfrumna.
- Aðlæg vessagöng liggja að honum og með sogæðunum berst þangað vökvi líkamanns.
- Ef ónæmisvaki berst til eitils þá eru þar kjöraðstæður fyrir eitilfrumur að þekkja ónæmisvaka.
- Eitilfruman stoppar þá í eitlinum, býr til starfsfrumur = frumur með sömu sérhæfingu og býr til minnisfrumur og fjölga sér áður en þær yfirgefa eitilinn um frálæg eitlagöng og berast um allan líkamann og berjast við ónæmisvaldinn.
- Sýklar og önnur aðskotadýr berast með vessum inní eitla.
Hvað gerir miltað?
- Miltað er eins og stór eitill sem síar blóð en EKKI millifrumuvökva
- Miltað gegnir mikilvægu hlutverki í myndun ónæmissvars gegn sýklum og sameindum sem berast í blóð.
Eitilfrumur hringsóla um líkamann og gera hvað?
- Eitilfrumur hringsóla milli eitilvefja og annara vefja með vessum og blóði.
- Þegar sýking verður í vef berast sýklasameindir með vessum til nærliggjandi eitla, þar geta eitilfrumur greint þær og myndað ónæmissvar.
- Sýkingin veldur bólgu og auknu blóðflæði á sýkingarsvæðinu, sem auðveldar íferð hvítfrumna og virkra sameinda til að útrýma sýklinum.
Náttúrulegt ónæmi
- Óháð mótefnavaka (Ag)
- Enginn biðtími
- Ekki sértækt fyrir Ag
- Ekkert ónæmisminni
Áunnið ónæmi
- Háð mótefnavaka (Ag)
- Biðtími
- Sértækt fyrir Ag
- Ónæmisminni
Hvað er phagocytosis?
- Át og dráp
- Starf átfrumna
- Átfrumur gegna lykilhlutverki í ósérhæfðum vörnum.
Átfrumur
- Tengjast bakteríum með pseudopidia.
- Gleypa í sig bakteríur og loka inni í átbólu.
- Átbóla og meltikorn renna saman og mynda melti bólu.
- Meltiensím brjóta niður bakteríurnar.
- Átfruman losar úrgangsefni.
Hver eru 3 megin áhrif bólgu?
- Draga að fleiri frumur og virkar sameindir á sýkingarstað til að drepa sýkilinn (útvíkkun æða og aukið gegndræpi).
- Mind staðbundna kekkjun í blóði sem hindrar að sýkilinn dreifi sér með blóðrásinni.
- Ýta undir viðgerð á skemmdum vef.
Æðar á bólgusvæði taka 4 megin breytingum, hvaða?
- Æðarnar víkka sem leiðir til aukins blóðflæði = hiti og roði.
- Æðaþelsfrumur tjá viðloðunarsameindir = íferð neutrophila, monocyta og angafrumna, eitilfrumna.
- Æðarnar verða gegndræpari til að auðvelda flutning próteina og ónæmisfrumna inn í vefinn = bólga og sársauki.
- Blóð storknar í smáæðum til að koma í veg fyrir að sýkilinn geti dreift sér með blóðrásinni.
Hvað er C5a og C3a?
Þetta eru þættir kompliment kerfisins sem virka sem efnatogarar. Þeir eru mikilvægir í myndun bólgusvars og veldur æðaleka og ræsir tjáningu viðloðunarsameinda á æðaþeli.
Kompliment kerfið
- Er fyrsta vörn gegn sýklum, mælt CPR hjá sjúklingum til að greina sýkingu.
- Þrjár leiðir til ræsingar kompliment kerfisins:
– Klassíski ferilinn
– Styttri ferillinn
– Lektín ferillinn
Klassíski ferillinn
Ræsist af mótefnum
Styttri ferillinn
- Ræsist af yfirborðun sumra sýkla
- Ræsist af IgA mótefnum í hárri þéttni.
Þegar Kompliment kerfið ræsist gerir það hvað?
- myndar C3 klippara
- C3b, C3a og C35- C39.
Hvað er C3b?
- Er hluti kompliment kerfisins sem sér um áthúðun.
- Þetta ferli smyr sýkilinn og gerir hann girnilegri svo átfruman hafi lyst á honum.
- C3b örvar þar með átfrumuvirkni og flytur einning mótefnafléttur til eyðingar í lifur.
Hvað er C3a?
-myndar bólgu
-aukið gegndræpi
-vefjaskemmd
Hvað er C35 - C39?
- veldur frumurofi
- þeir tengjast sýklum og valda því að göt myndist í frumuhimnu sýkils.
- þetta leiðir til stýrðs frumudauða.
Hvað er Opsonization?
- Áthúðun
- Smjörið sem smurt er á sýkilinn svo að átfruman hafi lyst á honum.
- C3b og kompliment kerfið er opsonin.
- Opsónín hjúpa bakteríur svo að átfrumur geti bundist þeim með viðtökum fyrir halahluta mótefna og fyrir komplimentþætti.
Hvað eru IL-1, IL-6 og TNF?
-Þetta eru helstu bólguhvetjandi boðefnin.
- Þau eru framleidd af ræstum átfrumum (makrófögum) og angafrumum á bólgusvæði og eru mikilvæg í bráðasvari.
IL-1
- virkjar æðaþel og virkjar eitilfrumur
- hiti og framleiðsla á IL- 6.
IL-6
- virkjar eitilfrumur og eykur mótefna framleiðslu.
- hiti og örvar bráðafasa prótein framleiðslu.
TNF -a (alfa)
- gott í staðbundinni sýkingu en hættulegt í útbreyddri sýkingu (veldur þá losti).
- virkjar æðaþel og eykur gegndræpi æða, eykur innkomu IgG kompliments og eykur vökvaflæði til eitla.
- hiti og virkjun umbrotsefna.
Hvað eru IFN- a og IFN- b?
(Léttara svar = Þessi efni koma við sögu í drápi á innanfrumu veirum og sýklum. Gegna mikilvægu hlutverki í sérhæfðu ónæmissvari.)
IFN- a og IFN-b gegna mikilvægu hlutverki við að ráða niðurlögum veirusýkingar og hafa 3 megin hlutverk.
- Í fyrsta lagi þá virkja þau gen í ósýktum frumum sem leiða til eyðileggingar á mRNA og koma þannig í veg fyrir að veiran geti nýtt sér umritunarkerfi hýsilfrumunnar.
- Þau auka MHC class I tjáningu í flestum frumum líkamans og verja þær þannig gegn NK frumum en NK frumur drepa frumur sem tjá óeðlilega lítið eða ekkert MHCI á yfirborði sínu. MHCI sameindin er í sérhæfða ónæmiskerfinu en T-drápsfrumur þekkja veiruantigen sem sýnt er í MHCI og drepa þær frumur sem hafa það á yfirborði sínu.
Einnig geta þau aukið tjáningu MHC1 í veirusýktum DC frumum og makrófögum og þannig stuðlaða að drápi þeirra af völdum T-drápsfrumna. - Í þriðja lagi virkja þau NK frumur sem eru mikilvægar í að halda veirusýkingu í skefjum fyrstu dagana eða þangað til sérhæft ónæmissvar hefur náð að myndast.
Hvað er IFN- y?
- gegnir mikilvægu hlutverki í sérhæfðu ónæmissvari gegn innanfrumusýklum og hefur áhrif á í hvaða átt T- frumur þroskast.
Hvað gera NK- frumur?
Þær þekkja mótefnavaka (antigen) á yfirborði sýktra frumna og eru fyrsta vörn gegn ýmsum veirusýkingum á meðan verið er að ræsa áunna svarið.
- Eru myndaðar í beinmerg frá eitilfrumustofnfrumum og hringsóla í blóðrásinni.
- Hafa ekki eitilfrumuviðtaka og eru því ósértækar.
- Eru stærri en T og B frumur og hafa innanfrumukorn.
- Ræsast snemma í sýkingu vegna boðefna sem makrófagar seyta, t.d TNF a, IL-12 og IL- 18.
- Seyta miklu magni af IFN-y og drepa á svipaðan hátt og T- drápsfrumur.
Sérhæfða Ónæmiskerfið
- Vessabundið ónæmi
- Þar eru B frumur sem ráðast gegn ónæmisvökum.
- Þær þekkja ónæmisvaka og verða að sýnifrumum.
- Th2 fruman þekkir svo sýnifrumuna og segir B frumunni að mynda mótefni. B fruman myndar þá plasma frumu sem framleiðir mótefni og minnisfrumu sem man eftir ónæmisvakanum. Þetta er mikilvæg vörn gegn utanfrumusýklum. Mótefnið berst um líkamann og virkjar átfrumur og Komplímentkerfið auk annarra ósérhæfðra varna.
Sérhæfða Ónæmiskerfið
- Frumubundið ónæmi
- T frumur greina framandi ónæmisvaka á yfirborði annarra frumna.
- Mikilvæg vörn gegn innanfrumusýklum, s.s. veirum, mycobakteríum og sníklum.
- T- frumur miðla virkni sinni með skammlífum boðefnum.
Viðtakar B-frumna
= BcR
- B frumuviðtakinn greinir fjölbreytta þrívíddarstrúktúra á yfirborði sameindar, fjölsykra, prótein, lípíð, kjarnsýru og jafnvel smáar sameinda.
- Er himnubundið mótefni
- Hefur undirflokka = IgM, IgG, IgA og IgE.
- Hefur 2 bindisvæði
Viðtakar T- frumna
= TcR
- T frumuviðtakinn greinir línulega peptíðbúta (8-17 aminosýrur) sem sitja í MHC sameindum.
- Er alltaf himnubundið mótefni og er aldrei seytt
- Hefur 1 bindisvæði
T- hjálparfrumur
= Th og CD4+
- Greina peptíð í MHC II
- Hjálpa B frumum til mótefnamyndunar.
- Örva makrófaga til að vinna á innanfrumusýklum
- Örva aðrar T frumur.
T- drápsfrumur
= Tc og CD8+
- Greina peptíð af MHC I
- Drepa veirusýktar frumur.
- Drepa krabbameinsfrumur.