Heilbrigðismat Flashcards
Gerið grein fyrir hjartahljóðinu S2, hvað gerist í hjartanu og hvað framkallar hljóðið?
Greinið frá frískri öndun/öndunarmynstri, og hvernig hjúkrunarfræðingar meta öndun hjá sjúklingum?
Öndunartíðni hjá heilbrigðum einstaklingi er á bilinu 12-20 á mín, áreynslulaus og engin notkun á hjálparvöðvum.
Skoðun: lögun brjóstkassa (samhverfa), taktur, dýpt mynstur, merki um áverka, barki í miðlínu.
Þreifa: aflögun, fyrirferð, eymsli, samhverfa, þangetu og víbríng
Banka: samhverfa, viljum heyra resonance, ath verki og banka þindarbilið.
Hlusta: viljum heyra heilbrigð hljóð, bronchial yfir barka, vesicular yfir lungum og bronchovesicular þar á milli.
Sjúkleg hljóð= t.d weezing, rhonchi, crackles.
Nefnið a.m.k 4 hlutverk húðarinnar.
- stærsta varnarkerfi líkamans
- hitastjórnun
- skynjun
- framleiðir D vítamín
Útskýrið PERRLA
PERRLA: stendur fyrir pupils,equal, round, reactive-to light, accomandation.
Við erum að skoða stærð og lögun ljósopa, og athuga symmetríu þar á milli. Einnig skoðum við beina og óbeina svörun við ljósáreiti með því að lýsa ljósi í augu einstaklings, að lokum erum við að skoða viðbrögð ljósopa við aðlögun og biðjum sjúkling um að horfa á fingur okkar og svo eitthvað fyrir aftan okkur og í lokinn biðjum við hann um að fylgja puttanum okkar að nefi sínu.
Útskýrið tilgang og notkunarmöguleika á bjöllu og þind á hlustunarpípu
Bjallan - sem er minni hluti hlustunarpípunnar nemur lágtíðni hljóð og er notað til þess að hlusta hjarta og æðar.
Þind - sem er stærri hluti hlustunarpípunnar nemur hátíðni hljóð og er notuð til þess að hlusta t.d á lungu og innyfli.
Lýsið tveimur tegundum af frískum öndunarhljóðum
Ein af þessum spurningum kemur á prófinu
- Getur líkamsmat komið í veg fyrir brest á björgun (failure to rescue)? Hvernig?
- Er nægilegt að kunna að stiga sjúkling á NEWS til að koma í veg fyrir
versnandi ástand sjúklinga? Af hverju/af hverju ekki? - Fjallaðu um eitt þema í niðurstöðum Chua o.fl. (2019) og hvernig það
varpar ljósi á mikilvægi þess að greina versnandi ástand sjúklings á deild.
Þan á hálsbláæðinni (jugular) segir til um:
hægri gáttarþrýsting
Þú ættir að finna hvort lifur séu stækkuð á þessu svæði:
hægri efri fjórðungi
Þegar clubbing er metið, er horn milli naglabeðs og naglar:
> 180°
Til þess að meta húðhita er mest að nota:
handarbakið
Þegar augnbotn er skoðaður sést oft :
sjóntaug, æðar og macula
Botlanginn er staðsettur í:
hægri neðri fjórðungi
Í hvaða röð á líkamsskoðun á kviðarholi að fara fram:
Skoða - Hlusta - Banka - Þreifa
Hjá hvaða sjúklingum ætti frekar að meta apical púls heldur en radial púls:
hjá sjúklingum með hjartsláttaóreglu
Hjúkrunargreiningin ,, ófullnægjandi blóðflæði til útlima,, getur tengst:
ekki þreifanlegir posterior tibial og pedal púlsar
Fyrir hvað stendur VÁSE:
Vakandi
Ávarp
Sársauki
Engin viðbrögð
Hvert er hlutfall hjartahnoðs og blásturs í endurlífgun hjá fullorðnum:
30:2
Við fyrsta mat á slösuðum er kannað hvort lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi er ógnað, sem er:
Meðvitund, Öndun og Blóðrás
Hvernig athugar þú öndun á sem nákvæmasata hátt hjá meðvitundarlausum einstaklingi:
Horfir á brjóstkassann, hlustar og finnur útöndunarloft streyma úr munni sjúklings
Helstu hjartahljóðin myndast þegar:
hjartalokunar lokast