Ónæmis og meina skyndiprófin Flashcards
Aðal hlutverk ónæmiskerfisins er að verja okkur gegn sýklum?
rétt
Ósértæka ónæmiskerfið bregst hratt við og greinir mjög sértækt vaka.?
rangt
B frumur myndast í beinmerg og T frumur myndast í Thymus?
rangt
- B og T frumur myndast í beinmerg en T frumurnar þroskast í Thymus
2° eitilvefur eru starfsstöðvar eitilfrumna?
rétt
Þekjufrumur mynda örverudrepandi peptíð?
rétt
-angafrumur,mastfrumur og makrófagar gera það líka. Örverudrepandi peptíð er fyrsta vörn okkar og þekjufrumurnar seyta því inn og út.
Makrófagar og Neutrophilar eru mikilvægar átfrumur sem geta eytt mörgum sýklum án hjálpar sértæka ónæmiskerfisins?
rétt
Mónócýtar þroskast í beinmerg og eru forverar mastfrumna?
rangt
- Mónócýtar eru forverar Makrófaga, þegar mónócýtar fara út í vefinn verða þeir að Makrófögum.
- Þessir mónócýtar geta líka orðið af Angafrumum.
Nk frumur hafa eitilfrumuviðtaka líkt og T frumur?
rangt
- þær eru frá sömu forvera og eitilfrumurnar en ekki með eitilfrumuviðtaka heldur ræsi og bæli sameindir.
Vakar berast eitlum um blóðið þar sem eitlar sía blóðið?
rangt
- Miltað síar blóðið
- Eitlarnir sía blóðvökvann
Vakinn berst inn eitilvef og T frumur geta binst vakanum beint með T frumuviðtaka?
rangt
- T fruman þarf alltaf að fá sýningu og hjálp til að geta bundist vakanum sínum.
- hann fær sýningu með því að klippa bút og sýna í MHC.
- B frumurnar geta bundist beint.
Angafrumur taka upp sameindir úr umhverfinu með agnaát og frumudrykkju?
rétt
Plasmacytoid angafrumur framleiða mikið af TNF alfa boðefni?
rangt
- Þær seyta interferon
- Plasma= interferon og veirusýking
B frumuviðtakinn greinir fjölbreytta þrívíddarstrúktúra á yfirborði sýkla?
rétt
T frumuviðtakinn hefur 2 bindiset?
rangt
- T frumur hafa 1
- B frumur hafa 2
MHC sameindir af flokki I eru tjáðar á öllum frumum með kjarna?
rétt
- class II tjá sýnifrumur (angafrumur,b fumur og makrófaga)
Aðal fruman sem virkjar T frumur er angafruman?
rétt
CD4 binst MHC class I sameindum og CD8 binst MHC class II sameindum?
rangt
- CD4 = MHC II
- CD8 = MHC I
Innanfrumusýklar geta verið annað hvort inn í bólum eða umfrymi frumna?
rétt
Ræstar angafrumur flytjast frá sýkingastað yfir í nærliggjandi eitilvef og sýna peptíðbúta frá utanfrumusýkla í MHC class I?
rangt
- MHC class II ekki I.
CD8+ T frumur sérhæfast í nokkrar gerðir af T hjálparfrumum ?
rangt
- CD8 = drápsfrumur
- CD4 = hjálparfrumur
Signal 1 í virkjun T frumna er þegar hún bindist angafrumu í gegnum hjálparviðtaka?
rangt
Ónæmissvar gegn sveppum og bakteríum er af gerð Th2?
rangt
- sveppir og bakteríur = Th17
- ormar = Th2
IFN -a og IFN -b gegna mikilvægu hlutverki við að ráða niðurlögum veirusýkinga?
rétt
NK frumur drepa frumur sem tjá óeðlilega lítið eða ekkert MHC I á yfirborði sínu?
rétt
CD8 T verkfrumur seyta boðefnið IL-4
rangt
B frumuviðtakinn bindist vaka sínum beint og greinir þrívíddarbyggingu?
rétt
B fruma ber viðtaka af flokki IgG þegar hún er nýkomin út úr beinmerg sem þroskuð og óreynd B fruma?
rangt
- IgM
T frumuháðsvörun B frumna leiða til sérhæfingu þeirra í annað hvort B minnisfrumur eða mótefnisseytandi B frumur eða plasma frumur?
rétt
Sækniþroskun viðtakans/mótefna leiðir til að hann verður með hærri sækni í vakann?
rétt