Lífeðlisfræði 1 Flashcards
Hvað af eftirfarandi er réttast um beinagrindarvöðva?
a. Beinagrindarvöðvum er stjórnað af ósjálfráða taugakerfinu
b. Í hverjum vöðvaþræðlingi eru margar vöðvafrumur
c. Í hverri beinagrindarvöðvafrumu eru margir kjarnar
d. Minnsta samdráttareining beinagrindarvöðva er ein vöðvafruma
c) í hverri beinagrindavöðvafrumu eru margir kjarnar
Hvað af eftirfarandi er réttast um samdrátt í beinagrindarvöðvafrumu?
a. Ca2+ binst mýósoni beint
b. ATP binst við trópónin sem veldur því. Að trópónin færist úr stað
c. Mýósin binst bæði trópínini og trópimýsósini
d. Mýósín tengist aktíni þegar trópínin+trópómýosin færast frá
d) mýósín tengist aktíni þegar trópínin + trópómýósín færast frá.
Hvað af eftirfarandi er rétt um kraft sem beinagrindarvöðvi myndar?
a. Vöðvi styttist jafnhratt, óháð mótstöðu
b. Hver vöðvafruma myndar alltaf sama kraft
c. Teygjanleiki vöðvans flýtir fyrir því að hámarkskrafti sé náð
d. Aukin tíðni boðspenna leiðir til kraftmeiri samdráttar
d) aukin tíðni boðspenna leiðir til kraftmeiri samdráttar.
Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti beinagrindarvöðva?
a. Loftháð efnaskipti vöðvafrumna mynda mjólkursýru.
b. Vöðvafrumur brenna glúkósa en ekki fitusýrum.
c. Loftfirrt efnaskipti geta myndað ATP hraðar en loftháð.
d. Kreatinfosfatforði virkar vel við langvarandi áreynslu.
c) loftfirrt efnaskipti geta myndað ATP hraðar en loftháð
Hvað af eftirfarandi er réttast um hreyfieiningar?
a. Taugakerfið virkjar stærri og stærri hreyfieiningar eftir því sem þörf fyrir kraft eykst
b. Hver hreyfieining stillir kraftinn með því að virkja misjafnlega margar vöðvafrumur
c. Í stærri hreyfieiningum eru fleiri hreyfitaugafrumur
d. Stærstu hreyfieiningarnar hafa mest þol
c) í stærri hreyfieiningum eru fleiri hreyfitaugafrumur
Hvað gerist þegar boðspennur berast um gamma hreyfitaugafrumu til beinagrindarvöðva?
a. Vöðvaspóla lengist
b. Vöðvaspóla styttist
c. Vöðvinn í heild lengist
d. Vöðvinn í heild slakar á
b) vöðvaspóla styttist
Hvað af eftirfarandi er réttast um slétta vöðva?
a. Hver sléttur vöðvi er ítaugaður annað hvort af driftaugakerfinu eða seftaugakerfinu en ekki báðum
b. Í sléttum vöðvum er hvorki aktín né mýósin
c. Sléttir vöðvar geta haldið spennu mjög lengi án þess að þreytast
d. Sléttir vöðvar eru þverrákóttir
c) sléttir vöðvar geta haldið spennu mjög lengi án þess að þreytast.
Hvað af eftirfarandi er réttast um slétta vöðva?
a. Samdráttur sléttra vöðva er hraðvikrari en samdráttur beinagrindarvöðva
b. Sléttir vöðvar geta breytt vídd eða rúmmáli smáþarma, æða og fleiri hollíffæra
c. Hægt er að stjórna samdrætti vöðva með vilja
d. Sléttir vöðvar geta einungis dregist saman eftir að þeim berast bein taugaboð
b) Sléttir vöðvar geta breytt vídd eða rúmmáli smáþarma, æða og fleiri hollíffæra.
Hvað af eftirfarandi myndi breyta blóðflæði (rúmmál á tímaeiningu) mest?
a. 5% breyting á Poiseuille stuðli
b. 5% breyting á radíus æða
c. 5% breyting á seigjustigi blóðsins
d. 5% breyting á fjölda rauðra blóðkorna
b) 5% breyting radíus æða
Ýmindið ykkur blóðdropa á ferð. Hvaða leið getur hann farið
a. Hægri gátt -> hægri slegill -> lungnabláæðar -> lungu
b. Vinstri gátt -> vinstri slegill -> lungnabláæðar -> lungu
c. Hægri gátt -> hægri slegill -> lungnaslagæðar -> lungu
d. Vinstri gátt -> vinstri slegill -> lungnaslagæðar -> lungu
c. Hægri gátt -> hægri slegill -> lungnaslagæðar -> lungu
Hvar verður sjálfkrafa boðspennumyndun tíðust í hjartanu?
a. Í His knippi
b. Í AV hnoði
c. Í SA hnoði
d. Í Purkinje frumum
c) í SA hnoði
Hvað af eftirfarandi er rétt um boðspennur í heilbrigðu hjarta?
a. Boðspenna berst frá AV hnoði til SA hnoðs
b. Boðspenna berst frá hægri gátt til vinstri gáttar
c. SA hnoðið er í hægri slegli og sendir þaðan boðspennur
d. Purkinje þræðir draga úr hraða boðspennuflutingins
b) boðspenna berst frá hægri gátt til vinstri gáttar
- Í ‘multiunit’ sléttum vöðvum….?
a. Eru allar frumur vöðvans ítaugaðar.
b. Eru raf-synapsar (gap junctions) milli frumanna.
c. Örvast frumurnar við tog.
d. Bæði a og b
e. Bæði a og c
a) og c)
Ef PCO2 hækkar innan eðlilegra bþ marka….
a. Þá hækkar pH blóðs
b. Þá myndast fleiri bicarbonat jónir (HCO3-) úr kolsýru
c. Þá getur meira súrefni tengst hemoglobini.
d. Þá fækkar boðum frá efnanemum í carotid body og aortuboga
e. Þá minnkar öndunartíðnin
b) Þá myndast fleiri bicarbonat jónir ( HCO3-) úr kolsýru.
Hvaða gagn er af töf rafboða í AV hnoði?
a. Töfin gefur gáttum tíma til að skila blóði niður í slegla áður en sleglar byrja að dragast saman
b. Töfin gefur rafstaumnum tíma til að berast um sleglana
c. Töfin gefur sleglum tíma til að skila blóði út í slagæðar
d. Töfin gefur gáttum tíma til að slaka á
a) töfin gefur gáttum tíma til að skila blóði niður í slegla áður en sleglar byrja að dragast saman.
Hvert eftirtalinna atriða hemur losun magainnihalds niður í skeifugörn?
a. Þan magaveggsins
b. Fita í maganum
c. Gastrín
d. Sykrur (karbóhydröt) í maganum
e. Fita í skeifugörninni
e) fita í skeifugörninni
Út frá hvaða tveimur stærðum hér að neðan er hægt að reikna útfall hjartans?
a. Hjartsláttartíðni og rúmmál hvers slags
b. Viðnámi æðakerfisins og hjartsláttartíðni
c. Slagmagni og vídd æða
d. Blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni
a) hjartsláttartíðni og rúmmál hvers slags
Hvað af eftirtöldu myndi auka slagmagn hjartans?
a. Minnkuð töf í AV hnoði
b. Meiri boð frá driftaugakerfinu til hjartans
c. Stærri boðspennur frá SA hnoði
d. Minna blóðflæði til baka til hjartans með blálæðum
b) meiri boð frá driftaugakerfinu til hjartans
Mest mótstaða gegn blóðflæði er í…
a. …bláæðlingum
b. …slagæðlingum
c. …slagæðum
d. …bláæðum
b) slagæðlingum
Á hverjum tímapunkti er mest blóðrúmmál í…
a. …slagæðum
b. …bláæðum
c. …hjartanu
d. …slagæðlingum
b) bláæðum
Hvað af eftirfarandi er réttast um ferðalag vökva inn/út úr háræðum?
a. Prótín í blóði ýta vatni úr háræðum með osmósu
b. Vökvaþrýstingur er jafn mikill í gegnum allt háræðakerfið
c. Minni vökvi síast úr háræðakerfinu slagæðamegin heldur en skilar sér til baka inn í það bláæðamegin
d. Vökvaþrýstingur er hærri innan háræða en utan þeirra
c) minni vökvi síast úr háræðakerfinu slagæðamegin heldur en skilar sér til baka inn í það bláæðamegin
Hvað af eftirfarandi er réttast um blóðþrýsting í slagæðakerfinu?
a. Neðri mörk eru þegar hljóð byrjar að heyrast í hlustunarpípunni
b. Meðalblóðþrýstingur er meðaltal af efri og neðri mörkum blóðþrýstings
c. Blóðþrýstingur í stóru slagæðunum er lægri en þrýstinguri í slagæðlingum
d. Meðalblóðþrýsting má reikna sem; (útfall hjartans)*(heildarviðnám í æðakerfinu)
d) meðalblóðþrýsting má reikna sem; (útfall hjartans) * (heildarviðnám í æðakerfinu)
Hvað af eftirfarandi er rétt um flæði blóðs til hjartans með bláæðum?
a. Samdráttur beinagrindarvöðva dregur úr blóðflæðinu
b. Driftaugakerfið minnkar blóðflæði um bláæðar
c. Öndunarhreyfingar draga úr blóðflæði um bláæðar
d. Einstreymislokar í bláæðum hjálpa blóði til baka til hjartans
d) einstreymislokar í bláæðum hjálpa blóði til baka til hjartans.
Hvað af eftirfarandi er réttast
a. Stjórnstöð blóðþrýstings er staðsett í litla heila
b. Aukinn styrkur CO2 í blóði víkkar slagæðlinga í beinagrindarvöðvum
c. Sleglar hjartans stjórnast að mestu af seftaugakerfinu
d. Míturloka er milli hægri slegil og vinstri gáttar
c) sleglar hjartans stjórnast að mestu af seftaugakerfinu