meinafræði Flashcards
Almenn meinafræði
-viðbrögð frumna og vefja við afbrigðilegum áreitum, sem eru orsakir sjúkdóma.
Undirflokkar almennar meinafræði
- frumuskemmdir/frumudrep
- bólga og viðbrögð
- truflarnir á blóðflæði
- æxlisvöxtur
Sértæk meinafræði
- viðbrögð sérhæfðra líffæra við áreiti
- ákveðnir sjúkdómar í hverju líffærakerfi fyrir sig.
Helstu aðlögunarviðbrögð frumna
- Atrophy (rýrnun)
- Hypertrophy (stækkun)
- Hyperplasia (fjölgun)
- Metaplasia (umbreyting)
Hvað er atrophy?
- Rýrnun
- getur átt við frumur, líffæri og líkamshluta.
- Rýrnun líffæris stafar af frumutapi vegna frumudauða eða frumurýrnun.
Helstu orsakir rýrnunar
- notkunarleysi
- minnkuð taugavörn
- minnkuð hormónavörn
- þrýstingur
- blóðskortur
Hvað er Hypertrophy?
- Frumustækkun
- veldur því að vefur eða líffæri stækkar án þess að frumufjöldinn breytist.
- oftast er um að ræða svörun við auknu álagi eða hormónaáreiti.
- skiptist í physiologisk hypertrophia og pathologísk hypertrophia.
Physiologisk hypertrophia vs. Pathologísk hypertrophia.
- Physiologisk hypertrophia (LÍFEÐLISFRÆÐILEG)
–Hormónal = t.d vöxtur legs við meðgöngu
–Adaptive = stækkun líffæris við aukið álag, t.d þverrákátta vöðvar kraftlyftingar fólks.
-Pathologísk hypertrophia
(ÓÆMISFRÆÐILEG)
–Adaptive = stækkun hjarta við háþrýsting eða þrengsla í aortalokum.
Hvað er Hyperplasia?
- Frumufjölgun
- frumufjölgun í vef eða líffæri
- frumufjölgun og frumustækkun fara yfirleitt saman og stuðla bæði að stækkun líffæris.
- skiptist í Physiologisk hyperplasia og Pathologísk hyperplasia.
Physiologisk hyperplasia vs. Pathologísk hyperplasia.
-Physiologisk hyperplasia
(LÍFEÐLISFRÆÐILEG)
–Hormónal = t.d vöxtur brjóstakirtla við kynþroska og meðgöngu.
– Compensatory = vöxtur líffæris eftir að hluti hefur verið numinn á brott, t.d. lifur og nýra.
-Pathologísk hyperplasia
(ÓNÆMISFRÆÐILEG)
–Hormóna/Vaxtaþættir = stækkun á blöðruhálskirtli karla eða þykknun legbolsslímhúðar vegna aukinnar estrógen áhrifa.
Hvað er Metaplasia?
- Umbreyting
- er frumuumbreyting úr einni tegund sérhæfðrar frumu í aðra.
Þessi umbreyting sést oftast í þekju.
Dæmi um Metaplasia (umbreytingu)?
> öndunarfæraþekja í reykingarmönnum breytist í flöguþekju.
blöðruþekja breytist í flöguþekju ef steinar koma fram.
flöguþekja í vélinda breytist í kirtilþekju við langvarandi bakflæði magasýru.
kirtilþekja í leghálsi breytist í flöguþekju við kynþroska.
Hvað getur orsakað frumuáverka?
- Súrefnisskortur (hypoxia/ischemia)
- Physical agents (beinn áverki, bruni, kal, geislun,raflost)
- Efni/lyf (eiturefni, mengun, alkahól, eiturlyf, lyf)
- Sýkingar (veirur, bakteríur, sveppir, sníkjudýr)
- Ónæmissvar (venjulegt bólgusvar, sjálfsónæmi, ofnæmi)
- Erfðagallar
- Næringavandamál (svelti, offita, vítamínskortur)
Hvaða fjórir staðir frumu eru mikilvægastir hvað varðar frumuáverka eða frumudauða?
- Hvatberar
- Frumuhimnan
- Jónagöng í frumuhimnunni
- Frumubeinagrindin
Hvað er Cloudy Swelling?
- Bjúgur í frumum vegna aukins vökva og Na í frumum. Frumur tútna út vegna
truflunar í vökva- og jóna jafnvægi frumu af völdum áverka af ýmsum toga. - Þetta er afturkræf breyting.
Hvað er Fatty Change?
- Fita hleðst upp inni í frumum.
- Ósértæk svörun við ýmisskonar áreiti.
- Þetta sést oftar í lifur en í hjarta og nýrum.
- Getur gengið til baka ef áreitið hverfur.
Dæmi: Alkahól, CCL4, offita, sykursýki, vannæring.
Hvað er Necrosis?
- er frumudauði vegna áverka í kjölfar óafturkræfs skaða.
- drep í vef.
- umfrymi frumna verður
bleikt og kjarnaskemmdir verða (karyorrhexis, karyolysis og pyknosis)
Hver eru nokkur mynstur dreps (necrosis)?
- Coagulative Necrosis
- Liquefactive Necrosis
- Caseous Necrosis
- Fitu Necrosis
Hvað er Apoptosis og hvað orsakar það?
- Apoptosis er stýrður frumudauði.
- Þá deyr fruma eða frumur inní vef, hinar haldast eðlilegar.
Fruman rýrnar smá saman uns hún leysist upp í agnir og átfrumur hreinsa þær upp. - Ekkert bólgusvar verður. Þetta gerist t.d. í vefjum þ.s. endurnýjun er hröð og þar með niðurbrot líka, í æxlum gerist þetta, þroskun eitilfrumna (þær frumur sem þekkja eigin sameindir
ofl.) - Margs konar áreiti geta komið apoptosis af stað.
Efnasöfnun í frumum
Uppsöfnun eðlilegs frumuinnihalds í óeðlilega miklu magni.
- Triclyceride = fatty change
- Kólestról = foamy cells
- Vatn = cloudy swelling
- Prótein = plasmafrumur með mikið nýmyndað Ig í umfrymi
- Sykur = sykursýki
Dystrophic kölkun
- Kalkútfellingar í skemmdum vefjum eða drepsvæðum.
- Eðlilegur kalkbúskapur
Dæmi= atheroma, æxli, skemmdar hjartalokur.
Metastatic kölkun
- Kalkútfellingar í eðlilegan vef vegna hypercalcemiu (kalkbúskapur líkamans of mikill.
Dæmi= kalk sest að í mjúkvef, nýru, æðum og lungum.
Hvað er bólga?
- Bólga er samansafn staðbundinna vefjaviðbragða sem eiga sér stað í lifandi, æðavæddum vef eftir einhverskonar áverka.
Hvert er hlutverk bólgu?
- Bólga er varnarviðbragð, hlutverk hennar er að draga úr áhrifum meinvalds, takmarka
vefjaskemmdir, hreinsa burt úrgang og koma af stað græðslu.
Orsakir bólgu
- Orsakir bólgu eru margvíslegar en segja má að allt það, sem valdið getur frumu- eða vefjaskemmdum, geti komið af stað bólguviðbragði:
Sýkingar: Bakteríur, veirur, sníkjudýr
Kemísk efni: Lífræn og ólífræn
Frumu og vefjadrep: Hjartavöðvadrep við kransæðastíflu
Fýskískir: Ákverkar, Hiti/kuldi, geislun
Ofnæmi og sjálfsnæmi: rauðir hundar
Hver eru staðbundin einkenni bólgu?
- Roði
- Fyrirferð/ Þroti
- Verkur/ Sársauki
- Hiti
- Trufluð starfsemi
Hver eru almenn einkenni bólgu?
Hiti, höfuðverkur, kuldaköst, slen, lystarleysi, sviti, vöðvaverkir, roði
lágþrýstingur, hraður hjartsláttur og skjálfti.
Hvað sést í blóðrannsókn hjá einstakling sem er með bólgu?
- Hvítfrumufjölgun
- Vinstri hneigð
- Blóðsökk - Sökkhækkun
- Aukning á bráðabólgupróteinum
Bólga skiptist í…?
- Akút bólgu og Króníska bólgu
Akút bólga
- Akút bólga er fyrsta svörun vefja við áreiti.
- Hana ber brátt að og varir stutt.
- Hlutverk hennar er að flytja akút bólgufrumur að hinum sýkta vef til að uppræta sýkla og hreinsa upp dauðar frumur.
Hið bráða bólgusvar (akút bólga) einkennist af þremur þáttum, hverjir eru þeir?
- Breyting á æðavídd
- Breyting á æðavegg með útflæði plasmapróteina.
- Íferð bráðra bólgufrumna úr háræðaneti út í bólgusvæðið.
Krónísk bólga
- Krónísk bólga er hægfara og langvinn og tekur við af akút bólgusvari ef ekki tekst að eyða skaðvaldinum í fyrstu tilraun.
- Þessi bólgusvörun veldur oft miklum vefjaskemmdum og skilur eftir sig varanleg ummerki.
Krónískt bólgusvar einkennist af þremur þáttum, hverjir eru þeir?
- Íferð krónískra bólgufruma (eitilfrumur, plasmafrumur og átfrumur;makrófagar) út í bólgusvarið.
- Vefjaskemmdir af völdum bólgufrumna.
- Viðgerð með háræðafjölgun og bandvefsauka.
Hvaða frumur koma til sögunnar í bráðu bólgusvari og hvaða frumur koma til sögu í krónísku bólgusvari?
Bráðu bólgusvari =
- Neutrofilar (daufkyrningar)
Krónísku bólgusvari =
- Lymphocytes (eitilfrumur)
- Plasma cells (plasmafrumur)
- Macrophages (stórátfrumur)