meinafræði Flashcards
Almenn meinafræði
-viðbrögð frumna og vefja við afbrigðilegum áreitum, sem eru orsakir sjúkdóma.
Undirflokkar almennar meinafræði
- frumuskemmdir/frumudrep
- bólga og viðbrögð
- truflarnir á blóðflæði
- æxlisvöxtur
Sértæk meinafræði
- viðbrögð sérhæfðra líffæra við áreiti
- ákveðnir sjúkdómar í hverju líffærakerfi fyrir sig.
Helstu aðlögunarviðbrögð frumna
- Atrophy (rýrnun)
- Hypertrophy (stækkun)
- Hyperplasia (fjölgun)
- Metaplasia (umbreyting)
Hvað er atrophy?
- Rýrnun
- getur átt við frumur, líffæri og líkamshluta.
- Rýrnun líffæris stafar af frumutapi vegna frumudauða eða frumurýrnun.
Helstu orsakir rýrnunar
- notkunarleysi
- minnkuð taugavörn
- minnkuð hormónavörn
- þrýstingur
- blóðskortur
Hvað er Hypertrophy?
- Frumustækkun
- veldur því að vefur eða líffæri stækkar án þess að frumufjöldinn breytist.
- oftast er um að ræða svörun við auknu álagi eða hormónaáreiti.
- skiptist í physiologisk hypertrophia og pathologísk hypertrophia.
Physiologisk hypertrophia vs. Pathologísk hypertrophia.
- Physiologisk hypertrophia (LÍFEÐLISFRÆÐILEG)
–Hormónal = t.d vöxtur legs við meðgöngu
–Adaptive = stækkun líffæris við aukið álag, t.d þverrákátta vöðvar kraftlyftingar fólks.
-Pathologísk hypertrophia
(ÓÆMISFRÆÐILEG)
–Adaptive = stækkun hjarta við háþrýsting eða þrengsla í aortalokum.
Hvað er Hyperplasia?
- Frumufjölgun
- frumufjölgun í vef eða líffæri
- frumufjölgun og frumustækkun fara yfirleitt saman og stuðla bæði að stækkun líffæris.
- skiptist í Physiologisk hyperplasia og Pathologísk hyperplasia.
Physiologisk hyperplasia vs. Pathologísk hyperplasia.
-Physiologisk hyperplasia
(LÍFEÐLISFRÆÐILEG)
–Hormónal = t.d vöxtur brjóstakirtla við kynþroska og meðgöngu.
– Compensatory = vöxtur líffæris eftir að hluti hefur verið numinn á brott, t.d. lifur og nýra.
-Pathologísk hyperplasia
(ÓNÆMISFRÆÐILEG)
–Hormóna/Vaxtaþættir = stækkun á blöðruhálskirtli karla eða þykknun legbolsslímhúðar vegna aukinnar estrógen áhrifa.
Hvað er Metaplasia?
- Umbreyting
- er frumuumbreyting úr einni tegund sérhæfðrar frumu í aðra.
Þessi umbreyting sést oftast í þekju.
Dæmi um Metaplasia (umbreytingu)?
> öndunarfæraþekja í reykingarmönnum breytist í flöguþekju.
blöðruþekja breytist í flöguþekju ef steinar koma fram.
flöguþekja í vélinda breytist í kirtilþekju við langvarandi bakflæði magasýru.
kirtilþekja í leghálsi breytist í flöguþekju við kynþroska.
Hvað getur orsakað frumuáverka?
- Súrefnisskortur (hypoxia/ischemia)
- Physical agents (beinn áverki, bruni, kal, geislun,raflost)
- Efni/lyf (eiturefni, mengun, alkahól, eiturlyf, lyf)
- Sýkingar (veirur, bakteríur, sveppir, sníkjudýr)
- Ónæmissvar (venjulegt bólgusvar, sjálfsónæmi, ofnæmi)
- Erfðagallar
- Næringavandamál (svelti, offita, vítamínskortur)
Hvaða fjórir staðir frumu eru mikilvægastir hvað varðar frumuáverka eða frumudauða?
- Hvatberar
- Frumuhimnan
- Jónagöng í frumuhimnunni
- Frumubeinagrindin
Hvað er Cloudy Swelling?
- Bjúgur í frumum vegna aukins vökva og Na í frumum. Frumur tútna út vegna
truflunar í vökva- og jóna jafnvægi frumu af völdum áverka af ýmsum toga. - Þetta er afturkræf breyting.
Hvað er Fatty Change?
- Fita hleðst upp inni í frumum.
- Ósértæk svörun við ýmisskonar áreiti.
- Þetta sést oftar í lifur en í hjarta og nýrum.
- Getur gengið til baka ef áreitið hverfur.
Dæmi: Alkahól, CCL4, offita, sykursýki, vannæring.
Hvað er Necrosis?
- er frumudauði vegna áverka í kjölfar óafturkræfs skaða.
- drep í vef.
- umfrymi frumna verður
bleikt og kjarnaskemmdir verða (karyorrhexis, karyolysis og pyknosis)
Hver eru nokkur mynstur dreps (necrosis)?
- Coagulative Necrosis
- Liquefactive Necrosis
- Caseous Necrosis
- Fitu Necrosis
Hvað er Apoptosis og hvað orsakar það?
- Apoptosis er stýrður frumudauði.
- Þá deyr fruma eða frumur inní vef, hinar haldast eðlilegar.
Fruman rýrnar smá saman uns hún leysist upp í agnir og átfrumur hreinsa þær upp. - Ekkert bólgusvar verður. Þetta gerist t.d. í vefjum þ.s. endurnýjun er hröð og þar með niðurbrot líka, í æxlum gerist þetta, þroskun eitilfrumna (þær frumur sem þekkja eigin sameindir
ofl.) - Margs konar áreiti geta komið apoptosis af stað.
Efnasöfnun í frumum
Uppsöfnun eðlilegs frumuinnihalds í óeðlilega miklu magni.
- Triclyceride = fatty change
- Kólestról = foamy cells
- Vatn = cloudy swelling
- Prótein = plasmafrumur með mikið nýmyndað Ig í umfrymi
- Sykur = sykursýki
Dystrophic kölkun
- Kalkútfellingar í skemmdum vefjum eða drepsvæðum.
- Eðlilegur kalkbúskapur
Dæmi= atheroma, æxli, skemmdar hjartalokur.
Metastatic kölkun
- Kalkútfellingar í eðlilegan vef vegna hypercalcemiu (kalkbúskapur líkamans of mikill.
Dæmi= kalk sest að í mjúkvef, nýru, æðum og lungum.
Hvað er bólga?
- Bólga er samansafn staðbundinna vefjaviðbragða sem eiga sér stað í lifandi, æðavæddum vef eftir einhverskonar áverka.
Hvert er hlutverk bólgu?
- Bólga er varnarviðbragð, hlutverk hennar er að draga úr áhrifum meinvalds, takmarka
vefjaskemmdir, hreinsa burt úrgang og koma af stað græðslu.