Vöxtur. Flashcards
hvaða frumur búa til bein?
osteoblastar
Hvaða frumur brjóta niður bein?
osteoclastar
Hvað er fleira í beinum en kalkaður beinvefur?
osteoblastar, osteoclastar, beinmergur, æðar,taugafrumur
Hvar lengjast löng bein?
Löng bein skiptast í enda og skaft. Á milli enda og skafts er vaxtarlína. Löng bein lengjast í vaxtarlínu.
Hvernig koma chondrocytes að lengingu langra beina?
brjóskfrumur/chondrocytes skipta sér og fjölga, deyja og breytast með öðrum efnum í bein
Hvað kemur í staðinn fyrir dauða chondrocytes?
Við dauða gömlu brjóskfrumanna myndast holur sem beinfrumur koma inn í og byrja að seyta kalkfosfati og prótini. Þessi bland harðar og myndar hið nýja bein
Hvaða tvö skeið einkennast af hröðustum lengdarvexti
Hvað hefur áhrif á vöxt?
Skortur á GH, TSH, Insúlíni og kynhormónum.
Skortur á fæðuefnum
Stress- dregur úr vexti
erfðir
Hvaða áhrif hefur vaxtarhormón á efnaskipti fitu og glúkósa?
Bæði GH og hin ýmsu IGF hafa samanlögð áhrif á að örva vöxt bæði vöðva, beina og brjósks. Áhrif GH á efnaskiptin eru aðallega í gegnum áhrif þess til aukingar á glúkósa í blóði.
Hvað er átt við með beinum eða óbeinum áhrifum vaxtarhormóns?
Hvernig er magni GH og IGF 1 stýrt?
Testósterón og estradíól örva losun vaxtarhormóns og IGF-1,
Hvaða áhrif hefur skjaldkirtilshormón á vöxt?
Hvaða áhrif hefur insúlín á vöxt?
Hvaða áhrif hefur kynhormón á vöxt?
Kynhormónin ýta undir lokun vaxtarlínu í löngum beinum. Vaxtarlínan beingerist alveg og það stöðvar lengdarvöxtinn á efri unglingsárum.
Hvaða áhrif hefur kortisól á vöxt?
Vaxtarhormónið GH
Lykilhormónið í eðlilegum vexti, sérstaklega í börnum.
GH er framleitt í framhluta heiladinguls og undir stjórn undirstúkunnar. Undirstúkan sendir frá sér púlsa af stýrihormóninu GHRH sem eru mestir í byrjun svefns.
GH er seytt í blóðið og flýtur þar um en töluverður hluti þess er bundin prótíni sem koma í veg fyrir að GH er pissað úr líkamanum. GH þarf hjálp við að auka vöxt og örvar því seytun á vaxtarhormónunum IGF-in
GH & IGF-in áhrif:
GH og IGF-in örva myndun prótína og vöðva, örva vöxt beina og brjósks
GH eykur magn glúkósa í blóði
Vöxtur mjúkvefja:
GH og IGF-in örva vöxt og skiptingu fruma líkamans
TSH og GH örva bæði myndun og þroska taugakerfisins
Insúlín þarf einnig til að örva vöxt og koma glúkósa inní frumurnar
Öll þessi hormón þurfa að vera til staðar ef eðlilegur vöxtur á að vera
Fyrir hvað er kalkbúskapur líkamans mikilvægt?
Kalk er mikilvægt við myndun beinvefs (aðalbyggingarefni þeirra). Kalk er ein mikilvægustu jónir líkamans notuð sem taugaboðefni, vöðvasamdrátt, blóðstorknun, halda saman frumum okkar svo og við vöðvasamdrátt og að virka sem s.k second messenger
Kalk er tekið upp í smágirninu og seytt út í nýrum. Inntakan er aðallega í gegnum þekjufrumur í smágirni. Síunin er svipuð
Hvaða þrjú hormón stjórna kalkbúskapi líkamans?
PHT
Calcitriol (vitamin D3)
Calcitonin
PTH- Hormón
Framleitt í samnefndu kirtlum sem liggja fyrir aftan skjaldkyrtilinn. Við lækkaðan styrk kalks eykst framleiðsla PHT sem aftur eykur upptöku kalks auk niðurbrots beina og minni síun í nýrum => hærri styrks kalks.
Calcitriol (vitamin D3)- Hormón
Eykur virkni upptöku kalks og minni losun í nýrum. PHT eykur myndun D3
Calcitonin- Hormón
Peptíð sem framleitt af skjaldkirtlinum. Virkar í raun öfugt við PTH og minnkar losun kalks í beinum og eykur síun í nýrum