Stjórn efnaskipta Flashcards
Kolvetni:
Kolvetni eru fyrst og fremst fengin úr plöntuafurðum. Frásogaðar einsykrur aðrar en glúkósi breytast í glúkósa í lifrinni.
Einsykrur eru aðallega notaðar fyrir frumueldsneyti. Lítið magn er notað til kjarnsýrumyndunar og til að bæta sykurleifum við prótein og fituefni í plasmahimnu. Ráðlögð kolvetnaneysla fyrir fullorðna er 45-65% af daglegri hitaeininganeyslu.
Fituefni:
Flest fituefni í fæðu eru þríglýseríð. Helstu uppsprettur mettaðrar fitu eru dýraafurðir, suðrænar olíur og hertar olíur; Ómettuð fita er til staðar í plöntuafurðum, hnetum og fiski. Helstu uppsprettur kólesteróls eru eggjarauða, kjöt og mjólkurafurðir.Fosfólípíð eru notuð til að mynda plasmahimnur og mýelín. Kólesteról er notað í plasmahimnur og er byggingargrundvöllur D-vítamíns, sterahormóna og gallsalta. Ráðlögð fituneysla fyrir fullorðna er 20-35% af daglegri hitaeininganeyslu.
Protein:
Dýraafurðir veita hágæða prótein sem inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur. Amínósýrur eru byggingareiningar líkamans og mikilvægra stjórnsameinda. Próteinmyndun getur og mun eiga sér stað ef allar nauðsynlegar amínósýrur eru til staðar og nægar kolvetni (eða fitu) hitaeiningar eru í boði til að framleiða ATP. Annars verða amínósýrur brenndar fyrir orku. Ráðlögð próteinneysla fyrir fullorðna er 0.8gr/kg líkamsþunga fullorðinnar manneskju.
Upptökufasi:
Anabólískt ferli:
byggt er upp, orka næringarefna sett í orkugeymslur
Nýbúið að nærast, næringarefni tekin upp, notuð og geymd
Föstufasi:
Cataboliskt ferli:
Líkaminn tekur út úr orkugeymslum og brýtur niður stærri sameindir
Styrkur næringarefna í blóði hefur minnkað
Sykursýki 1:
insúlínskortur vegna sjálfsónæmiseyðingar beta-frumna
Týpa 1 (um 10% sykursjúkra)
- Insúlínframleiðsla í brisi ónóg
- Oftast frá ungum aldri
Sykursýki 2:
insúlínþolin sykursýki
Týpa 2 (um 90% sykursjúkra)
- Oftast nóg af insúlíni en næmið fyrir insúlíni lélegt. Getur verið bæði hækkun og lækkun á mismunandi stigum.
- Byrjar oftast hjá fullorðnum
- Hreyfingarleysi og offita ýtir undir
Upptökufasi og fita:
Fita er brotin niður í fríar fitusýrur (og glýseról)
Fríar fitusýrur eru ýmist notuaðar í efnskipti (græna skálin)
Umfram magn fríra fitusýra er sett í geymslu í formi triglyseríða
Föstufasi og fita
Fita brotin niður
-Þríglýseríð > Frjálsar fitusýrur og glýseról
Aðalatriðið er að úr fitu má fá mikla orku (mikið ATP) sem tekur reyndar dálítinn tíma að fá út því þetta er langt ferli. Flestar frumur líkamans geta nýtt sér fituna á þann hátt sem sýnt er (þó ekki heilinn).
LDL-C og HDL-C kólestról:
LDL-C færir kólesteról úr lifur til flestra frumna (“Banvænt kólesteról”)
HDL-C flytur kólesteról úr plasma“ (Heilbrigt kólesteról“)
Óeðlilegt magn fituefna í plasma eykur hættu á æðakölkun og kransæðasjúkdómum (CHD)
- Hátt LDL-C eða lágt LDL-C
- Lyf miða við frásog kólesteróls og umbrot
Upptökufasi og kolvetni:
Kolvetni eru tekin upp sem Glúkósi í blóði
Eftir upptöku fer glúkósi til lifrar.
Notar 30%, en restin fer til heila og annarra vefja.
Glúkósi aðalorkugjafinn sem er brenndur í byrjun – fita
Glúkósi í blóði er það sem við köllum blóðsykur
Ef styrkur glúkósa í blóði er of LÁGUR:
- Auka kolvetna inntöku
- Glykogeni umbreytt í glúkósa (glycogenolysis)
- Myndað glúkósa úr aminósýrum (gluconeogenesis)
- Notað önnur næringarefni til orkuvinnslu
Ef styrkur glúkósa í blóði er of hár
Umfram glúkósa í blóði er breytt í glýkógen og fitu (það er bara hægt að geyma takmarkað magn af glýkógeni í líkamanum þannig að afgangurinn breytist í fitu). Ef blóðsykurinn eykst óeðlilega mikið (í sykursýki) er hluti af glúkósanum skilinn út í þvagi (óeðlilegt ástand).
Föstufasi og kolvetni:
Blóðsykri haldið uppi fyrir heilann
Glýkógen í lifur og vöðvum brotið niður
-4-5 klst. forði í lifur
Amínósýrur (prótín) og fita notuð
Upptökufasi og prótín: Hvað verður um amínósýrur í upptökufasa?
Byggja upp prótín
Nýmyndun glúkósa
Umfram amínósýrur verða að fitu