Melting II. Flashcards
Slíma/Mucosa:
Slímhúð sem klæðir meltingarveginn að innan.
- þekjufrumur
- lamina propria
- muscularis mucose
verndandi innsta lag- bæði seytun og upptaka.
Slímubeður/Submucosa:
Bandvefur, þar liggja æðar sem taka upp fæðu sem hefur verið brotin niður og taugar sem stjórna seytun og færslu efna í meltingarveginum
Vöðvalag/Muscularis externa:
aðal vöðvalagið sem færir fæðu áfram og blandar og inniheldur tauganet.
Serosa:
ysta lag meltingarvegarins, hála seytir vökva sem gerir rörinu kleyft að renna auðveldlega eftir öðrum líffærum
Serosa er þunnt lagi af þekjuvef sem klæðir yfir innri líffæri í maga- og brjóstholi, og hjálpar við að draga úr friði og hámarka hreyfanleika líffæranna.
Sléttir vöðvar í meltingarvegi
Tónískur samdráttur
- Langvarandi-stöðugur
Fasabundinn samdráttur
- Varir í nokkrar sekúndur
- Bylgjuhreyfingar
- Bútun
Gangráðsfrumurnar eru alltaf að sveifla himnuspennu sinni og þær sveiflur breiðast út um vöðvann vegna gatatengja milli vöðvafrumnanna. Það er síðan misjafnt hvort boðspennuþröskuldur næst og samdráttur fari af stað. Ef þröskuldur næst ekki verður ekki samdráttur. Þegar við borðum, aukast líkurnar á því að þröskuldur náist og að meltingarvegurinn byrji að hreyfast. Þegar við borðum fara sem sagt mekanískir þættir (tog á meltingarvegi og þess háttar), taugaboð og hormón af stað og við það færist himnuspennan almennt nær þröskuldi. Þá duga himnuspennusveiflurnar í gangráðsfrumunum oftar til að ná þröskuldi (af því að himnuspennan er almennt nær þröskuldi).
Efnanemar:
Efnanemarnir nema viss efni í fæðunni sem er í meltingarveginum, t.d prótín.
Mekanískir nemar:
Mekanískir nemar nema tog eða spennu vegna fæðunnar í meltingarveginum.
Osmónemar:
Osmónemar nema osmótískan styrk í meltingarveginum.
Hvað örvar magaseytun?
Hvað hemur magaseytun?
Hvar er fæðan að mestu leyti tekin upp (frásoguð) hvert fara næringaefnin svo?
Smáþörmunum (90%) og fer með portæð til lifrar.
Hvernig fer samdráttur sléttra vöðvafrumna í meltingarvegi fram?
Útkirtlar í meltingarvegi:
útkirtlar eru sérstök líffæri (t.d. bris eða þekjufrumur í vegg meltingarvegar sem seyta ensímum, gallsöltum, slími ofl út í meltingarveg
Innkirtlar í meltingarvegi
Innkirtlar eru stakar frumur í vegg meltingarvegar sem seyta hormónum inn í blóð og hafa hlutverk við stýringu
Hvað er tekið upp af meltingunni?
Innri tauganet í meltingarvegi:
Það eru tauganet í submucosa og í muscularis externa. Saman mynda þessi tauganet iðrataugakerfið. Þetta taugakerfi meltingarvegar er að stórum hluta sjálfstætt.
Aðlægar taugafrumur í meltingarvegi sem sjá um að flytja skynboð. Millitaugafrumur í meltingarvegi vinna úr boðunum og frálægar taugafrumur bera svo boðin til sléttra vöðva eða kirtla í meltingakerfinu
Ytri taugar í meltingarvegi:
sef- og driftaugakerfin: hafa bein áhrif á slétta vöðva/kirtla, breyta magni hormóna og breyta virkni innra taugakerfisins í meltingarvegi
Seftaugakerfi: Meiri virkni í meltingarvegi
Driftaugakerfi: Minni virkni í meltingarvegi
Meltingarhormón:
Seytast út í blóðið og ferjuð um líkamann. Hormónin hafa áhrif á meltingarveginn, og meltingalíffærum eins og brisi, og á fjarlægum líffærum, svo sem heilanum
Taugaplexuses (ENS):
Í þarmaveggnum og virka sem litli heili. Gerir staðbundnum viðbrögðum kleift að byrja, samþættast og enda alveg í meltingarveginum. Viðbrögð sem eiga uppruna sinn í iðrataugakerfinu og eru samþætt þar án utanaðkomandi inputs eru kölluð stutt viðbrögð meltingarvegarins
Þrátt fyrir að ENS geti unnið eitt og sér, sendir það einnig skynupplýsingar til miðtaugakerfisins og fær input frá miðtaugakerfinu í gegnum ósjálfráða taugafrumur
Chatgpt:ENS, sem er svo að segja “smái heili” í maganum, sendir boð milli fruma þess og stjórnar hreyfingu vöðvanna í maga og þörmum, auk annarra þátta meltingarinnar. Þessi kerfi virkar sjálfstjórnað og getur unnið sjálfstætt frá heila og mænu. Það er mikilvægt fyrir eðlilegt starfsemi maga- og þarmakerfisins.
Höfuðfasi:
Á sér stað áður en fæðan er innbirgð
Kemísk og mekanísk melting byrjar í munnholi, seytun munnvatns er undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins
Kemísk melting: amýlasi og lípasi
Tygging: Upphaf mekanískrar meltingar
Magafasi:
Hefst þegar fæðan berst niður í maga