Nýrun III. Flashcards
Hver eru helstu hlutverk nýrna?
- Búa til þvag með síun blóðs
- Stilla magn vökva og salta
- Losa úrgangsefni
Nefnið dæmi um úrgangsefni sem losuð eru
með þvagi?
- Þvagefni úr niðurbroti prótína
- Þvagsýra úr niðurbroti kjarnsýra
- Kreatíni
- Bilirubin úr niðurbroti blóðrauða
- Niðurbrotsefni hormóna
Hvar eru nýrun í líkamanum?
Aftan við kviðarhol
Í hvaða þrjá megin hluta skiptast nýrun?
Börk (yst), Merg (þar fyrir innan), nýrnaskjóða (þvagið lekur frá merg í nýrnaskjóðu)
Hver er minnsta starfræna eining nýrna
(minnst einingin sem getur framleitt þvag)?
Nýrungur
Hvaða leið fer blóð í gegnum nýrung (hvaða
æðar / æðakerfi flytja blóðið)?
Blóð frá hjartanu með slagæð kemur til nýrnanna. Ein slagæð kemur til hvers nýra og síðan greinist sú salagæð í margar minni þar til að lokum einn aðlægur slagæðlingur beinir blóði til hvers nýrungs. Næst fer blóðið inn í nýrnahnoðrung.
Hvað gerist í nýrnahnoðra?
Þar síast hluti af blóðvökvanum út úr æðinni og yfir í nýrnapíplur. Það sem síast út (20%) verður á endanum þvag.
Hvaða hluti píplukerfis tekur við vökvanum úr
nýrnahnoðra?
Bowmanshylkið
Hvert rennur vökvinn svo (hver er
afgangurinn af píplukerfinu)?
- Nærpípla. 2. Henlelykkja. 3. Vökvi færist síðan í fjarpíplur. Fjarpíplur úr hverjum nýrung tæmir síðan þvag yfir í safnrás. 4. Nýrnaskjóða sem skilar þvaginu í þvagleiðara frá nýrum.
Hvað er juxtaglomerular apparatus?
Svæði sem er mikilvægt fyrir stjórn nýrnastarfsemi, píplan kemur upp á milli slagæðlingana tveggja og er alveg við nýrnahnoðrann.
Hver er munurinn á barkarnýrungi og
mergnýrungi?
Píplukerfi mergnýrunga er mep langri henlelykkju, sem nær alveg niður í gegnum merg nýrans (vasa recta)
Barknýrungar eru fleiri (80%) en þeirra Henlelykkja er mun styttri og í þeim eru ekki vasa recta.
Hverjir eru þrír grunnþættirnir í framleiðslu
þvags?
-Síun í nýrnahnoðra
- Endurupptaka í píplum
- Seytun í píplum
Hversu stór hluti blóðvökvans er síaður í
nýrnahnoðra og hvað er mikið endurupptekið
(við venjulegar aðstæður)?
um 20% er síað, um 178,5L fer aftur í blóðið.
Hvað er í vökvanum sem endar í
Bowmanshylki (og hvað er ekki í honum)?
Hvað er seytun í nýrum og til hvers er hún?
Seytun= úr blóði yfir í píplur: efni sem þarf að losa í meira magni og bætt við það sem áður var í píplum
Hvar kemur stýring inn? Í síun, endurupptöku
eða seytun?
Síun?
Hvað myndar síuna í nýrnahnoðrum, þ.e. Í
gegnum hvað þarf vökvalausnin að fara (þrjú
atriði)?
1.Blóðvökvinn þarf að komast framhjá æðaþelsfrumum háræðanna (í bowmans)
2. Blóðvökvinn þarf að komast yfir grunnhimnu
3. Vökvinn þarf að komast á milli fótfrumna
Hvers vegna komast prótín ekki í gegnum
síuna?
í grunnhimnu eru glýkóprótín sem eru neikvætt hlaðin. Þar sem prótín í blóðvökvanum eru líka neikvætt hlaðin er erfitt fyrir prótein að komast framhjá æðaþelsfrumur og í gegnum grunnhimnuna.
Hvaða kraftar hafa áhrif á nettó síunarkraft
(þrír kraftar)?
1: Bþ í háræðum nýrnahnoðra er óvenjuhár sem veldur því að vökvinn leitar út
2. Fer eftir flatarmáli í snertingu við blóð og gegndræpi síunnar.
3. Bþ eykst í nýrnahnoðra. Meiri kraftur sem ýtir blóðvökvanum út.
Hvaða tvær stærðir ráða síunarhraða í
nýrnahnoðra?
Flatarmál í snertingu við blóð og gegndræpi síunnar.
Hvernig er síunarkrafti stýrt?
Sjálfvirk stýring
Ytri stýring
Hvernig er síunarfasta stýrt?
Síunarhraðinn eykst eftir því sem flatarmál háræðaveggja í nýrnahnoðra vex
Eða breyting á gegndræpi milli háræða í nýrnahnoðranum í bowmanshylki
Hvað er átt við með endurupptöku í nýrum?
Vatn og önnur efni sem eru komin í nýrnapíplukerfið eru tekin aftur upp á stýrðan hátt inn í blóðið.
Nýrun eru mjög afkastamikil þegar kemur að endurupptöku efna. Ef við þurfum að halda í nauðsynleg efni geta þau oftast tekið nánast allt efnið upp aftur og þá fer ekkert af því út í þvag. Nýrun eru hins vegar ekki dugleg við að endurupptaka ónauðsynleg úrgangsefni eða hættuleg efni (skiljanlega) og þau efni renna því burt með þvaginu.
Hver er munurinn á virkri og óvirkri
endurupptöku?
fyrst fer efni í gegnum þekjufrumu í nýrnapíplunni (það er minna um að efni fari milli frumnanna, frekar í gegnum þær). Síðan fer efnið um millifrumuvökvann og að lokum inn í háræðina.
Ef eitthvað af þessum skrefum (1-5) er orkukræft telst endurupptakan virk (orkukræf). Ef ekkert skref er orkukræft er endurupptakan óvirk (passive).
Hversu stór hluti Na+ er venjulega
endurupptekinn?
Það má segja að það sé eitt mikilvægasta dæmið því endurupptaka ýmissa annarra efna er háð endurupptöku Na+
99,5% (venjulega) endurupptekið
80% af orku nýrna notuð í þetta
Er endurupptaka Na+ virk eða óvirk?
Hvert er Na+ pumpað til að endurupptaka
geti átt sér stað og hvernig kemur pumpan
hreyfingu á Na+ (og veldur upptöku að lokum
inn í blóðið)?
Lykilatriði í endurupptöku Na+ er Na+/K+ pumpan, sem notar orku úr ATP til að pumpa Na+ út úr nýrnapíplufrumu (og K+ inn), eins og gerist í öðrum frumum líkamans. Við þetta verður til ójafnvægi í styrk Na+ Lækkandi styrkur inni í nýrnapíplufrumunni þýðir að Na+ leitar inn í frumuna úr nýrnapípluvökvanum.
Vegna þess að Na+ er pumpað út í millifrumuvökvann (blár á mynd) verður styrkurinn þar hár sem þýðir að Na+ leitar inn í blóðið, þar sem styrkurinn er lægri.
Hvaða tvö kerfi stýra endurupptöku Na+
Hvort hefur aukið renín áhrif til að auka eða
minnka endurupptöku Na+?
Eykur endurupptöku á Na+ (og Cl- og H2O)
Natriuretic peptíð:
Minnkar endurupptöku á Na+ (og Cl- og H2O)
En hvaða áhrif hefur aukið ANP og BNP?
Hvar er renín framleitt?
Renín kemur frá granular frumum í juxtaglomerular apparatus
Hvar er angiotensínógen framleitt?
Lifrin framleiðir prótín sem heitir angíótensínógen. Það er óvirkt og alltaf í blóðinu. Það er nokkurs konar hráefni fyrir kerfið.
Hvernig er samspil reníns og
angiotensínógens?
Renín frá nýrum hvatar virkjun á angíótensínógeni sem þá breytist í angíótensín I
Hvað verður um angiotensín I?
Angíótensín I breytist hins vegar í angíótensín II í lungum (þar er ensím sem hvatar þessa umbreytingu).
Hvaða áhrif hefur angiotensín II?
Angíótensín II örvar nýrnahettur til að framleiða aldósterón.
Hvaða áhrif hefur aldósterón (og hvaðan
kemur það)?
Aldósterón örvar endurupptöku Na+ í nýrum og með því fylgir Cl- og vatn. Þar með hefur markmiðinu verið náð, þ.e. rúmmál utanfrumuvökva eykst (þar með talið rúmmál blóðvökva) og blóðþrýstingur hækkar
Hvaðan koma ANP og BNP og hver eru áhrif
þeirra á Na+ búskap?
Hér er dæmið öfugt við það sem var þegar við skoðuðum renín-angíótensín-aldósterón kerfið. Hér er mikið NaCl í líkamanum, mikill utanfrumuvökvi og hár blóðþrýstingur. Hái blóðþrýstingurinn veldur álagi (togi) á hjartað sem losar þá ANP og BNP (peptide)
Megin áhrif af ANP og BNP eru að draga úr endurupptöku Na+ í nýrnapíplum, sem þá eykur útskilnað Na+ í þvagi og hefur á endanum áhrif á blóðþrýsting.
Eins og sjá má hafa ANP og BNP ýmis önnur áhrif sem draga úr blóðrúmmáli og blóðþrýstingi. ANP og BNP hamla t.d. renín-angíótensín-aldósterón kerfinu og draga úr síunarhraða.