PRÓF Flashcards
Hvað eftirfarandi er líklegt að gerist þegar 55 ára maður sprautar sig með vaxtarhormóni? Veljið eitt svar:
a. Vaxtarhormón hefur engin áhrif á svona fullorðinn mann
b. Hann bætir við sig einhverjum centimetrum á lengdina
c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum
d. Undirstúka seytir meira magni af GHRH (growth hormone releasing hormone).
c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum
Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti fitu?
Veljið eitt svar:
a. Fita er ekki notuð beint til brennslu nema glúkósabirgðir líkamans klárist
b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið
c. Fitu er breytt í amínósýrur þegar skortur er á amínósýrum
d. Umfram fitusýrum er breytt í glúkósa í upptökufasa (absoptive/fed state).
b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið
Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti kolvetna?
Veljið eitt svar:
a. í föstufasa (postabsorptive/fasting state) er mikil myndun á glýkógeni.
b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku
c. Kolvetnaforði í vöðvum og lifur er að mestu á formi einsykra (monosaccharides)
d. Umfram glúkósi breytist í amínósýrur.
b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku
Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti prótína og amínósýra? Veljið eitt svar:
a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri
b. Þríglýseríð eru samsett úr glýseróli og þremur amínósýrum
c. Meirihluti frásogaðra amónósýra eru notaðar til nýmyndunar á fitu og prótínum
d. Heilinn getur auðveldlega brennt amínósýrum beint
a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri
Hvað af eftirfarandi er réttast um insúlín?
Veljið eitt svar:
a. Insúlín ýtir undir losun amínósýra út í blóðið
b. Insúlín ýtir undir niðurbrot glýkógens
c. Insúlín er losað í mestu magni þegar lengra líður frá máltíð
d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði
d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði
Glúkagon hefur ýmis áhrif. Hvað af eftirfarandi er rétt?
veljið eitt svar
a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa
b. Glúkagon er losað meira magni strax eftir kolvetnaríka máltíð
c. Glúkagon ýtir undir myndun glíkógens
d. Glúkagon ýtir undir nýmyndun prótína
a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa
Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu
b. Í fullorðnum er varmaframleiðsla mest í brúnni fitu
c. Líkamshiti hækkar með aldri
d. Líkamshiti mælist yfirleitt hærri í munni en í endaþarmi
Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu
Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Eftir að lögun að heitu loftslagi í nokkra daga verður svitamyndun minni
b. Það að húð hitni í sólarljósi er dæmi um hitastreymi
c. Megin virkni svita er að auka hitaleiðni
d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.
d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.
Hvað af eftirfarandi er dæmi um hlutverk nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurvinna gölluð rauð blóðkorn – geta endurunnið venjuleg, ekki gölluð
b. Mynda A vítamín
c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi
d. Seyta glúkagoni
c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi
Hvað af eftirfarandi er réttast um síun í æðahnoðrum nýrna?
Veljið eitt svar:
a. 1% blóðvökva síast frá til að mynda frumþvagið
b. Síun (filtration) er ferðalag efnis úr frumþvagi yfir í blóð
c. Henlelykkjur æðahnoðrans sjá um síun og myndun frumþvags
d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun
d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun
Hvað af eftirfarandi er réttast um starfsemi nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið
b. Í hvoru nýra eru tveir nýrungar (nephrons)
c. Seytun (secretion) fer að mestu fram í æðahnoðra
d. Stór hluti af glúkósa úr blóði tapast út með þvagi
a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið
Gefum okkur að meira sé losað af aldósteróni frá nýrnahettum. Hver væru áhrifin?
Veljið eitt svar:
a. Minnkað rúmmál utanfrumuvökva
b. Minni losun á Na+ með þvagi
c. Minni losun á K+ með þvagi
d. Æðavíkkun víða um líkamann
b. Minni losun á Na+ með þvagi
Gefum okkur að í blóði sé of mikið osmótískt virkum ögnum. Hvað er líklegt að gerist?
Veljið eitt svar:
a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst
b. Þvagið verður þynnra, þ.e. með minna af uppleystum efnum
c. Endurupptaka (reabsorption) vatns í nýrum minnkar
d. Glúkósi er losaður með þvagi
a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst
Hvað af eftirfarandi er réttast um sýru- basajafnvægi í líkamanum?
Veljið eitt svar:
a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi
b. Utanfrumuvökvi er mun súrari en blóð
c. Ef pH blóðs er milli 6,5 og 8,5 telst það eðlilegt
d. Uppköst gera blóðið súrt
a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi
Hvað af eftirfarandi myndi gera blóð basískara?
Veljið eitt svar:
a. Minni nýmyndun bíkarbónats
b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum
c. Minnkuð losun CO2 frá lungum
d. Aukin endurupptaka (reabsorption) HCO3- jónar (bíkarbónat) í nýrum
b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum
(45) Hvað af eftirfarandi er réttast um sertólífrumur?
Veljið eitt svar:
a. Þær framleiða estrógen
b. Þær framleiða testósterón
c. Þær hafa 46 litninga
d. þær eru mikilvægar hjá bæði konum og körlum
c. estrogen
Hvað af eftirfarandi er réttast um estrógen og prógesterón?
Veljið eitt svar:
a. Frá gulbúi kemur prógesterón en ekki estrógen
b. Prógesterón ýtir undir egglos
c. Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings
d. Estrógen dregur úr uppbyggingu legslímhúðar
Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings
Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfrumna?
Veljið eitt svar:
a. Um tvær milljón eggfrumna ná full þroska á æviskeiði konu
b. Úr hverri forstigs eggfrumu verða til 16 fullþroskuð egg
c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið
d. Fullþroskuð eggfruma og fullþroskuð sáðfruma eru álíka stórar frumur
c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið
Hvað af eftirfarandi er réttast um frjóvgun eggfrumu?
Veljið eitt svar:
a. Dæmigert er að frjóvgað egg nái bólfestu í legi sama dag og frjóvgun verður
b. Oftast ná fleiri en ein sáðfruma í gegnum varnir eggsins og losa erfðaefni sitt
c. Bólfesta verður yfirleitt strax og frjóvgað egg kemur úr eggjaleiðara
d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara
d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara
Hvað af eftirfarandi er réttast um fæðingu?
Veljið eitt svar:
a. Þrýstingur á leghálsi dregur úr losun oxýtósíns
b. Yfirborðsvirkt efni í lungum (surfactant) veldur vandræðum ef það er framleitt fyrir fæðingu
c. Oxýtósín kemur frá eggjastokkum í fæðingu
d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti
d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti
Hvar í fóstrinu er Ductus arteriosus (Fósturslagæð) að finna?
Veljið eitt svar:
a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)
b. Hún liggur á milli slegla (ventricles) í hjartanu
c. Hún er staðsett í lifur og er blóð frá fylgju til hjarta
d. Hún liggur á milli gátta (atria) í hjartanu
a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)
Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri karla?
Veljið eitt svar:
a. Sáðfrumur myndast í sáðrás
b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón
c. Sæði er súrt til að hlutleysa basa í leggöngum
d. Sáðblöðrur losa vökva út í eistnalyppur
b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón
Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri kvenna?
Veljið eitt svar:
a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings
b. Í hverjum tíðahring byrjar aðeins eitt eggbú að þroskast
c. Aukning í prógesterónstyrk markar upphaf blæðinga
d. Eggjastokkar framleiða estrógen en ekki prógesterón
a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings
Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun fósturs/meðgöngu?
Veljið eitt svar:
a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu
b. Lengdarmæling í sónar gefur betri vísbendingu um aldur fóstur ef mælt eftir 20 viku
c. Fylgja verður til tveimur vikum á undan fóstrinu
d. Líffæri byrja fyrst að mótast eftir viku átta á meðgöngu
a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu
Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfæra eða kynákvörðun?
Veljið eitt svar:
a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri
b. Estrógen hefur meira með kynákvöðrun að gera en testósterón
c. Müllerian ducts verða að karlkyns kynfærum
d. Allt frá upphafi fósturþroska eru karlkyns og kvenkyns kynfæri ólík-
a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri