PRÓF Flashcards

1
Q

Hvað eftirfarandi er líklegt að gerist þegar 55 ára maður sprautar sig með vaxtarhormóni? Veljið eitt svar:
a. Vaxtarhormón hefur engin áhrif á svona fullorðinn mann
b. Hann bætir við sig einhverjum centimetrum á lengdina
c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum
d. Undirstúka seytir meira magni af GHRH (growth hormone releasing hormone).

A

c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti fitu?
Veljið eitt svar:
a. Fita er ekki notuð beint til brennslu nema glúkósabirgðir líkamans klárist
b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið
c. Fitu er breytt í amínósýrur þegar skortur er á amínósýrum
d. Umfram fitusýrum er breytt í glúkósa í upptökufasa (absoptive/fed state).

A

b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti kolvetna?
Veljið eitt svar:
a. í föstufasa (postabsorptive/fasting state) er mikil myndun á glýkógeni.
b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku
c. Kolvetnaforði í vöðvum og lifur er að mestu á formi einsykra (monosaccharides)
d. Umfram glúkósi breytist í amínósýrur.

A

b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti prótína og amínósýra? Veljið eitt svar:
a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri
b. Þríglýseríð eru samsett úr glýseróli og þremur amínósýrum
c. Meirihluti frásogaðra amónósýra eru notaðar til nýmyndunar á fitu og prótínum
d. Heilinn getur auðveldlega brennt amínósýrum beint

A

a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um insúlín?
Veljið eitt svar:
a. Insúlín ýtir undir losun amínósýra út í blóðið
b. Insúlín ýtir undir niðurbrot glýkógens
c. Insúlín er losað í mestu magni þegar lengra líður frá máltíð
d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði

A

d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Glúkagon hefur ýmis áhrif. Hvað af eftirfarandi er rétt?
veljið eitt svar
a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa
b. Glúkagon er losað meira magni strax eftir kolvetnaríka máltíð
c. Glúkagon ýtir undir myndun glíkógens
d. Glúkagon ýtir undir nýmyndun prótína

A

a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu
b. Í fullorðnum er varmaframleiðsla mest í brúnni fitu
c. Líkamshiti hækkar með aldri
d. Líkamshiti mælist yfirleitt hærri í munni en í endaþarmi

A

Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Eftir að lögun að heitu loftslagi í nokkra daga verður svitamyndun minni
b. Það að húð hitni í sólarljósi er dæmi um hitastreymi
c. Megin virkni svita er að auka hitaleiðni
d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.

A

d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað af eftirfarandi er dæmi um hlutverk nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurvinna gölluð rauð blóðkorn – geta endurunnið venjuleg, ekki gölluð
b. Mynda A vítamín
c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi
d. Seyta glúkagoni

A

c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um síun í æðahnoðrum nýrna?
Veljið eitt svar:
a. 1% blóðvökva síast frá til að mynda frumþvagið
b. Síun (filtration) er ferðalag efnis úr frumþvagi yfir í blóð
c. Henlelykkjur æðahnoðrans sjá um síun og myndun frumþvags
d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun

A

d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um starfsemi nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið
b. Í hvoru nýra eru tveir nýrungar (nephrons)
c. Seytun (secretion) fer að mestu fram í æðahnoðra
d. Stór hluti af glúkósa úr blóði tapast út með þvagi

A

a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Gefum okkur að meira sé losað af aldósteróni frá nýrnahettum. Hver væru áhrifin?
Veljið eitt svar:
a. Minnkað rúmmál utanfrumuvökva
b. Minni losun á Na+ með þvagi
c. Minni losun á K+ með þvagi
d. Æðavíkkun víða um líkamann

A

b. Minni losun á Na+ með þvagi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Gefum okkur að í blóði sé of mikið osmótískt virkum ögnum. Hvað er líklegt að gerist?
Veljið eitt svar:
a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst
b. Þvagið verður þynnra, þ.e. með minna af uppleystum efnum
c. Endurupptaka (reabsorption) vatns í nýrum minnkar
d. Glúkósi er losaður með þvagi

A

a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sýru- basajafnvægi í líkamanum?
Veljið eitt svar:
a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi
b. Utanfrumuvökvi er mun súrari en blóð
c. Ef pH blóðs er milli 6,5 og 8,5 telst það eðlilegt
d. Uppköst gera blóðið súrt

A

a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað af eftirfarandi myndi gera blóð basískara?
Veljið eitt svar:
a. Minni nýmyndun bíkarbónats
b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum
c. Minnkuð losun CO2 frá lungum
d. Aukin endurupptaka (reabsorption) HCO3- jónar (bíkarbónat) í nýrum

A

b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

(45) Hvað af eftirfarandi er réttast um sertólífrumur?
Veljið eitt svar:
a. Þær framleiða estrógen
b. Þær framleiða testósterón
c. Þær hafa 46 litninga
d. þær eru mikilvægar hjá bæði konum og körlum

A

c. estrogen

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um estrógen og prógesterón?
Veljið eitt svar:
a. Frá gulbúi kemur prógesterón en ekki estrógen
b. Prógesterón ýtir undir egglos
c. Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings
d. Estrógen dregur úr uppbyggingu legslímhúðar

A

Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfrumna?
Veljið eitt svar:
a. Um tvær milljón eggfrumna ná full þroska á æviskeiði konu
b. Úr hverri forstigs eggfrumu verða til 16 fullþroskuð egg
c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið
d. Fullþroskuð eggfruma og fullþroskuð sáðfruma eru álíka stórar frumur

A

c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um frjóvgun eggfrumu?
Veljið eitt svar:
a. Dæmigert er að frjóvgað egg nái bólfestu í legi sama dag og frjóvgun verður
b. Oftast ná fleiri en ein sáðfruma í gegnum varnir eggsins og losa erfðaefni sitt
c. Bólfesta verður yfirleitt strax og frjóvgað egg kemur úr eggjaleiðara
d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara

A

d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um fæðingu?
Veljið eitt svar:
a. Þrýstingur á leghálsi dregur úr losun oxýtósíns
b. Yfirborðsvirkt efni í lungum (surfactant) veldur vandræðum ef það er framleitt fyrir fæðingu
c. Oxýtósín kemur frá eggjastokkum í fæðingu
d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti

A

d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvar í fóstrinu er Ductus arteriosus (Fósturslagæð) að finna?
Veljið eitt svar:
a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)
b. Hún liggur á milli slegla (ventricles) í hjartanu
c. Hún er staðsett í lifur og er blóð frá fylgju til hjarta
d. Hún liggur á milli gátta (atria) í hjartanu

A

a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri karla?
Veljið eitt svar:
a. Sáðfrumur myndast í sáðrás
b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón
c. Sæði er súrt til að hlutleysa basa í leggöngum
d. Sáðblöðrur losa vökva út í eistnalyppur

A

b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri kvenna?
Veljið eitt svar:
a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings
b. Í hverjum tíðahring byrjar aðeins eitt eggbú að þroskast
c. Aukning í prógesterónstyrk markar upphaf blæðinga
d. Eggjastokkar framleiða estrógen en ekki prógesterón

A

a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun fósturs/meðgöngu?
Veljið eitt svar:
a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu
b. Lengdarmæling í sónar gefur betri vísbendingu um aldur fóstur ef mælt eftir 20 viku
c. Fylgja verður til tveimur vikum á undan fóstrinu
d. Líffæri byrja fyrst að mótast eftir viku átta á meðgöngu

A

a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfæra eða kynákvörðun?
Veljið eitt svar:
a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri
b. Estrógen hefur meira með kynákvöðrun að gera en testósterón
c. Müllerian ducts verða að karlkyns kynfærum
d. Allt frá upphafi fósturþroska eru karlkyns og kvenkyns kynfæri ólík-

A

a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfæra?
Veljið eitt svar:
a. Offramleiðsla testósteróns hjá fóstri með XX arfgerð hefur engin áhrif
b. Eistu ganga oftast niður í pung eftri fæðingu- nei gera það ekki strax
c. Það er í lagi að testósterónviðtakar í XY fóstri séu óvirkir því áhrif testósteróns koma bara
fram eftir fæðingu
d. Pungur drengja er fósturfræðilega skyldur ytri skapabörmum stúlkna

A

d. Pungur drengja er fósturfræðilega skyldur ytri skapabörmum stúlkna

27
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um þroskun öndunarkerfis?
Veljið eitt svar:
a. Yfirborðsvirkt efni (surfacant) er venjulega bara framleitt eftir fæðingu
b. Við fæðingu eru lungnablöðrur (alveoli) jafn margar og í fullorðnum
c. Þekjan í lungum þykknar rétt fyrir fæðingu til að auka loftskipti
d. Barki og lungun myndast úr innlagsrörinu

A

c. Þekjan í lungum þykknar rétt fyrir fæðingu til að auka loftskipti

28
Q

Hvað af eftirfarandi gerist fljótlega eftir fæðingu ef allt er eðlilegt?
Veljið eitt svar:
a. Foramen ovale opnast meira
b. Lungun taka við af fylgju við að súrefnismetta blóðið
c. Ductus arteriosus opnast og veitir blóði úr lungnaslagæð yfir í ósæð
d. Súrefnisþrýstingur í blóði nýfædda barnsins fellur

A

b. Lungun taka við af fylgju við að súrefnismetta blóðið

29
Q

Veljið eitt svar:
a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa
b. Glúkagon er losað í meira magni strax eftir kolvetnaríka máltíð
c. Glúkagon ýtir undir myndun glýkógens
d. Glúkagon ýtir yndir nýmyndun prótína

A

a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa

30
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskiptahormón?
Veljið eitt svar:
a. Streituhormón lækka blóðsykur
b. Insúlín hefur mikil og bein áhrif á heilann
c. Styrkur glúkagons og insúlíns er yfirleitt í hámarki á sama tíma
d. Glúkagon hefur áhrif á lifur

A

d. Glúkagon hefur áhrif á lifur

31
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um orkujafnvægi?
Veljið eitt svar:
a. Efnaskiptahraði minnkar með hækkandi aldri
b. Melting fæðu minnkar efnaskiptahraða
c. Efnaskiptahraði breytist mest um 20% frá hvíldarástandi
d. 80% af orkunni úr fæðunni nýtist til að framkvæma vinnu

A

a. Efnaskiptahraði minnkar með hækkandi aldri

32
Q

Hvað af eftirfarndi er réttast um efnaskipti og orkujafnvægi?
Veljið eitt svar:
a. Sýking og hækkaður líkamshiti dregur úr efnaskiptahraða
b. Grunnefniaskiptahraði er óháður kyni
c. Fólk með ofvirkan sjaldkirtil hefur aukinn efnaskiptahraða
d. Adrenalín dregur úr efnaskiptahraða

A

c. Fólk með ofvirkan sjaldkirtil hefur aukinn efnaskiptahraða

33
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um orkujafnvægi líkamans?
Veljið eitt svar:
a. Hvert gramm af fitu inniheldur 4kcal
b. Aðal stýringin á líkamsþyngd felst venjulega í stýringu á fæðuinntöku
c. Leptín ýtir undir uppsöfnun fituforða
d. Aukið magn insúlíns í blóði eykur á hungurtilfinningu

A

b. Aðal stýringin á líkamsþyngd felst venjulega í stýringu á fæðuinntöku

34
Q

Hvað af eftirfarnadi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Eðlilegar sveiflur í húðhita eru minni en eðlilegar sveiflur í kjarnhita
b. Eðlilegt viðbragð við lækkandi kjarnhita er að beina meira blóði til húðarinnar
c. Meiri sveifla í kjarnhita en 0,2°C yfir sólahring er óeðlileg
d. Þegar sótthiti er að lækka finnst okkur vera heitt

A

d. Þegar sótthiti er að lækka finnst okkur vera heitt

35
Q

Megin upptaka fer fram í:
a) mjógirni
b) ristli
c) vélinda
d) munni
e) maga

A

a) Mjógirni (smáþörmum)

36
Q

Ef PCO2 hækkar innan eðlilegra marka..
a) þá hækkar pH blóðs
b) þá myndast fleiri bicarbonat jónir (HCO3-) úr kolsýru
c) þá getur meira súrefni tengst hemoglóbini
d) þá fækkar boðum frá efnanemum í carotid body og aortuboga
e) þá minnkar öndunartíðnin

A

b) þá myndast fleiri bicarbonat jónir (HCO3-) úr kolsýru

37
Q

Þegar talað er um að hemoglobin sé fullkomlega mettað er átt við:
a) að einhverjar aðrar sameindir séu tengdar bindistöðvum súrefnis á hemoglóbininu
b) bæði súrefni og koltíoxíð sé tengt sameindinni
c) að allir bindistaðir hemoglobins séu setnir súrefnismólikúli
d) að súrefni sé tengt bæði heme- og gobulin-hluta sameinarinnar
e) að rauð blóðkorn innihaldi hámarksmagn af hemoglóbini

A

c) að allir bindistaðir hemoglobins séu setnir súrefnismólikúli

38
Q

inn í skeifugörnum (duodeneum) kemur eftirfarandi í upptökufasa meltingar…
a) HCI, gall, NaHCO3, meltingarensím og secretín
b) HCI, gall, NaHCO3 en engin meltingarensím
c) HCI, gall, NaHCO3 og meltingarensím
d) Gall, NaHCO3 og meltingarensím en ekkert HCI
e) HCI, gall og meltingarensím en ekkert NaHCO3

A

c) HCI, gall, NaHCO3 og meltingarensím

39
Q

Hvert af eftirfarandi fullyrðingum á best við um surfactant?
a) gælunafn á intrapleural þrýstingi, sem er neikvæður og kemur þannig í veg fyrir að lungun falli saman
b) bakteríeyðandi frumur í epiþeli lungnablaðra (alveoli)
c) Lípóprótein, sem lækkar yfirborðsspennu í vatnslagi því sem klæðir lungnablöðrurnar að innan
d) stoðgrind úr brjóski, sem varnar því að lungnablöðrurnar falli saman
e) burðarprótein (hvött dreifing), sem aðstoðar við flutning CO2 úr háræðum út í lungnablöðrur

A

c) Lípóprótein, sem lækkar yfirborðsspennu í vatnslagi því sem klæðir lungnablöðrurnar að inn

40
Q

Seyti sekretíns úr innkirtilsfrumum í vegg skeifugarnar gerist vegna:
a) þans magaveggjar
b) sykra í þarmainnihaldi í skeifugörn
c) sýru í þarmainnihaldi í skeifugörn
d) gastríns sem losað er í neðsta hluta magans (pylorus)
e) ekkert af ofantöldu

A

c) sýru í þarmainnihaldi í skeifugörn

41
Q

pepsín…
a) er virkt í mjógirni
b) klýfur prótein í amínósýrur
c) er vikjað af saltsýru eftir að það er losað á óvirku formi úr kirtlum í maga
d) er ómissandi við meltingu proteina
e) allt ofantalið er rétt

A

d) er ómissandi við meltingu proteina

42
Q

Hvað á almennt ekki við um sterahormón:
a) þau hafa tiltögulega langan helmingunartíma (eyðast hægt)
b) þau bindast viðtökum í umfrymi markfrumna
c) myndunarferli (synthetic pathways) þeirra eru sívirk
d) í blóði eru þau bundin proteinum

A

c) myndunarferli (synthetic pathways) þeirra eru sívirk

43
Q

Brisið seytir meltingarvökva út í:
a) ristil
b) duodenum
c) ileum
d) gallblöðru
e) maga

A

b) duodenum

44
Q

Hver af eftirfarandi stærðum eykst ekki við líkamlega áreynslu?
a) slagmagn
b) systóluþrýstingur
c) öndunartíðni
d) heildarviðnám meginblóðrásar
e) hjartsláttartíðni

A

d) heildarviðnám meginblóðrásar

45
Q

Hvað af eftirtöldu telst til vel þekktra og almennt viðurkenndra hlutverk lungna
a) taka þátt í stjórnun líkamshita.
b) framleiða rauð blóðkorn
c) taka þátt í stjórn á sýrustigi blóðs
d) framleiða og losa hormón
e) allt ofantalið

A

c) taka þátt í stjórn á sýrustigi blóðs

46
Q

Hvað af eftirfarandi hefur mest að segja um flutningsgetu blóðs á súrefni?
a) plasma pH
b) leysni súrefnis í blóði
c) magn hemoglobins í blóði
d) magn CO2 í rauðum blóðkornum
e) hitastig blóðs

A

c) magn hemoglobins í blóði

47
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um blóðrauða (hemoglobin)?
a) súrefnismettun blóðrauða er óháð súrefnisþrýsitingi (PO2)
b) blóðrauði á auðveldara með að losa súrefni þegar styrkur CO2 hækkar
c) um helmingur alls súrefnis í blóði er bundinn við blóðrauða
d) blóðrauði sveimar með súrefni út úr æðakerfinu.

A

b) blóðrauði á auðveldara með að losa súrefni þegar styrkur CO2 hækkar

47
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast?
a) súrefni er að mestu flutt uppleyst í blóðvökva (plasma)
b) hlutþrýstingur súrefnis í lungnablöðrum er lægri en í andrúmsloftinu
c) hlutþrýstingur súrefnis í háræðablóði er lægri en í vef
d) súrefnisþrýstingur hækkar í vöðva við mikla vinnu vöðvans

A

b) hlutþrýstingur súrefnis í lungnablöðrum er lægri en í andrúmsloftinu

48
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um yfirborðsspennu (surface tension) ?
a) makrófagar í lungnablöðrum seyta yfirborðsvirka efninu
b) yfirborðspenna í lungnablöðrum veldur því ap auðveldara er að þenja lungun út í innöndun
c) yfirborðspenna í lungnablöðrum stafar af styrkhalla fyrir súrefni
d) yfirborðspenna í lungnablöðrum minnkar þegar yfirborðsvirku efni (surfactant) er bætt við.

A

d) yfirborðspenna í lungnablöðrum minnkar þegar yfirborðsvirku efni (surfactant) er bætt við.

49
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þrýsting í fleiðruholi (pleural cavity, milli fleiðrunga) ef allt er eðlilegt?
a) Þrýstingur í fleiðruholi er minni en inni í lungum
b) Þrýstingur í fleiðruholi þrýstir lungunum saman
c) Þrýstingur í fleiðruholi hækkar þegar við öndum að okkur
d) Þrýstingur í fleiðruholi er hærri en í andrúmslofti

A

a) Þrýstingur í fleiðruholi er minni en inni í lungum

50
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um loftun?
a) Rúmmál innöndunarlofts er alltaf meira en rúmmál útöndunarlofts.
b) Hlutfall dauða loftsins er meira eftir því sem andað er dýpra
c) Heildarloftun við munn og nef er meiri en loftun lungnablaðranna.
d) Ef heildarrúmmál lungna manns er 5,8 lítrar, getur hann andað frá sér um 5,5 lítrum í einum andadrætti

A

a) Rúmmál innöndunarlofts er alltaf meira en rúmmál útöndunarlofts.

51
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um stjórn öndunar?
a) aðal stjórnstöð öndunar er í stúku heilans (thalamus)
b) aukin öndun (loftun) við áreynslu er eingöngu vegna aukin adrenalíns í blóði
c) efnanemar í bláæðakerfinu gefa mikilvægustu upplýsingarnar um súrefnisstyrk
d) aukið H+ í slagæðablóði eykur öndun (loftun).

A

d) aukið H+ í slagæðablóði eykur öndun (loftun).

52
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um koltvísýring?
a) koltvísýringur leysist verr upp í blóðvökva (plasma) en súrefni
b) blóðrauði (hemoglobin) bindur koltvísýring eingöngu í neyð
c) meirihluti koltvísýrings er fluttur sem bíkarbónat í blóði
d) þegar súrefni og koltvísýringur hvarfast saman myndast bíkarbónat

A

c) meirihluti koltvísýrings er fluttur sem bíkarbónat í blóði

53
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast:
a) ef loftflæði minnkar til lungna er líklegt að blóðflæðið á þann stað aukist
b) súrefnismettun blóðrauða á toppi Everest er sú sama og við sjávarmál
c) í útöndunarlofti er bæði súrefni og koltvísýringur
d) hraði sveims (diffusion) eykst eftir því sem styrkhallinn (gradient) er minni

A

c) í útöndunarlofti er bæði súrefni og koltvísýringur

54
Q

Hvert eftirfarandi er dæmi um humoral neikvæða afturvirkni?
a) seytun kortisóls frá nýrnahettuberki
b) losun noradrenalíns við streitu
c) dægursveiflur (circadian rythms)
d) magn kalks (calcium) í blóði

A

d) magn kalks (calcium) í blóði

55
Q

Hvert eftirtalinna hormóna er losað frá undirstúku (Hypothalamus)?
a) GH
b) TRH
c) ACTH
d) FSH

A

b) TRH

56
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hormón?
a) noradrenalín er sterahormón
b) peptíðhormón hafa kólestrólkjarna
c) sterahormón tengjast flest viðtökum á frumuhimnu
d) kortisól er sterahormón

A

d) kortisól er sterahormón

57
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hormón?
a) skjaldkyrtilshormón hefur áhrif á efnaskipti flestra frumna líkamans.
b) fremri heiladingull losar bæði oxýtósín og vasópressín
c) sterahormónið aldósterón hefur aðallega áhrif á uppbyggingu vöðva
d) prolaktín er framleitt í brjóstvef

A

a) skjaldkirtilshormón hefur áhrif á efnaskipti flestra frumna líkamans.

58
Q

Samvinna undirstúku (hypothalamus) og heiladinguls (pituiary) er mikilvæg fyrir losun kortisóls. Hvað af eftirfarandi er réttast?
a) undirstúka sendir taugaboð alla leið til fremri heiladinguls sem þá losar ACTH. Það ýtir undir losun kortisóls frá nýrnahettum
b) CRH ýtir undir losun á ACTH frá fremri heiladingli sem ýtir undir losun á kortisóli frá nýrnahettum
c) fremri heiladingull sendir taugaboð til undirstúku sem losar þá bæði CRH og ACTH
d) CRH ýtir undir losun á ACTH frá undirstúku sem ýtir undir losun á kortisóli frá nýrnahettum

A

b) CRH ýtir undir losun á ACTH frá fremri heiladingli sem ýtir undir losun á kortisóli frá nýrnahettum

59
Q

Í hvaða eftirfarandi vef meltingarvegarins má finna æðar sem taka upp fæðu og taugar sem stjórna seytun?
a) slíma (mucosa)
b) vöðvalagi (muscularis externa)
c) slímubeði (submucosa)
d) serosa

A

c) slímubeði (submucosa)

60
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um seytun (secretion) inn í meltingarveg?
a) hormónum er aðallega seytt inn í meltingarveg, frekar en inn í blóðið
b) seytun á slími auðveldar hreyfingar fæðu um meltingarveg
c) vatni er ekki seytt í meltingarveg heldur eingöngu tekið upp
d) meirihlutinn af því rúmmáli sem seytt er inn í meltingarveg hverfur út með hægðum

A

b) seytun á slími auðveldar hreyfingar fæðu um meltingarveg

61
Q

Hvaðan er amýlasa seytt og hvað gerir hann?
a) seytt í munni og frá brisi og tekur þátt í niðurbroti prótína
b) seytt frá lifur og tekur þátt í niðurbroti prótína
c) seytt í munni og frá brisi og tekur þátt í niðurbroti kolvetna
d) seytt frá lifur og tekur þátt í niðurbroti kolvetna

A

c) seytt í munni og frá brisi og tekur þátt í niðurbroti kolvetna

62
Q

Hvert af eftirfarandi er framleitt í brisi?
a) lípasi
b) pepsín
c) gall
d) saltsýra

A

a) lípasi

63
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um gall?
a) gall klippir fitusýrur frá glýseróli
b) gall er losað út í maga
c) gall er framleitt í gallblöðru
d) gall leysir upp fitu í smáþörmunum

A

d) gall leysir upp fitu í smáþörmunum