Vefjafræði Flashcards
Hvað eru stofnfrumur ?
Ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir
Hvað er það sem hefur aðal áhrif á sérhæfingu frumna ?
Umritunarþættir (allar frumur hafa sama genasafn)
Hver er munurinn á stofnfrumum úr fósturvísum og vefjastofnfrumum ?
Stofnfrumur úr fósturvísum geta sérhæfst í allar aðra frumur líkamans en vefjastofnfrumur eru takmarkaðar við þann vef sem þær búa í
Hvað þýðir að stofnfrumur skipti sér asymmetrískt (ósamhverf skipting) ?
Þær mynda tvær ólíkar frumur við skiptingu, eina stofnfrumu og eina sérhæfða frumu
Í hvaða vefjum er hraðasta ummyndinunin ?
Blóðvef, þörmum, hár/húðsekkjum og brjóstkirtli
Hvenær eru frumur í brjóstum kvenna mest sérhæfðar ?
Þegar kona er með barn á brjósti
Hverjir eru tveir helstu eiginleikar illkynja krabbameinsfruma ?
Ífarandi æxlisvöxtur og óheftar frumuskiptingar
Hvenær er farið að tala um krabbamein sem illkynja æxli ?
Þegar frumumassinn verður ífarandi í nálæga vefi
Hvað er ífarandi æxlisvöxtur ?
Þegar krabbamein skríður af stað frá upprunastað sínum og er þá tilbúið að meinvarpast
Hvenær er talað um meinvarpandi æxli ?
Þegar krabbamein hefur dreifst til annarra fjarlægra líffæra
Í hvaða fjóra flokka eru krabbamein flokkuð eftir vefjauppruna ?
Krabbamein í þekjuvef, stoðvef, heila og hvítblæði
Hvers vegna eru þekjuvefskrabbamein svona algeng ?
Vegna þess að þekjuvefsfrumur eru mjög útsettar fyrir utanaðkomandi áreiti
Hvað eru primary frumur ?
Frumur úr ferskum vef, beint úr einstaklingi
Hvað eru frumulínur ?
Frumur sem búið er að gera ódauðlegar og má nota til ýmissa rannsókna
Hvað er haemotoxylin ?
Basískur vefjalitur sem hefur sækni í neikvætt hlaðnar sameindir eins og kjarnsýrur og litar þær fjólubláar
Hvað er eosin ?
Súr vefjalitur sem hefur sækni í jákvætt hlaðnar sameindir eins og flest prótein í umfrymi og litar þau rauð eða bleik
Hvað er PAS ?
Vefjalitur sem litar slím og sykrur rautt, litar slím frá goblet frumum í lungum og þörmum, litar einnig grunnhimnu og brjósk
Hvernig eru mótefni byggð upp ?
Tvær léttar keðjur og tvær þungar
Hvert er hlutverk örtíta í þörmum ?
Auka yfirborð þarma til að auðvelda næringarupptöku
Hvert er hlutverk kólesteróls í frumuhimnunni ?
Eykur stífleika hennar
Hvað er laminin ?
Glycoprótein sem eru mikilvægur hluti af grunnhimnu, tengjast integrinum, hafa áhrif á frumusérhæfingu, -fjölgun, -skrið og -dauða
Hvað er grunnhimna ?
Netlaga himna sem skilur að starfsvef og stoðvef, samsett úr GAG sameindum og próteinum, stjórnar síun í nýrum og æðum, gasskiptum í lungum og stjórnar frumuvexti
Hvað er lamin ?
Stoðgrindarprótein í kjarna
Hver er munurinn á þéttlitni(heterochromatin) og dreiflitni (euchromatin) ?
Í þéttlitni er DNA pakkað þétt saman og það er óvirkt við eftirmyndun og umritun, í dreiflitni eru histónin búin að opna sig svo að eftirmyndun og umritun er möguleg