Vefjafræði Flashcards
Hvað eru stofnfrumur ?
Ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir
Hvað er það sem hefur aðal áhrif á sérhæfingu frumna ?
Umritunarþættir (allar frumur hafa sama genasafn)
Hver er munurinn á stofnfrumum úr fósturvísum og vefjastofnfrumum ?
Stofnfrumur úr fósturvísum geta sérhæfst í allar aðra frumur líkamans en vefjastofnfrumur eru takmarkaðar við þann vef sem þær búa í
Hvað þýðir að stofnfrumur skipti sér asymmetrískt (ósamhverf skipting) ?
Þær mynda tvær ólíkar frumur við skiptingu, eina stofnfrumu og eina sérhæfða frumu
Í hvaða vefjum er hraðasta ummyndinunin ?
Blóðvef, þörmum, hár/húðsekkjum og brjóstkirtli
Hvenær eru frumur í brjóstum kvenna mest sérhæfðar ?
Þegar kona er með barn á brjósti
Hverjir eru tveir helstu eiginleikar illkynja krabbameinsfruma ?
Ífarandi æxlisvöxtur og óheftar frumuskiptingar
Hvenær er farið að tala um krabbamein sem illkynja æxli ?
Þegar frumumassinn verður ífarandi í nálæga vefi
Hvað er ífarandi æxlisvöxtur ?
Þegar krabbamein skríður af stað frá upprunastað sínum og er þá tilbúið að meinvarpast
Hvenær er talað um meinvarpandi æxli ?
Þegar krabbamein hefur dreifst til annarra fjarlægra líffæra
Í hvaða fjóra flokka eru krabbamein flokkuð eftir vefjauppruna ?
Krabbamein í þekjuvef, stoðvef, heila og hvítblæði
Hvers vegna eru þekjuvefskrabbamein svona algeng ?
Vegna þess að þekjuvefsfrumur eru mjög útsettar fyrir utanaðkomandi áreiti
Hvað eru primary frumur ?
Frumur úr ferskum vef, beint úr einstaklingi
Hvað eru frumulínur ?
Frumur sem búið er að gera ódauðlegar og má nota til ýmissa rannsókna
Hvað er haemotoxylin ?
Basískur vefjalitur sem hefur sækni í neikvætt hlaðnar sameindir eins og kjarnsýrur og litar þær fjólubláar
Hvað er eosin ?
Súr vefjalitur sem hefur sækni í jákvætt hlaðnar sameindir eins og flest prótein í umfrymi og litar þau rauð eða bleik
Hvað er PAS ?
Vefjalitur sem litar slím og sykrur rautt, litar slím frá goblet frumum í lungum og þörmum, litar einnig grunnhimnu og brjósk
Hvernig eru mótefni byggð upp ?
Tvær léttar keðjur og tvær þungar
Hvert er hlutverk örtíta í þörmum ?
Auka yfirborð þarma til að auðvelda næringarupptöku
Hvert er hlutverk kólesteróls í frumuhimnunni ?
Eykur stífleika hennar
Hvað er laminin ?
Glycoprótein sem eru mikilvægur hluti af grunnhimnu, tengjast integrinum, hafa áhrif á frumusérhæfingu, -fjölgun, -skrið og -dauða
Hvað er grunnhimna ?
Netlaga himna sem skilur að starfsvef og stoðvef, samsett úr GAG sameindum og próteinum, stjórnar síun í nýrum og æðum, gasskiptum í lungum og stjórnar frumuvexti
Hvað er lamin ?
Stoðgrindarprótein í kjarna
Hver er munurinn á þéttlitni(heterochromatin) og dreiflitni (euchromatin) ?
Í þéttlitni er DNA pakkað þétt saman og það er óvirkt við eftirmyndun og umritun, í dreiflitni eru histónin búin að opna sig svo að eftirmyndun og umritun er möguleg
Hvaða amínósýra er alltaf upphafstákni þegar prótein eru þýdd ?
AUG - methionine
Hvert er hlutverk minni hlutarins í ríbósóm einingunni ?
Tengir saman mRNA þráðinn og tRNA
Hvert er hlutverk stærri hlutarins í ríbósóm einingunni ?
Hvatar myndun peptíðtengja milli amínósýra
Hvar eru sterar framleiddir í frumunni ?
Í slétta frymisnetinu
Hvar fer þýðing próteina fram ?
Annaðhvort á grófa frymisnetinu (prótein semenda utan frumu, í lýsósómum eða frumuhimnu) eða í frjálsum ríbósómum í umfrymi
Hvað er proteosome ?
Þyrping af próteinum, sem innihalda ensím sem eyða ónýtum eða óþörfum próteinum
Hvar fer rafeindaflutningskeðjan fram í hvatberum ?
Á innri himnunni
Hvert er helsta hlutverk peroxísóma ?
Niðurbrot á fitusýrum og afeitrun á ýmsum sameindum
Hvert er hlutverk milliþráða (intermediate filaments) ?
Gefa frumunni mekanískan styrk svo hún þoli betur álag (mikið í húð), liggja um alla frumuna eins og reipi, mynda nuclear lamina
Hvert er hlutverk örþráða (aktín þráða) ?
Nauðsynlegir við útlit frumu, hjálpa til við frumuskrið, festing og hreyfing próteina við himnur, mynda örtotur, taka þátt í vöðvasamdrætti
Í hvaða þrjár gerðir skiptist stoðkerfi frumunnar ?
Milliþræði (intemediate filament), örþræði (aktín) og örpíplur (microtubuli)
Hvert er hlutverk örpípla (microtubuli) ?
Mynda net um frumuna svo að frumulíffærin geti hreyfst úr stað, hreyfing bifhára og svipa, tengja litninga við spólur í frumuskiptingu (vaxa út frá geislaskauti)
Hvað gerist í G1 fasa frumuhringsins ?
Fruman safnar næringarefnum og myndar RNA og prótein sem eru nauðsynleg fyrir myndun DNA og tvöföldun litninga
Hvað gerist í S fasa frumuhringsins ?
Litningafjöldi er tvöfaldaður
Hvað gerist í G2 fasa frumuhringsins ?
Fruman kannar nýmyndaða DNA-ið og undirbýr sig fyrir skiptingu (stækkar og endurraðar frumulíffærum)
Hver eru helstu skref í apoptosu ?
DNA sundrast, rúmmál frumunnar minnkar, hvatberar hætta að virka, himnublöðrur myndast, apoptic bodies myndast sem eru svo étnir af átfrumum
Í hvaða fjóra flokka skiptast vefir ?
Þekjuvef, taugavef, vöðvavef og bandvef/stoðvef (stundum talað um blóðvef einnig)
Hvað einkennir þekjuvef ?
Náin frumutengsl og návist við opið rými
Hvar finnst þekjuvefur í líkamanum ?
Þekur líkamann að utan, hol líkamans að innan og myndar kirtla
Hvað er það sem aðskilur þekjuvef frá undirliggjandi stoðvef ?
Grunnhimna (basement membrane)
Hvað heita pólarnir tveir á þekjuvefsfrumum
Apical hluti snýr að holrými, basal hluti snýr niður að grunnhimnu
Hvað eru integrin ?
Himnubundnir viðtakar sem greiða fyrir tengingu milli frumu og umhverfis/annarrar frumu (fibronectin, collagen, laminin), hluti af hemidesmosomum
Í hvaða 3 flokka skiptast frumu-frumu tengi ?
Anchorong junctions(desmosome), occluding junctions (þéttitengi) og communicating junctions (gatatengi)
Hvað einkennir þéttitengi (zonula occlusion/tight junction) ?
Binda frumur mjög þétt saman, eru næst apical hluta frumu, viðhalda skautun frumna og stjórna paracellular flutningi jóna og annarra sameinda
Hver eru mikilvægustu próteinin í þéttitengjum ?
Occludin og claudin
Hvað er occludin ?
Prótein sem er í flestum þéttitengjum, viðhalda hindrun milli apical hluta og lateral hluta frumu
Hvað er claudin ?
Prótein sem mynda backbone þéttitengja, mynda göng og stjórna för efna paracellular (milli frumna)
Hvert er hlutverk zonula adherens (adherens junctions) ?
Tengja aktín þræði við frumuhimnu í frumu-frumu tengingu
Hvert er mikilvægasta próteinið í adherens junctions ?
E-cadherin
Hvert er hlutverk desmosoma (hnapptengja) ?
Tengja milliþræði við frumuhimnu í frumu-frumu tengingu, þola mikið álag
Hvert er hlutverk gap junctions ?
Mynda göng milli tveggja frumna til að hleypa jónum og öðrum sameindum á milli
Hvert er hlutverk focal adhesions ?
Binda frumur við grunnhimnu með því að tengjast aktín þráðum
Hvert er hlutverk hemidesmosoma ?
Tengja basolateraltsvæði frumu við grunnhimnu með því að tengjast milliþráðum
Hvaða frumutengi tengjast aktín þráðum ?
Þéttitengi, adherens junctions og focal adhesions
Hvaða frumutengi tengjast milliþráðum ?
Desmosome og hemidesmosome
Hvert er hlutverk þekjuvefs ?
Vörn, frásog, seytun, gasskipti/leiðslukerfi, skynjun, samdráttur
Hvernig skiptist þekjuvefur eftir lögun frumna ?
Flöguþekja, teningsþekja, stuðlaþekja og breytiþekja
Hvernig skiptist þekjuvefur eftir lagskiptingu ?
Einföld þekja, lagskipt þekja og sýndar lagskipt
Hvar finnast helst einfaldar flöguþekjur ?
Æðaþeli, líkamsholum, bowman’s capsule og í lungnablöðrum
Hvar finnast helst einfaldar teningsþekjur ?
Kirtilgöngum, eggjastokkum og nýrnapíplum
Hvar finnast helst einfaldar stuðlaþekjur ?
Meltingarfærum neðan vélinda (gallblaðra, smáþarmar, ristill)
Hvar finnast helst einfaldar stuðlaþekjur með bifhárum ?
Eggjaleiðurum
Hvar finnast helst lagskiptar flöguþekjur ?
Munnholi, vélinda, endaþarmsopi, leggöngum og húð
Hvar finnast helst lagskiptar teningsþekjur ?
Stærri göngum í munnvatnskirtlum og svitakirtlum
Hvar finnast helst lagskiptar stuðlaþekjur ?
Stærri göngum útkirtla
Hvar finnast helst sýndarlagskiptar þekjur ?
Berkjum öndunarfæra (bifhærðar)
Hvar finnast helst breytiþekjur ?
Einungis í þvagblöðru (þvagpípu og þvagrás)
Hvað eru goblet frumur ?
Þekjufrumur sem seyta slími
Hvaða 3 leiðir nota kirtilfrumur til að seyta efnum ?
Merocrine, apocrine og holocrine
Hver er munurinn á merocrine, apocrine og holocrine seytun ?
Merocrine: himna seytikorna rennur saman við apical hlutafrumuhimna og innihald losnar með útfrumun
Apocrine: apical hluti umfrymis losnar með seytuninni
Holocrine: fruma fyllist af seytiblöðrum og springur á endanum og deyr
Í hvaða 5 flokka er hægt að skipta einföldum kirtlum ?
Pípulaga, hlykkjóttum, greinóttum pípulaga,
perulaga, greinóttum perulaga
Í hvaða 3 flokka er hægt að skipta samsettum kirtlum ?
Pípulaga, perulaga og pípuperu laga (tubuloacinar)
Hvar er helst að finna einfalda pípukirtla ?
Þörmum og ristli
Hvar er helst að finna einfalda greinótta pípukirtla ?
Í maga
Hvað eru paneth frumur ?
Frumur í smáþörmum sem eru hluti af ónæmiskerfinu og framleiða lysozyme sem eyðileggja frumuveggi baktería
Hvar er helst að finna einfalda hlykkjótta pípukirtla ?
Húð (svitakirtlar)
Hvar er helst að finna einfalda perulaga kirtla (acinar) ?
Þvagrás
Hvar er helst að finna einfalda greinótta acinar kirtla ?
Í maga
Hvar er helst að finna greinótta pípukirtla ?
Skeifugörn (Brunner’s kirtlar)
Hvar er helst að finna greinótta acinar kirtla ?
Brisi (exocrine hluti) og brjóstum
Hvar er helst að finna greinótta pípuacinar kirtla ?
Mjólkurkirtlar í brjóstum, munnvatnskirtlar
Hvað er stroma ?
Bandvefur og allar þær frumur sem þar er að finna
Hvað kallast frumur í brjóski ?
Chondrocytses
Í hvaða þrjá flokka skiptist brjósk ?
Glærbrjósk, trefjabrjósk og elastískt brjósk
Hve stór hluti af brjóski er millifrumuefni ?
95%
Hverjar eru helstu sameindir í millifrumuefni brjósks ?
Kollagen, proteoglycön (með GAG sameindum) og glycoprótein
Hvaðan fær brjósk næringu ?
Frá perichondrium (brjóskhimnu) og liðvökva
Hver er helst að finna hýalínbrjósk (glærbrjósk) ?
Í beinagrind fóstra, vaxtarflötum langra beina, liðflötum, öndunavegi og í rifjum
Hvar í líkamanum er að finna trefjabrjósk ?
Liðþófum og sinafestum
Hvað einkennir trefjabrjósk ?
Mikið af kollagen I þráðum
Hvað einkennir elastískt brjósk ?
Mikið af elastískum þráðum
Hvar er að finna elastískt brjósk í líkamanum ?
Ytra eyra, kokhlust og barkaspeldi (epiglottis)
Í hvers konar brjóski er ekki pericjondrium ?
Trefjabrjóski
Hvers konar frumur er að finna í brjóski ?
Chondroblasta, chondrocyta (og fibroblasta í trefjabrjóski)
Hvaða efni eru aðal uppistaðan í millifrumuefni í hýalínbrjóski ?
Kollagen II og aggrecan (proteoglycan)
Hvaða efni eru aðal uppistaðan í millifrumuefni í elastísku brjóski ?
Kollagen II, elastískir þræðir og aggrecan
Hvaða efni eru aðal uppistaðan í millifrumuefni í trefjabrjóski ?
Kollagen I og II og versican (proteoglycan)
Hver eru helstu hlutverk beina ?
Vörn, mekanískur stuðningur, hreyfigeta, uppspretta steinefna og blóðmyndun
Hver er aðaluppistaðan í millifrumefni í beini ?
Kollagen þræðir (aðallega I en líka V)
Í hvaða hluta beins á beinvöxtur sér stað ?
Epiphyseal line
Í hvaða þrjá hluta skiptast löng bein ?
Epiphysis, metaphysis og diaphysis
Hvað eru osteoprogenitor cells ?
Frumur sem eru komnar frá mesenchymal stofnfrumum og eru forverafrumur fyrir osteoblasta
Hvenær verða osteoblastar að osteocytum ?
Þegar osteoblastarnir eru umkringdir millifrumuefninu sem þeir seyta er talað um osteocyta
Hvað eru osteoclastar ?
Frumur sem eru staðsettar á yfirborði beina þar sem beinið er í eyðingu eða hefur skemmst
Hvert er hlutverk osteoblasta ?
Seyta millifrumuefni
Hvaða frumur eru forverafrumur osteoclasta ?
Monocytar og granulocytar
Hvers konar frumur geta osteoprogenitor frumur myndað ?
Fibroblasta, osteoblasta, fitufrumur(adipocytes), chondrocytes og vöðvafrumur
Hvers konar efni seyta osteoclastar til að brjóta niður millifrumuefni í beini ?
Lífrænum sýrum og kollagenasa
Hvers konar frumur geta monocytar skipt sér í ?
Macrophaga og osteoclasta
Hvernig er hægt að skipta beini eftir þéttleika ?
Þétt bein (compact bone) og frauðbein (cancellus bone)
Hvernig er hægt að skipta beini eftir þroska ?
Ofið bein (primary) og flögubein (secondary)