Smásjárskoðun Flashcards
Hver eru helstu lögin í gallblöðru ?
Mucosa (þekja+LP), tunica muscularis, tela subserosa og mesothelial lag
Hvernig þekja er í gallblöðru ?
Einföld stuðlaþekja
Hver eru helstu lögin í barka ?
Mucosa (þekja+LP), submucosa, brjósk, adventitia (perichondrium rennur saman við submucosa og adventitia)
Hvernig þekja er í barkanum ?
Bifhærð sýndarlagskipt stuðlaþekja
Hvernig kirtlar eru í submucosa í barkanum ?
Sero-mucous
Hver eru helstu lögin í vélinda ?
Mucosa (þekja, LP, muscularis mucosae), sibmucosa, muscularis propria, adventitia
Hver eru helstu lögin þvagblöðru ?
Mucosa (þekja+LP), muscularis propria, adventitia
Hvernig þekja er í vélinda ?
Lagskipt flöguþekja
Hvernig þekja er í þvagblöðru ?
Breytiþekja
Hver eru helstu lögin í smágirni ?
Mucosa (þekja+LP+muscularis mucosae), submucosa, muscularis propria, serosa
Hvaða tvær gerðir af kirtlum er að finna í smágirni ?
Einfrumukirtla eða goblet cells og einfalda pípukirtla
Hvar finnast plasma frumur í smágirni ?
Í lamina propria
Hvað heita frumurnar sem finnast neðst í kirtlum í smágirni og hvað innihalda þeir ?
Paneth frumur, innihalda lysozyme
Hver er munurinn á serous og mucous kirtlum ?
Serous kirtlar eru smáir með litlu holi, áberandi seytikorni og eru rauðir að lit
Mucous kirltar eru stærri, frumurnar hafa mikið slím, kjarni situr neðst og er útflattur, gráir að lit
Hvað einkenni sero-mucous kirtla ?
Serous kirtlar umkringdir mucous að hluta - hálfmánar
Hvað heita tengigangarnir í munnvatnskirtlum frá þeim minnstu til þeirra stærstu ?
Intercalated ducts, striated ducts og excretory ducts
Hvað heita frumurnar milli þekju og lamina basalis í kirtlum og tengigöngum og hvaða hlutverki gegna þær ?
Myoepithelial frumur, þær hafa samdráttareiginleika
Hvað einkenni skjaldkirtil ?
Folliculi fyllt colloidum og klædd einfaldri þekju
Hvað eru kalkkirtlarnir margir og hvar eru þeir staðsettir ?
4, staðsettir við afturjaðar skjaldkirtils
Hver er munurinn á chied cells og oxyphil cells ?
Chief cells hafa ljóst umfrymi og miðstæðan kjarna, oxyphil frumur eru mun færri og stærri, innihalda mikinn fjölda hvatbera og eru bleikar að lit
Hvernig þekja er i húðinni ?
Lagskipt keratínmyndandi flöguþekja
Í hvaða lög skiptist dermis húðarinnar ?
Stratum papillare og stratum reticulare
Hver er munurinn á st. papillare og st. reticulare ?
Papillare er lausgerður, æðaríkur, inniheldur fáa kollagenþræði en mikið millifrumuefni og fibroblasta
Reticulare er þéttur og óreglulegur, inniheldur mikið af kollagenþráðum, lítið millifrumuefni, fáa fibroblasta og er ekki eins æðaríkur
Hvernig bandvefur er í sin ?
Þéttur reglulegur bandvefur
Hvað inniheldur slímbandvefur í naflastreng mikið af ?
Hýalúronsýru
Hver er aðaluppistaðan í reticular þráðum ?
Kollagen III (líka próteóglýkön og glýcóprótein)
Hver eru einkenni fitufrumna ?
Kjarninn er útflattur við jaðar frumunnar, stór fitudropi
Hver er munurinn á brúnni fitu og hvítri fitu ?
Fitudroparnir í brúnni fitu eru margir og litlir en í hvítri fitu er bara einn stór
Hver er aðaluppistaðan í millifrumuefni í bjóski ?
Kollagen II
Hvað er territoral matrix ?
Svæði næst brjóskfrumum þar sem lítið er af kollagen þráðum en mikið af próteóglýkönum
Hvað einkennir fjaðurbrjósk ?
Mikið magn elastískra þráða
Hvers konar brjósk hefur ekkert perichondroum ?
Þráðbrjósk
Hvar fer lengdarvöctur í beini fram ?
Í epiphyseal plate
Hvernig fer þykknun beins fram ?
Með intramembranous hætti frá periosteum
Hvar eru osteoblastar staðsettir ?
Við yfirborð beina
Hvenær verða osteoblastar og osteocytum ?
Þegar þeir eru orðnir umluktir beinmatrixi
Hvað gera osteoclastar og hvernig líta þeir út í smásjárskoðun ?
Þeir eyða beini, stórar frumur með dökkt umfrymi
Hvað heita lögin sem myndast þegar bein vex ?
Resting zone, proliferative zone, hypertrophic cartilage zone, calcified cartilage zone, ossification zone
Hvað heita einingarnar í flögubeini ?
Osteon eða Haversian system
Hvernig er uppröðun osteon ?
Í miðjunni er Haversian canal, lamellae raða sér í hringi í krinugm það, osteocytar sitja í lacunar milli lamellae, canaliculli eru milli osteocyta
Hvað einkennir taugafrumur ?
Stórir kjarnar með áberandi kjarnakorni, umfrymi ríkulegt og inniheldur Nissl efni
Kjarnar hvaða frumna sjást á milli taugaþráða í úttaug ?
Kjarnar Schwann frumna
Í hvaða tvo hluta skiptist litli heili ?
Cortex (grána) og medulla (hvítu)
Í hvaða 3 lög skiptist cortex og hvað inniheldur hvert þeirra ?
Molecular lag - fáar taugafrumur, ómýelínseraðir taugaþræðir og glíafrumur
Purkinje lag
Granular lag - mikið af litlum taugafrumum
Hvað er að finna í medullu ?
Afferent og efferent taugaþræði sem flestir eru mýelínseraðir, glíafrumur; astrocytar, microglia og oligodendrocytar
Hvað einkennir sléttan vöðva ?
Vöðvafrumur eru spólulaga með miðlægum kjörnum en án þverráka
Hvað einkennir rákóttan vöðva ?
Kjarna eru litlir og sitja út við frumuhimnu, þverráki sjást greinilega
Hvað heita bandvefslögin sem umlykja vöðvaþræði ?
Endamysium, perimysium og epimysium
Hvað einkennir hjartavöðva ?
Þverrákir, kjarnar nálægt miðju frumna, vöðvafrumurnar kvíslast og greinast
Hver eru lögin í æðum ?
Intima (endotheliale+subendothelium), LEI, media, LEE, adventitia
Úr hverju er intima lag æða ?
Þekju, bandvef og sléttum vöðva
Hvaða æðar hafa þykkasta intima ?
Elastískar æðar
Úr hverju er media lag æða ?
Sléttum vöðva, kollageni og elastískum þráðum
Hvað einkennir media í elastískum æðum ?
Mikið af elastískum þráðum sem raða sér í himnur
Úr hverju er adventitia lag æða ?
Bandvef og elastískum þráðum
Hvaða lag er þykkast í slagæðum ? En Bláæðum ?
Media þykkast í slagæðum, adventitia þykkast í bláæðum