Höfuð & háls Flashcards
Hvaða bein höfuðs eru þau fyrstu til að beingerast að fullu ?
Bein í eyra
Hvaðan er fóstubandvefur á H&H svæði uppruninn ?
Mesoderm (paraxial og lateral plate), neural crest og ectodermal placodes
Hvar festist falx cerebri ?
Á crista galli á ethmoid beini
Hvaða göt eru á sphenoid beininu ?
Foramen ovale, foramen spinosum og foramen rotundum
Hvaða hlutverk hefur Broca svæðið í heilanum ?
Mynda orð
Hvaða hlutverk hefur Wernicke svæðið í heilanum ?
Skilning á töluðu máli
Hvaða brautir enda í ventral posterior kjarna stúku ?
Spinothalamic, trigeminothalamic og medial lemniscus
Hvaðn kemur input til primary auditory cortex ?
Frá medial geniculate kjarna
Hvaðan kemur input til primary visual cortex ?
Frá lateral geniculate kjarna stúku
Hver er fyrsti kjarninn þar sem boð koma frá báðum eyrum ?
Superior olivary kjarni
Hvar fer fram sundurgreining mismunandi hljóða ?
Inferior colliculus
Hvað er retrograde amnesia ?
Getur ekki munað fyrri atburði
Hvað er anterograde amnesia ?
Getur ekki lært nýjar staðreyndir
Hvaða heita bungurnar 3 framan á taugapípunni áður en hún lokast ?
Prosencephalon, mesencephalon og rhombencephalon
Í hvaða tvo hluta skiptist prosencephalon í fósturþroska ?
Telencephalon og diencephalon
Í hvaða tvo hluta skiptist rhombencephalon í fósturþroska ?
Metencephalon og myelencephalon
Hvað verður úr telecephalon í fósturþroska ?
Heilahvel og lateral heilahólf
Hvað verður úr diencephalon í fósturþroska ?
Stúka, undirstúka, retina og 3. heilaholið
Hvað verður úr mesencephalon í fósturþroska ?
Milliheili og cerebral aqueduct
Hvað verður úr metencephalon í fósturþroska ?
Brú, hnykill og hluti af 4. heilaholi
Hvað verður úr myelencephalon í fósturþroska ?
Mænukylfa og hluti af 4. heilaholi
Hvert er alvarlegasta form klofins hryggs ?
Myelomeningocele
Hvaða prótein í blóði móður er merki um að lokun taugapípunnar hafi ekki tekist ?
Alpha-phetoprotein
Hvaða skynnemar mynda ekki boðspennur ?
Ljós-, heyrnar- og jafnvægisnemar
Lýstu frjálsum taugaendum
Algengustu skynnemarnir, finnast í húð, vöðvum, liðum og innir líffærum, miðla upplýsingum um hita og sársauka, taugaþræðir eru Ad eða C
Lýstu Merkel skynnemum
Óhjúpaður, disklaga endi skyntaugar, nálægt epidermis, þræðir eru stórir og mýelíneraðir og tengjast mörgum Merkel frumum, svara snertingu og þrýstingi
Lýstu Meissner skynnemum
Ílangir, hjúpaðir endar í dermal papillae húðar, mjög næmir á snertingu, mikið á fingurgómum
Lýstu Pacinian skynnemum
Finnast út um allan líkama, umlukin marglaga hýði sem vefst eins og laukur, mjög næm á titring, aðlagast hratt, Aa mýelíneraðir þræðir
Lýstu Ruffini skynnemum
Hjúpaðir þunnu vindlalaga hýði, í dermis húðar, aðlagast hægt, aflnemar
Hvað er hyperalgesia ?
Áreiti sem venjulega er aðeins óþægilegt verður ótrúlega sársaukafullt
Hvað er allodynia ?
Hættulaust áreiti, eins og ljós, verður sársaukafullt
Hvert er eina viðbragðið sem krefst þess ekki að farið sé yfir a.m.k. ein taugamót ?
Axon reflex: taugapeptíð losuð frá greinum skynnema til umlykjandi svæða sem veldur bólgu og roða
Hvað eru intrafusal vöðvaþræðir ?
Vöðvaþræðir sem eru umkringdir vöðvaspólum í miðjunni
Lýstu epineurium
Laus bandvefur sem umlykur hverja úttaug, aðallega kollagenþræðir og fibrobalstar, tengist dura miðtaugakerfis, myndar hjúp sumra taugaenda
Lýstu perineurium
Þunnt bandvefsalg myndað af frumum og kollageni, frumur eru tengdar með þéttitengjum - blood-nerve barrierr, rennur saman við arachnoid miðtaugakerfis, myndar hjúp sumra taugaenda
Lýstu endoneurium
Laus bandvefur innan perineurium, þekur einstaka þræði
Í hvaða flokki eru taugaþræðir sem innervera extrafusal beinagrindarþræði ?
A-alpha
Í hvaða flokki eru taugaþræðir sem innervera intrafusal beinagrindarþræði ?
A-gamma
Af hvaða gerð eru taugaþræðir frá vöðvspólum ?
Ia
Af hvaða gerð eru taugaþræðir frá Golgi líffærum (sinaspólum) ?
Ib
Af hvaða gerð eru taugaþræðir frá hjúpuðum endum ?
A-beta eða II
Af hvaða gerð eru taugaþræðir frá frjálsum taugaendum ?
A-delta eða III
Hvar komu millitaugungar fyrst fram í þróunarsögunni ?
Í flatormum
Hvað mynda neural crest frumur ?
Taugafrumur, mænuhnoð, Schwann frumur, melanocyta, ósjálfráða taugakerfið, bandvef á höfuð og háls svæði o.fl
Hvaða stoðfrumur eru í heilanum ?
Oligodendrocytar, microglia, ependymal og astrocytar
Hvert er hlutverk microglia fruma í miðtaugakerfi ?
Þær eru átfrumur og eru ónæmiskerfi heilans
Hvert er hlutverk ependymal fruma ?
Mynda heila- og mænuvökva, hluti af choroid plexus
Hvert er hlutverk astrocyta ?
Blood-brain barrier, veita taugavefnum næringu, viðhalda jónajafnvægi og hafa hlutverki að gegna í viðgerð og bandvefsmyndun eftir áverka
Hvaða þættir ákvarða sérhæfingu taugafrumna ?
Sonic hedhehog, BMP o.fl
Hvað er það sem ákvarðar hvar taugafruma myndar taugamót ?
Vaxtarbroddar eru misnæmir á skilaboð umhverfisins, t.d. dregur Netrin-1 til sín commissural síma
Hvað er það sem ákvarðar hvaða taugar tengjast hvaða vöðvum ?
LIM combinatorial code (ákveðnar samsætur umritunarþátta)
Hvar eru tengingar milli hægra og vinstra heilahvels ?
Anterior og posterior commissure, hippocampal commissure, corpus callosum, habenular commissure og optic chiasm
Hvað er anencephaly ?
Sjúkdómur þar sem lokun taugapípunnar fremst tekst ekki
Hvað heitir aðal æðin til mandibulunar ?
A. alveolaris inferior
Frá hvaða æð blæðir oftast við blóðnasir ?
A. sphenopalatina
Við hvaða hryggjarliði endar mænan og hvað heitir sá hluti mænunnar ?
Endar við L1/L2 og heitir cona medullaris
Hvað er caude equina ?
Samsafn af dorsal og ventral rótum mænutauga á leið til fótleggja (L1-S2)
Hvað er filum terminale ?
Pia afleiða sem tengir cona medullaris við rófubein
Hvað er substantia gelatinosa ?
Hluta af posterior horni gráa efnisins í mænu, þangað koma símar sem bera upplýsingar um sársauka og hita með Lissauer’s tract
Hvaða tveir kjarnar eru í anterior horni á cervical mænu ?
Spinal hluti accessory kjarnans og phrenic kjarni (taugar til þindar)
Hvernig taugungar eru í intermediate grey matter ?
Taugungar sjálfvirka kerfisins
Hvað er Clarke’s kjarni ?
Hringlaga svæði af stórum frumum í gráa efni mænunnar, við medial yfirborð posterior horns frá T1-L2, mikilvægir í að miðla skilaboðum til hnykils
Hvað er einfaldasta viðbragð líkamans og þarfnast einungis skyntaugungs og hreyfitaugungs ?
Stretch reflex, vöðvar dragast örlítið saman þegar þeir eru teygðir