Innri vefjafræði Flashcards
Hvað er serum ?
Plasma án storkuþátta
Hvað er hematocrit ?
Rúmmál rauðra blóðkorna í blóði
Hvað eru hvít blóðkorn stór hluti af rúmmáli blóðsýnis ?
Um 1%
Hvað finnst í plasma fyrir utan vatn ?
Prótein, jónir, niðurbrotsefni, gös, hormón og ensím
Hvað er FACS ?
Aðferð til að rannsaka blóðfrumur, þær eru merktar með flúrljómandi mótefni og þeim beint í ákveðin glös eftir því hvaða viðtaka þær tjá á yfirborði
Hvar er rauðum blóðkornum eytt ?
Aðallega í milta en líka í lifur og beinmerg
Hvaða sameindir eru ábrygar fyrir ABO blóðflokkunum ?
Glýkóprótein sem eru fest við yfirborðið með glýkóphorinum
Hver er munurinn á hypochromic og hemolytic anemia ?
Hypochromic orsakast af járnskorti og hemóglóbín framleiðsla er ekki eins og öflug frumur afbakast og taka á sig afbrigðilegt útlit
Hemolytic orsakast af genagalla sem leiðir til afbrigðilegar uppbyggingar blóðkornanna og þau brotin niður hraðar en eðlilega
Hvað er sigðkornablóðleysi ?
Stökkbreyting í hemóglóbín geninu sem leiðir til sigðfrumu formgerðar og útfellingar á hemóglóbíni, miklar líkur á blóðtappa
Hvaða frumur eru margkjarna ?
Megakaryocytar og osteoclastar
Hvað eru APC frumur ?
Frumur sem meðhöndla antigen og gera sýnileg gegnum MHCII sameindir, geta verið B-eitilfrumur, macrophagar o.fl, tengja sértæka og ósértæka ónæmiskerfið
Hvernig granulur innihalda blóðflögur ?
Alpha sem innihalda storkuþætti, plasminogen og vaxtarþætti sem eru mikilvæg við samloðun blóðflaga, myndun storku og æðaviðgerð
Dense sem innihalda serotonin sem er æðaþrengjandi
Hvað er EPO og hvar er það framleitt ?
Sameind sem virkar á beinmerg til að myeloid frumur myndi frekar forverafrumur fyrir rauð blóðkorn en granulocyta, framleitt í nýrum
Hvar finnst blóðmyndandi mergur í fulloðrnum einstaklingum ?
Hrygg, rifjum, sternum, höfuðkúpu mjaðmagrind og proximal lærlegg
Hvaða frumur og sameindir finnast í beinmerg ?
Stoðvefsfrumur, fitufrumur, macrophagar, reitcular frumur sem mynda reticular þræði, glýkóprótein og próteóglýkön
Hvert er algengasta æxlið í blóði ?
AML - bráðahvítblæði
Hvað heita forverafrumur plasma og minnisfrumna (virkjaðar B-eitilfrumur) ?
Immunoblastar
Hvað eru dendritískar frumur ?
Frumur sem kynna sýkil fyrir sértæka ónæmiskerfinu, finnast í epidermis, brýtur niður sýkil og kynnir hann fyrir T-eitilfrumu í eitli, upprunar frá tveim mismunandi stofnfrumum
Hvaða prótein tjáir APC fruma á yfirborði ?
MHC sameindir (sem sýna T-frumu viðtakanum mótefnavakann), costimulatory prótein og viðloðunarsameindir
Hvaða frumur hafa viðtaka fyrir MHCII ?
CD4+
Hvaða frumur hafa viðtaka fyrir MHCI ?
CD8+
Hver er munurinn á central og peripheral eitillíffærum ?
Central er þar sem B og T eitilfrumur þroskast, beinmergur og hóstarkirtill
Peripheral er þar sem frumur mæta sýklinum og þar fer fram virkjun á frumunum, eitlar, milta og MALT
Hvað er MALT ?
Eitilfrumusöfn fyrir neðan þekju, t.d. í berkjum og smáþörmum, skiptist í BALT og GALT, ekki bandvefshýði í kring
Hvað eru Hassalls corpuscles ?
Epithelioreticulocytar sem safnast saman og mynda rúllur, finnast í medulla í thymus, mynda boðefni sem hjálpa til við þroskun T fruma