Þróun á stuttum meðferðarsamræðum á klínískum vettvangi Flashcards
Hvað er átt við með “talking is healing”?
Það að tala um tilfinningar getur grætt sálina og dregið úr kvíða
Í Calgaryfjölskyldumeðferðarlíkaninu er lögð áhersla á að efla, bæta og viðhalda virkni fjölskyldunnar á þremur sviðum, hvaða svið eru það?
Vitsmunasvið
Tilfinningasvið
Atferlissvið (hegðunarsvið)
Hvað er unnið með á vitsmunasviði?
Unnið með hugsun og viðhorf
Benda á styrkleika, veita upplýsingar og ráð, virk hlustun, aðlögunarleiðir efldar
Hvað er unnið með á tilfinningasviði?
Talað um tilfinningar
Staðfesta, viðurkenna tilfinningar/þjáningar, hvetja til veikindafrásögu, meta fjölskyldustuðning
Hvað er unnið með á atferlissviðinu?
Unnið með hegðun, atferli og viðbrögð
Verkleg færni kennd, hvatt til hvíldar frá umönnnun, endurskoða/búa til rútínu
Hvernig fara fjölskyldusamtöl fram?
Tengslamyndun
Mat – greining
Meðferð – hjúkrun
Meðferðarlok
Hvað þurfum við að hafa í huga í tengslamyndun?
Einstaklingurinn er best skilinn í tengslum við fjölskylduna
Með því að sinna aðstandendum fæst heildræn sýn
Skýr rammi minnkar kvíða aðstandenda
Sýna fjölskyldunni áhuga
Aðstandendur tjá sig um grunnupplýsingar
Nota meðferðaspurningar
Fjölskyldutré og tengslakort
Í hverju felst mat/greining?
Vandi skilgreindur
Meta mismunandi tengsl innan fjölskyldunnar
Kanna mun á viðhorfum fjölskyldumeðlima til vandans
Fengnar ítarlegar upplýsingar
Tilgátur hugsaðar/ræddar varðandi styrk og vanda
Skoðuð áhrif vandans á fjölskylduna og áhrif fjölskyldunnar á vandann
Í hverju felst meðferðin/hjúkrunin?
Ganga í takt – samvinna á jafnræðisgrundvelli – samnýta þekkingu fjölskyldu og hjúkrunarfræðings
Til að árangur náist þurfa hjúkrunarfræðingur og fjölskylda að ná góðu sambandi, smella saman, ná samræmi (meðferðarspurningar sem tengjast hugrænum-, tilfinninga- eða hegðunarþáttum)
Í hverju felst meðferðarlok?
Meðferðarlok rædd
Að sjá styrk og seiglu fjölskyldunnar
Hrósa fjölskyldmeðlimum fyrir árangur
Meta hvað hefur áunnist
Bjóða áframhaldandi stuðning ef þess gerist þörf
Samráð og tilvísun til annarra fagaðila eftir því sem við á
Hvað eru línulegar spurningar?
Til að afla upplýsinga og gefa bein svör, kannar stöðu mála, lýsing, upplifun, hvenær, hvernig, hvað
Byrja oft á spurnarfornöfnum
Hvað eru hringlaga spuringar?
Til að hvetja til skilnings og breytinga
Kalla á úrvinnslu, þér á eftir að líða betur eftir að hafa svarað spurningunni
Í hvaða 3 flokka skiptast hringlaga spuringar?
Hugrænar
Tilfinningalegar
Hegðunarlegar
Hverjar eru helstu lykilspuringar sem ætti að spurja í meðferðarsamræðum?
Hvað brennur helst á ykkur núna?
Á hvaða fjölskyldumeðlim hafa veikindin mest áhrif? Hver þjáist mest?
Hverjar eru helstu óskir þínar/ykkar fyrir aðstoð núna (vegna meðferðar/útskriftar)
Hvernig getum við stutt best við ykkur núna?
Hvað hefur reynst ykkur best/síst hjálplegt í svipuðum aðstæðum?
Ef það væri ein spurning sem þú/þið gætuð fengið svar við núna, hver væri hún?
Í hvaða fjórar tegundir skiptast hringlaga spurningar innan þessara þriggja flokka?
Skiptast s.s. í hugræna, tilfinninga og hegðuna spurningar (3 flokkar)
Skiptast svo á 4 svið: mismuna, hegðunar, tilgátu, þríhyrnings