Fjölskyldur einstaklinga með geðrænar áskoranir Flashcards
Hvert er eitt helsta vandamál varðandi foreldra með geðræna sjúkdóma?
Um geðræna erfiðleika í fjölskyldum vill oft ríkja þögn og foreldrar veigra sér við að ræða áhrif þeirra við börn sín
Af hverju er mikilvægt að foreldrar með geðræna sjúkdóma ræði það við börnin sín?
Tilgangur þess að tala um börnin við foreldra er að draga úr millikynslóðaflutningi geðrænna erfiðleika
Það felast miklar forvarnir í því að rjúfa þögnina! Ábyrgðin er hjá fagfólki starfandi í heilbrigðis- og félagsþjónustu
Hvernig tölum við við börn sem eiga foreldra með geðræna sjúkdóma?
Fyrstu samræður: Farið yfir daglegt líf fjölskyldunnar, sérstaklega út frá sjónarmiði barnanna og stuðningi innan fjölskyldunnar og stuðningskerfis fjölskyldunnar. Einnig er reynt að aðstoða foreldra til að finna tækifæri og leiðir til að styðja börnin sín
Aðrar samræður: Styrkleikamiðaðar samræður til að finna styrkleika foreldranna og auka þrautseigju þeirra. Foreldrar hvattir til að vera sérfræðingar í eigin málum og vinna með veikleika og viðkvæmni
- Venjulega eru tvær samræður nægjanlegar í að styrkja foreldra til að trúa á sjálfan sig og hæfni sína í foreldrahlutverkinu
Þriðju samræður: Þegar þriðju samræður eru nauðsynlegar þá er mælt með fundi með stuðningskerfi fjölskyldunnar. Þá kemur saman heilbrigðis- og félagskerfi ásamt fjölskyldu og ræðir saman þar sem búið er til áætlun til að styðja alla fjölskylduna
Geðrænn vandi foreldra…facts
Geðrænn vandi foreldra er þekktur áhættuþáttur fyrir líðan barna og getur haft áhrif á þroska þeirra og geðheilsu
Elstu börnin taka gjarnan ábyrgð á heimilisverkum og systkinum – afleiðingar álags við að taka of mikla ábyrgð miðað við aldur getur komið fram seinna á ævinni – ”fullorðin börn geðsjúkra”
Börn búa sér til eigin skýringar sem oft eru byggðar á misskilningi, eru oft sjálflægar og íþyngjandi fyrir þau