Sex ráð um árangursríka notkun á spurningum í fjölskylduviðtölum Flashcards
Hver eru hin 6 ráð um árangursríka notkun á spurningum í fjölskylduviðtölum?
Ráð 1: virkja þátttöku í meðferðarsamræðum
Ráð 2: spyrja einnar spurninga spurninguna
Ráð 3: spyrjið um áhrif sjúkdómsins á fjölskylduna
Ráð 4: notið spurningar til að draga fram styrkleika
Ráð 5: notið spurningar til að bjóða upp á breytingar
Ráð 6: notið spuringar til að fá endurgjöf frá fjölskyldunni
Hvernig notum við spurningar til að virkja þátttöku í meðferðarsamræðum (ráð 1)?
Notum spuringar sem:
- virkja alla fjölskylduna og til að beina athyglinni á tilgang meðferðarsamræðanna
- meta megin áhyggjur sem hvíla á fjölskyldunni núna
- meta áhrifin á vandamálinu á fjölskylduna
- hvetja til að lausn verði fundin og draga fram styrkleika
Hvað er gagnleg eða hjálpleg spurning?
Býður upp á upplýsingar til allra sem eru viðstaddir
Býður upp á endurgjöf
Getur mögulega verið græðandi
Það er engin EIN SPURNING best
Hver er munurinn á mats spuringu og meðferðarspurningu?
Mats spurningar eru til að upplýsa hjúkrunarfræðinginn, oft að kanna eitthvað, kanna viðhorf
Mefðerðarspurningar bjóða upp á endurgjöf og mögulegar breytingar, meta vandamál á nýjan hátt
Hver er tilgangurinn að spurja einnar spuringa spurninguna (ráð 2)?
Til að virkja fjölskylduna og til að setja fókusinn /athyglina á það sem mestu máli skiptir spyrjið þá “Ef það væri ein spurning sem þú gætir fengið svar við núna á þessum fjölskyldufundi okkar, hver væri þá sú spurning?”
Spyr um sérstakar áhyggjur, spyr um það sem skiptir mestu máli, felur í sér tímaramma
Af hverju spyrjum við um áhrif sjúkdómsins á fjölskylduna (ráð 3)?
Grundvallaratriði til að skilja áhrifin af sjúkdómnum á líf fjölskyldumeðlima, samskipti/sambönd þeirra og væntingar til framtíðarinnar
Notið orðið “fjölskylda” til að útvíkka fókusinn (ekki bara verið að fókusera á sjúklinginn)
Hvaða breitingar hafa oriðið í fjölskyldunni þinni síðan þú greindist með þennan sjúkdóm?
Hvernig notar maður spurningar til að draga fram styrkleika (ráð 4)?
Hvað hefur þú lært sem virkar?
Hvernig komstu að þessari lausn?
Hvað heldur þú að aðrar fjölskyldur geti lært af þinni fjölskyldu við að höndla aðstæðurnar?
Hvernig notar maður spurningar til að bjóða upp á breytingar (ráð 5)?
Hverns konar stuðningur hefur verið hjálplegastur frá maka þínum í þessum veikindum þínum (–á meðan á þessari meðferð við sjúkdómnum hefur staðið)?
Ef maki þinn myndi þurfa að bjóða upp á annars konar stuðning, hvað myndi það þá fela í sér (–hverns konar stuðning myndi hann þá þurfa að bjóða upp á?)
Hvernig heldur þú að fjölskylda þín hafi aðlagast þessum sjúkdómi eftir hálft ár (sex mánuði)?
Hvernig notar maður spurningar til að fá endurgjöf frá fjölskyldunni?
Spurningar geta hjúð að/leitt til samvinnu
Spurningar geta dregið fram áhrifin af þjáningu/vanliðan
Það að tala um hlutina getur verið græðandi
Af hverju skiptir endurgjöf frá fjölskyldunni máli?
Spyrjið hvor meðferðarsamræðurnar hafi verið hjálplegar
Spyrjið um ráð fyrir aðrar fjölskyldur
Eru einhverjar aðrar leiðir sem hægt er að nota til að draga fram endurgjöf?
Á skalanum frá 1-10 þar sem 1 þýðir mjög lág tala… og 10 mjög há tala…, hversu vel heldur þú að ég hafi skilið aðstæður þínar?
Að hvaða leiti voru samræður okkar gagnlegar fyrir þig ? … eða ekki gagnlegar?