Hvað er fjölskylduhjúkrun? Flashcards
Hvað er fjölskylda?
Fjölskylda samanstendur af hópi tveggja eða fleiri einstaklinga sem eru tengd hver öðru sterkum tilfinningalegum böndum og þeir hafa þá tilfinningu að þeir tilheyri hvert öðru, hafa raunverulegan áhuga á hvort öðru og eru áhugasamir um að fá að vera þátttakendur í lífi hvers annars
Af hverju er mikilvægt að hafa fjölskyldur með í meðferð?
Rannsóknir hafa sýnt fram á betri árangur sjúklings ef unnið er með aðstandendum
Fjölskyldur ættu að…?
Vera velkomnar
Boðið að taka þátt
Hvattar til að taka sér frí frá umönnun þegar þörf er á
Af hverju er fjölskylduhjúkrun mikilvæg?
Fjölskyldan er grunneining samfélagsins
Ákvarðanir varðandi heilsu eru teknar innan fjölskyldunnar
Fjölskyldur eru að ákveðnu leyti ábyrgar fyrir heilsu meðlima sem eru að fást við veikindi/sjúkdóma
Fjölskyldur eru að verða flóknari
Hverjir eru mögulegir veikleikar innan fjölskyldna?
Erfiðleikar með að aðgreina hugsun frá tilfinningum
Yfirþyrmandi, ómeðhöndlaður kvíði
Tilfinningalegur vanþroski
Óviðeigandi samskiptamynstur
Viðnám gegn breytingum
Hverjir eru mögulegir styrkleikar innan fjölskyldna?
Nota opin og djúp samskipti
Sýna virðingu fyrir meðlimum fjölskyldunnar
Stuðla að vexti og þroskandi samskiptum
Taka þátt í jákvæðum samskiptum/tjáskiptum
Fær um að viðhalda virkni fjölskyldunnar og eru sveigjanleg varðandi virkni hennar og hlutverk
Sjá krísu(ur) sem merki um þroska/tækifæri til að vaxa
Eining og traust—deila með sér ábyrgð, menningu, hefðum og andlegri iðkun
Hjálpa hvort öðru og þyggja hjálp þegar þörf er á
Af hverju er mikilvægt að sinna fjölskyldum innan heilbrigðisþjónustunnar?
Marktæk endurgjöf frá fjölskyldum á klínískum vettvangi sem felur í sér áhrifin af sjúkdómum á fjölskyldumeðlimi og hvað hjálpar fjölskyldumeðlimum að höndla eða græða afleiðingar af sjúkdómum eða áföllum