Calgary fjölskyldumatslíkanið (CFAM) - viðhorf til sjúkdóma og fjölskyldna Flashcards
Hvaða 3 þættir setja saman Calgary fjölskyldumatslíkanið?
Uppbygging (hvernig er fjölskyldan uppbyggð, hverjir tilheyra þessari fjölskyldu)
Þroski (þroskastig fjölskyldunnar, aldraðir, unglingar, ungir foreldrar, einstaklingar á miðjum aldri)
Virkni fjölskyldunnar (hvernig virkar fjölskyldan)
Hvernig notum við CFAM?
Notað til að skoða og meta fjölskyldur
Gefur mynd af fjölskyldunni og hjálpar hjúkrunarfræðingi að skipuleggja upplýsingar sem er aflað, greina styrkleika og vandamál innan fjölskyldunnar og til að greina áherslur í hjúkrun fjölskyldunnar
Hvernig getur hjúkrunarfræðingur nýtt sér fjölskyldutré í samræðum við fjölskyldur?
Hjúkrunarfræðingurinn getur notað samsetningu fjölskyldutrésins til að átta sig á innri og ytri formgerð fjölskyldunnar og aðstæðum hennar
Til að öðlast skilning á samsetningu fjölskyldunnar og mörkum hennar
Hvernig getur hjúkrunarfræðingur notað tengslanet í samræðum við fjölskyldur?
Tengslanetið dregur upp mynd af aðstæðum fjölskyldunnar. Það lýsir jákvæðum og átakamiklum tengslum fjölskyldunnar við umheiminn. Það sýnir flæði eða skort á úrræðum. Gerð tengslanets dregur fram hvers eðlis tenglarnir eru og sýnir ágreining sem þarf að leysa, brýr sem þarf að byggja og úrræði sem þarf að finna og virkja
Tengslanetið sýnir gagnkvæm samskipti fjölskyldunnar við stærri stofnanir í samfélaginu, t.d. skóla, dómstóla, heilbrigðisstofnanir o.s.frv.
Hvaða þættir felast í uppbyggingu fjölskyldunnar?
Innri þættir: samsetning fjölskyldunnar (einhleypur, giftur, röðun systkina) og fjölskyldubönd
Ytri þættir: stórfjölskyldan (ömmur, afar, frænkur, frændur), stærri kerfi (kirkja, skóli)
Samhengi: þjóðerni, þjóðfélagshópur, trúarbrögð
Hvaða þættir felast í þroska fjölskyldunnar?
Áfangar/stig: ungt fólk að fara að heiman, hjónaband, fjölskylda með ung börn, fjölskylda með unglinga, fjölskylda á síðari æviskeiði, starfslok, lífslok
Viðfangsefni: ný hlutverk, móðir/faðir, gifting, skilnaður, takast á við missi námkominna
Tengsl fjölskyldumeðlima: tengsl eiga við varanleg tilfinningatengsl milli tveggja einstaklinga
Hvaða þættir felast í virkni fjölskyldunnar?
Virkni fjölskyldunnar í daglegu lífi: hvernig koma einstaklingarnir fram við hvern annan, hvernig er fjölskyldulífið, viðfangsefni daglegs lífs
Tjáskipti: tilfinningaleg tjáskipti, tjáskipti með/án orða, hringlaga samskipti, hlutverk, viðhorf og lausn vandamála
Hvernig á að meta/greina fjölskyldur?
Vandi skilgreindur
Meta mismunandi tengsl innan fjölskyldunnar
Kanna mun á viðhorfum fjölskyldumeðlima til vandans
Fengnar ítarlegri upplýsingar
Tilgátur hugsaðar/ræddar varðandi styrk og vanda
Skoðuð áhrif vandans á fjölskylduna og áhrif fjölskyldunnar á vandann
Hvað er einnar spurningar spurningin og hvað getur hún dregið fram?
“ef það væri ein spuring sem þú/þið gætuð fengið svar við, hver væri hún?”
Til að fá þátttöku fjölskyldunnar og setja fókusinn á eitthvað eitt
Hvaða viðhorf hjúkrunarfræðinga eru hjálpleg til að vinna með fjölskyldum?
Sjúkdómar geta kallað fram líkamlega eða tilfinningalega þjáningu meðal fjölskyldumeðlima
Sjúkdómar hafa áhrif á fjölskyldur
Sumar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga náin og kærleiksrík samskipti við fjölskyldumeðlimi en aðrar fjölskyldur eru ekki svo heppnar
Hvað hefur áhrif á val meðferðasamræðna?
Heimssýn (woldview)
Samskiptaþekking
Fagþekking og lífsreynsla
Persónuleg reynsla
Hvaða kenningar hafa verið settar fram og hafa upplýsandi áhrif á hjúkrunarmeðferðir fyrir fjölskyldur?
World view: postmódernismi, líffræðikenningar skynjunar (biology of cognition)
Grand theories: kerfakenningar, samskiptakenningar, stýrifræði, breytingakenningar
Mid-range theories: family nursing theory, family development theory, theories appropriate to clinical populations
Af hverju eru líkön gagnleg?
Gagnleg leið til að draga athygli okkar að margs konar hugmyndum, skoðunum og hugtökum
Hver er grundvöllur þeirra líkana sem notuð eru í hjúkrunarstarfi?
Skoðanir, kenningar, hugmyndir, forsendur og ályktanir
Hvaða 6 fræðilegu þættir lýsa CFAM og CFIM?
Póstmódernismi
Kerfakenning
Stýrifræði
Samskiptakenning
Breytingakenning
Líffræði skilningsgáfunnar.