Steindir Flashcards
Hvað eru steindir margar talsins?
4600.
Lýstu jarðskorpunni:
Jarðskorpan er byggð upp á frumefnum og er að stærstum hluta (98%) úr átta frumefnum, t.d. Súrefni og kísill.
Hvað er steind?
Kristallað frumefni eða efnasamband.
Finnst sjálfstætt í náttúrunni.
Steindir eru ólífrænar (nema raf).
Allar steindir eru ólífrænar nema ein. Hvaða steind er það, og úr hverju er hún búin til?
Raf. Úr trjákvoðu.
Hvaða tvö frumefni mynda meira en 70% af jarðskorpunni?
Súrefni (O) og kísill (Si).
Hvað eru steindir sem innihalda stöðuga jón (SiO4-4) kallaðar?
Siliköt.
Grafít er mýksta efni jarðar en demantur eitt það harðasta. Samt hafa þessi tvö efni nákvæmlega eins efnasamsetningu. Hvað veldur þessum ólíkindum á milli þessara tveggja náskyldra efna?
Efnasamsetning er ekki nægileg til þess að ákvarða gerð steindar því kristöllun getur verið ólík á milli steinda. Kolefni finnst t.d. ekki kristallað sem demantur. Þrýstingur gerir mestan mun á þessum efnum, en þegar gríðarlegur þrýstingur fellur á kolefni getur það breyst í demant.
Lýstu kleyfni:
Kristalgrindin veldur því að steindir brotna á mismunandi hátt t.d. silfurberg.
Lýstu gljáa:
Flestar steindir eru með glergljáa, þó einstaka með málm-, fitu- og skelplötugljáa.
Lýstu hörku steinda:
Harka fer eftir styrkleika tengja á milli atóma. Harkan er mæld á 10 stiga kvarða.
Lýstu eðlismassa:
Almennt er eðlismassi stinda frá 2-4 g/cm3. Málmsteindir eru mun þyngri.
Lýstu lit steinda:
Algengustu litirnir eru svartur, hvítur, glær, einstaka steind er þó með sérstakan lit, t.d. amethyst.
Hvernig má greina ytri einkenni steinda?
Með því að skoða: Kleyfni Hörku Gljáa Eðlismassa Sýru Segulmögnun Lit.
Í hvaða tvo hópa flokkast steindir?
Frumsteindir og holufyllingar.
Þekktar steindir eru 4600 talsins. Einungis lítill hluti þeirra myda stóran hluta af jarðskorpunni. Nefndu fjölda steinda og prósentu.
Um 20 tegundir steinda mynda 95% af jarðskorpunni.