Bergtegundir Flashcards
Berg er flokkað eftir uppruna í:
Storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
Útskýrðu berg:
Berg er fast efni myndað úr einni eða fleiri steindum.
Lýstu storkubergi:
Myndað við storknun kviku.
Lýstu setbergi:
Hörðnuð bergmylsna.
Lýstu myndbreyttu bergi:
Umkristallað berg.
Hvað er blöðrótt storkuberg?
Myndast þegar kvika berst til yfirborðs og storknar svo hratt að gosgufur lokast í kvikunni. Þegar kvikan hefur storknað losna lofttegundirnar og eftir sitja litlar blöðrur.
Hvað er straumflögótt storkuberg?
Myndast rennsilsrákir í kvikunni sem er enn á hreyfingu eftir að hún er byrjuð að storkna.
Hvað er stuðlað storkuberg?
Þegar kvikan storknar minnkar rúmmál efnissins og kraftar sem myndast losna auðveldast með því að mynda marghyrnt sprungumynstur (5-6 hyrnt). Stuðlar eru hornréttir á kólnunarflötinn.
Lýstu glerkenndu bergi:
Kvikan storknar svo hratt að kristallar ná ekki að vaxa.
Lýstu dulkornóttu bergi:
Kristallar eru svo litlir að þeir sjást ekki.
Lýstu smákornóttu bergi:
Kristallar litlir (mm) en sýnilegir.
Lýstu stórkornóttu bergi:
Kristallar það stórir að þeir sjást greinilega (cm).
Lýstu dílóttu bergi:
Geist ef kvikan byrjar að storkna djúpt í jörði þannig að stakar steindir vaxa í henni. Ef kvikan nær upp á yfirborð þá storknar afgangur kvikmunnar hratt og myndar fínni korn á milli dílanna.
Hverju er storkuberg flokkað eftir?
Efnasamsetningu kvikunnar og storkunarstað.
Kvikan er basísk ef…
…minna en 52% SiO2.
Kvikan er ísúr ef…
…52-63% SiO2.
Kvikan er súr ef…
…meira en 63% SiO2.
Lýstu djúpbergi:
Bergið storknar djúpt í jörðu.
Hver eru algengustu dæmin um djúpberg?
Gabbró, díorít og granít.
Lýstu gabbró:
Basískt berg, stórkornótt.
Lýstu díorít:
Ísúrt, getur verið stór- eða smákornótt.
Lýstu granít:
Súrt, stórkornótt, ljósgrátt eða rauðleitt.
Hvað er gosberg?
Berg sem storknar á yfirborði.
Hver eru algengustu dæmi um gosberg?
Basalt, íslandít og líparít.
Lýstu basalti:
Basískt berg, helsta afbrigði er þóleít.
Lýstu íslandít:
Ísúrt berg.
Lýstu líparíti:
Súrt, dulkornótt. Algengt í megineldstöðvum. Helstu afbrigði eru hrafntinna og baggalútur.