Frumsteindir Flashcards
Frumsteindir flokkast í eftirfarandi tvo hópa:
Siliköt og oxíð.
Útskýrðu frumsteindir:
Myndast þegar bráðin kvika kólnar og steindir byrja að kristallast. Við storknun raða atómin sér upp í kristalsgrind en stærð kristalla fer eftir storknunarhraða.
Nefndu fimm hópa silikata og tvo undirhópa:
Ólivín, pýroxen, feldspöt, kvars og glimmer.
Af feldspötum koma ortóklas og plagíóklas og af glimmeri koma múskóvít og bíótít.
Lýstu ólivíni:
Er í basísku bergi. Grænt.
Lýstu pýroxen:
Í basísku bergi. Svart.
Lýstu plagíóklas:
Í basísku og súru bergi, hvítt.
Lýstu ortóklas:
Í súru bergi. Ljóst yfir í ljósrautt / grænt.
Lýstu kvarsi:
Algeng sem frumsteind og holufylling. Finnst í súru bergi. Ljóst / hvítt.
Lýstu glimmer:
Í súru bergi.
Nefndu fjórar basískar frumsteindir:
Plagíóklas, ólivín, pýroxen og seguljárnssteinn.
Nefndu fjórar súrar frumsteindir:
Kvars, plagióklas, ortóklas og glimmer.
Hver er algengasta steindin í jarðskorpunni (60%)?
Feldspöt.
Lýstu seguljárnssteini:
Í basísku bergi, svart.