Holufyllingar Flashcards
Holufyllingar skiptast í:
Kvarssteindir, karbónöt, aragónít, málmsteindir, zeolíta, leirsteindir og háhitasteindir.
Lýstu holufyllingum:
Eru steindir sem hafa fallið út í vatni og sest fyrir í t.d. sprungum, heitt vatn hefur leyst upp fyrrum frumsteindir.
Lýstu bergkristal:
Tært, glært. Harkan 7.
Lýstu reykkvarsi:
Brúnleitt. Harkan 7.
Lýstu amethyst:
Fjólublátt, harkan 7.
Lýstu kalsedon?
Líkist dropum. Harkan 7.
Lýstu onyx:
Lagskipt. Harkan 7.
Lýstu agat:
Hringlaga rendur. Harkan 7.
Lýstu jaspis:
Marglitt. Harkan 7.
Lýstu kalsít:
Tvöfalt ljósbrot.
Freyðir í saltsýru.
Litlaust yfir í brúnleitt.
Helstu afbrigði eru silfurberg (glært) og sykruberg (brúnleitt).
Lýstu aragónít:
Freyðir í saltsýru. Sama efnasamsetning og kalsít en önnur kristalbygging. Er óstöðugt og breytist í kalsít með tímanum.
Í hvaða þrjá hópa skipast málmsteindir?
Mýrarrauða, hematít og brennisteinskís.
Hvernig myndast málmsteindir?
Við veðrun seguljárnssteins.
Lýstu mýrarrauða:
Frauð í mýri.
Lýstu hematít:
Rauði liturinn í millilögunum (fyrir austan og vestan).