Gosbergsmyndanir - Öfugt Flashcards
Stærra en 1mm. Bæði súrt og basískt. Fellur næst eldstöð vegna þyngdar sinnar.
Vikur.
Minna en 1mm. Þyrlast hátt upp í loftið og berst langt. Getur verið súr og basísk.
Gosaska.
Myndast í súru gosi. Vatnsgufa frá gosmekki þéttist og veldur regni blönduðu ösku.
Eðjustraumur.
Myndast í súrum gosum þar sem kvikan er svo seig að hún stíflar gosrásina. Gosgufur blandaðar gjósku brjóta sér leið upp á yfirborðið og mynda ský sem geysist niður hlíðar fjalls. Fellur síðan gjóskan og myndar flikruberg.
Eldský.
Langir örmjóir glerþræðir sem myndast við storknun þunnfljótandi basískrar kviku.
Nornahár.
Myndast í basískum gosum samfara miklu útstreymi lofttegunda sem veldur því að hraunslettur þeytast hátt í loft upp. Geta verið annaðhvort fullstorknaðar eða hálfstorknaðar þegar þær falla til jarðar.
Gjall og kleprar.
Brot úr framandbergi sem berst með kvikunni. Brotið fær utan um sig hjúp af kviku.
Hnyðlingar.
Myndast við ummyndun á ösku sem verður til við gos undir jökli eða í vatni.
Móberg.