Spina bifida Flashcards
Hvað vildi Aristóteles gera við spina bifida börnin?
Aristoteles vildi leysa þau social vandamál sem sjúkdómnum fylgja með “infanticide”= drepa börnin.
holy smokes!
Af hverju verður klofinn hryggur til?
Fósturfræðilega er um ófullkomna lokun á neural tube og ectoderminu þar yfir að ræða.
Hvenær á fósturskeiði hefst lokun neural tube og hvenær lýkur henni?
Lokun neural tube byrjar ca. á 21. degi og lýkur á 4. vikunni (28 dagar).
Hvernig er lokunin á neural tube? hvar hefst hún (enda, miðjunni, etc) ?
Lokunin byrjar við miðju fóstursins og heldur síðan áfram út til endanna.
Algengast er að ófullkomin lokun verði neðarlega á neural tube.
Það koma til þín foreldra með spina bifida barn og segja “Hverjar eru líkurnar á að þetta gerist með næsta barn?” og þú segir..
Líkur á að foreldrar spina bifida barns eignist annað eins eru 2,5%.
Þá er einnig aukin hætta á að heilbrigðar systur og dætur móður spina bifida barns eignist einnig spina bifida barn.
Hvað er hægt að gera til að minnka líkur á spina bifida?
Taka inn fólansínsýru fyrir og á meðgöngu!
Fólínsýruskorturhjá móður fyrir og á meðgöngu hefur verið tengdur lokunargöllum.
Í Bretlandi hefur verið sýnt fram á að gjöf fólínsýru fyrir meðgöngu hefur greinilega lækkað tíðni neural tube defekta hjá fjölskyldum, sem áður hafa eignast börn með myelomeningocele.
Hvaða lyf eru þekkt fyrir að ýta undir lokunargalla á neural tube?
Valpróín sýra, Dépakine og Orfíríl
Hver er tíðnin á spina bifida Íslandi?
Tíðni á Íslandi er talin vera 1/1000 fæddra
4 börn hafa fæðst með myelomeningocele frá aldamótum, sést vel í sónar og þessum fóstrum er yfirleitt eytt.
Hvar er spina bifida algengast í heiminum?
Hæst er tíðnin meðal Kelta í Wales 20/1000 og Írlandi 4/1000
En hvar er tíðni spina bifida LÆGST í heiminum?
Kína er tíðnin lægst; 0,1/1000. Kannski borða þeir hollara en aðrir? Þráinn veit það ekki.
Hvernig flokkum við spina bifida?
Annars vegar í spina bifida occulta og hins vegar í spina bifida cystica.
Spina bifida cystica er flokkað í..
Menincocele (skárra) og myelomeningocele (Verst og algengast)
Hvað er spina bifida occulta?
Occulta = falið.
Þetta er ófullkomin lokun á laminae vertebrae, en himnurnar og mænan sjálf liggja á réttum stað. Neurologisk einkenni þurfa ekki að vera til staðar.
Occulta = falið en hvenær á mann að gruna spina bifida occulta?
Geta verið með ýmsilegt á yfirborðinu sem ýtir undir grun um þetta svo sem loðinn blett, æðamyndun, litabreytingar í húð ofl.
Algengast er að spina bifida occulta greinist af tilviljun við röntgenrannsóknir tengdar öðrum sjúkdómum.
Hver er munurinn á meningocele og myelomeningocele?
Í báðum tilvikum ertu með cystu sem stendur út úr bakinu en í meningocele ertu með “tóma” blöðru þ..e hún er full af mænuvökva og blaðran sjálf mynduð úr dura og arachnoidea.
(þessi börn eru yfirleitt með eðlilega greind)
Í myelomeningocele þá er hluti mænunnar eða cauda equina út í blöðrunni ásamt mænuvökva, sem sagt með taugavef í blöðrunni.
(þessi börn eru aldrei í lagi neurologískt)