Akút scrotum! Flashcards
Tunica vaginalis er tvöföld himna utan um eistun, hvað heita lögin tvö?
Lamina parietalis og lamina visceralis
Hvaða þrjár týpur eru til af torsio testis?
Extravaginal torsion.
Intravaginal torsion
Torsion milli epididymis og testis.
Linkur á ljómandi mynd! : http://www.scielo.br/img/revistas/ibju/v30n5/5a14f1.jpg
Hvernig reponerar maður torsio testis þ.e. í hvaða átt? (í langflestum tilvikum)
Eins og að opna bók. Hægra eista til hægri og vinstra eista til vinstri.
Á hvaða aldri er algengast að torsio testis verði og hvaða undirtýpa er þá algengust?
Byrjun kynþroskans eða á 12-14 ára aldrinum. Á þessum aldri er intravaginal torsion algengust.
Hvað er oft undanfari torsio testis?
Trauma eða mikið activitet!
Hvað þolir eistað að vera lengi í torsio?
Það er sjaldgæft að testis lifi af symptomatiska torsio í sólarhring. Necrotiskt eista hefur fundist við exploration aðeins 2 klst eftir byrjun einkenna
Hver eru klínísk einkenni uppásnúins eista?
- Verkur í eistanu er fyrsta einkennið í 80% tilfella. Verkurinn getur verið vægur til að byrja með en fer síðan mjög vaxandi.
- Í 20-25% tilfella er nýlegt trauma í sögunni
- Ógleði, lystarleysi og stundum uppköst geta einnig verið til staðar.
- ATH Um 10% hafa ENGA verki
Hvað sér maður við skoðun á torsio testi?
Við skoðun er eistað bólgið og bjúgur í scrotum.
Eistað er ákaflega aumt viðkomu.
Í byrjun getur það legið þverstætt og lárétt.
Eistað liggur hærra í scrotum en hitt
Hvernig greinum við torsio testis?
- Doppler rannsókn á eistanu sýnir minnkað blóðflæði í því.
- Isotoparannsókn getur líka sýnt minnkað blóðflæði í eistanu.
- Exploration á eistanu er samt öruggast og tapast þá heldur ekki tími sem fer í rannsóknir.
Maður ruglast helst á torsio testis og…?
Epididymitis (eistnalyppubólga) eða epidydymo-orchiditis.
Ath að epididymitis er sjaldgjæft fyrir kynþroska og jafnvel hjá unglingum
Hver er meðferð torsio testis?
Akút aðgerð þar sem eistað er explorerað og snúið ofan af því. Eistað er síðan fest með nokkrum saumum og þannig komið í veg fyrir endurtekningu! (hitt eistað fest líka)
Stundum getur þurft að bíða í 15-20 mínútur til að átta sig á hvort eistað hafi einhverja circulation.
Ef eistað er necrotiskt er það fjarlægt.
Hvað er appendix testis?
Fósturfræðilegar leifar af efri enda Müllerian duct. Er til staðar í 90% karlmanna og varierar frá 1 – 10 mm í diameter.
Það getur snúist upp á þetta (algengast að það snúist upp á undirtýpu sem heitir Morgagni).
Hvernig getur maður greint á milli venjulegs torsio á testis og torsio á appendix testis?
Oft mjög lík einkenni; verkur og aumt eista.
En í appendix torsio er stundum hægt að sjá blue spot!
Svarblár blettur á eistanu og mjög aumt í kringum hann
Nefndu 4 aðrar ástæður (aðrar en torsio) fyrir actum scrotum!
- Trauma.
- Epididymitis = Bakteríal orsök, greint með ómskoðun, gefum sýklalyf og sendum heim
- Orchidis (vegna hettusóttar)
- Scrotal oedema Kemur þá í scrotal húðina fyrst og fremst. Hefur verið tengt við þarmasjúkdóma svo sem Crohn’s. Getur orðið stór og bólginn og harður viðkomu en lagast af sjálfu sér á 2-3 mánuðum.
Ddx ef bólga í scrotum, annað en torsio testis?
Innklemmd hernia Idiopathic scrotal edema Hematoma eftir trauma Henoch scönlein purpura leukemisk infiltration í scrotum Scrotal abscess