Malrotation Flashcards
Hvað er malrotation?
Malrotation er þegar myndun þarmanna á fósturskeiði gerist ekki rétt. Snúningurinn í kringum A. mesenterica superior verður ekki eins og skyldi.
Hvernig á snúningurinn á görnunum að gerast á fósturskeiði?
Á 4 fósturvikunni byrjar görnin að vaxa á lengdina svo hratt að hún kemst ekki fyrir í abdomen. Hún vex því út í naflastrenginn. Á 10 viku dregst görnin svo aftur inn í abdomen og þá hefur jafnframt orðið snúningur, rangsælis um 270° kringum A. mesenterica superior. Næstum því hringur.
(Gott að googla myndir)
Hverjir eru 3 helstu fylgikvillar malrotation?
Duodenal obstruction
Volvulus
Internal hernia
Hvað er internal hernia?
Það er þegar smáþarmarnir lenda í mesenterial poka
Hvað eru Ladd’s bönd?
Það eru bönd sem liggja frá cecum og til hægri, þvert yfir duodenum og geta valdið duodenal obstruction. Þessi bönd geta myndast við malrotation.
Hver er algengasta en jafnframt alvarlegasti afleiðing malrotationar?
Volvulus
Hvaða einkenni á að vekja upp grun um volvulus hjá ungabarni?
*Galllituð uppköst eru helsta einkennið.
Ef nýburi kastar upp galllituðu ber að líta á það sem volvulus þar til annað hefur sannast.
*Eldri börn geta verið með intermittent abdominal verki að ræða, oft með uppköstum.
Þú ert með bebe með grun um volvulus, hvert er næsta skref?
Rtg af efri hluta kviðarhols. Viljum sjá hvort það sé “fuglsnef” í duodenum. (þrenging proximalt við snúninginn)
EÐA
Bariuminnhelling í rectum, sem sýnir legu hægri hluta ristilsins er að mati margra öruggari rannsókn.
Volvulus er staðfestur hjá ungabarni, hver er meðferðin?
Aðgerð eins fljótt og hægt er! (bjarga ischemiskum þarmi)
Hjá minnstu börnunum er kviðurinn opnaður með þverskurði ofan við naflan. Snúið er rangsælis ofan af þarminum og síðan gerð “Ladds” aðgerð.
Þ.e. Laddsböndin losuð og cecum og duodenum skilin að og duodenum fixeruð út í hæ. síðu og cecum út í vi. síðu.
(Venjulegast er botnlanginn einnig fjarlægður í fyrirbyggjandi skyni)
Mikilvægt er að halda í eins stóran hluta garnarinnar og hægt er, hvernig er metið hvað þarf að fjarlægja?
Ef mikil ischemia er á þarminum eru heitir dúkar lagðir kringum ischemiska hlutann og beðið góða stund til að sjá hvort þarmurinn nær betri lit. Ef engin breyting verður getur þurft að fjarlægja ischemiska hlutann.
Einnig er hægt að leggja þarminn niður í kviðarholið aftur og loka, en opna aftur eftir 1-2 sólarhringa og fjarlægja þá gangrenous hlutann.
Hvað er prune belly?
Vantar þverrákótta vöðva og maginn verður krumpaður. Þessir krakkar eru líka með malrotation
Hvað er gastroschisis?
Myndast gat og görnin liggur úti í fósturvökvanum óvarin og hefur ekki dregist inn í kviðinn eins og á að gerast. Malrotation fylgir.