Congenital hydrocephalus Flashcards
Hvar myndast heila- og mænuvökvinn?
Choroid plexus
Hvar liggur choroid plexus og hvað er það?
Æðaflækja sem liggur í “þaki” 3. og 4. heilahólfs
Hvað þýðir hydrocephalus?
Hydrocephalus þýðir samkvæmt strangri skilgreiningu aukning á rúmmáli heila- og mænuvökva sem veldur stækkun á einhverju vökvarúmi innan höfuðsins.
En í klíníkinni er orðið mest notað þegar ofangreindir þættir eru til staðar sem og hækkaður innankúpuþrýstingur.
Hver er tíðni hydrocephalus?
3-4 á hverja 1000 lifandi fædda
Hver er munurinn á mænuvökvanum og plasma?
Mænuvökvinn líkist plasma, en hefur þó hærri Na, Cl og Mg þéttni heldur en plasma.
Þéttni K, Ca, urea, bicarbonat og glucosu er aftur á móti heldur lægri en plasma
Hve mikið myndast af mænuvökva á mínútu?
0,3ml.
ca 400ml á sólarhring.
Hydrocephalus getur myndast á þrjá mismunandi vegu, hvaða leiðir eru það?
- Aukin framleiðsla (sem fer fram úr absorption getu)
- Minnkað absorption
- Stífla í kerfinu á milli þar sem hann myndast og þar sem hann frásogast.
Hvar frásogast heila og mænuvökvinnn?
Í gegnum arachnoid vili og þaðan inn í venu sinusana.
Hvernig viðhelst réttur þrýstingur innnan kúpu?
Arachnoid villi virka eins og þrýstingsloki sem opnast við 7 cm H2O þrýstingsmun.
Þegar þrýstingsmunurinn verður meiri en þetta vex absorption vökvans (CSF) í réttu hlutfalli við intracranial þrýsting og jafnar þannig þrýstinginn.
Hvað er eðlilegur innankúpuþrýstingur
7 cm H2O ca.
Í dag er talað um að normal þrýstingur hjá barni geti verið allt upp í 20 cmH20. Hafa orðið breytingar á þessu, verið gerðar fleiri rannsóknir.
Út frá orsökum hydrocephalus má skipta honum í tvennt. Hvað kallast þeir hópar/gerðir
Communitcating hydrocephalus (engin stífla í ventriculum eða annarsstaðar, bara aukin framleiðsla eða minnkað frásog) Non-communicating (stífla milli myndunarstaðs mænuvökva og absorption staðs.
Hver er algengasta orsök hydrocephalus?
Minnkuð absorption.
Hvernig myndgreiningu myndum við nota til að greina hydrocephalus og skoða betur?
Sést oft við ómskoðun in utero. Annars ef fontanellan er enn opin er gott að óma höfuðið. En ef hún er lokuð er CT málið.
Hvernig virkar mannitol?
Dregur vökva úr heilavefnum og út í blóðrásina með osmósu.
Hvaða önnur lyf en mannitol er hægt að gefa sem bráðameðferð við hydrocephalus meðan beðið er eftir aðgerð?
- Acetazolamið (Diamox) sem er diuretika.
- Furosemið hefur svipuð áhrif.