Áverkar á MTK nýbura Flashcards
Ef viðbeinsbrot verðu í fæðingunni, hvað er það lengi að gróa?
1 viku ca.
En hvað eru upphandleggsbrot í kjölfar fæðingar lengi að gróa?
2-3 vikur.
Hver er meðferðin við viðbeint og upphandleggsbrotum nýfæddra barna?
Nýburalæknarnir sjá um þetta, óþarfa að hafa samband við orthopedana.
Teipum handlegginn fastann við bolinn í 90°horni um olnbogann. (Ekki hafa húð við húð í handarkrikanum, það soðnar og sýkist).
Hvernig er Erb-Duchenne áverki á plexus brachialis?
C5-C6. Hreyfigeta í öxl og upphandlegg er skert en höndin er góð.
En hvernig er Klumpke áverki á plexus brachialis?
C6-Th1. Upphandleggur og framhandleggur lamaðir. Verra en Erb-Duchenne.
Við axlarklemmu getur þrennt misalvarlegt gerst, hvaða stig eru þetta?
- Mar/tognun á taugum -lagast á dögum-vikum
- Taugar slitna -lagast á mánðum
- Taugaslíður slitnar -lagast EKKI.
HVerjar eru helstu ástæður fyrir fötlun fyrirbura? (tvennt)
PVH og PVL
Fyrir hvað stendur PVH?
Periventricular hemorrahage (líka kallað intraventricular hemorrhage)
Fyrir hvað stendur PVL
Periventricular leukomalacia (hvítaefnisbreytingar)
Hvaða börn lenda helst í brachial plexus skaða?
Stór börn => stendur á öxlum
Sitjandafæðingar => höfuð fast
Tvær helstu extracranial blæðingar nýbura eru…?
Kephalhematoma (mikilvægt að bera fram sterkt K)
og
Subgaleal blæðing
Hvernig lýsir cephalhematoma sér?
Blæðingin er utan á höfuðkúpubeininu en innan undir beinhimnunni (periosteum). Virðir suturu mörk!
Sjaldan mikil blæðing, barnið finnur ekki fyrir áhirfum blóðtaps.
Sjaldan bilateralt en getur verið og þá er eins og barnið sé með horn. En obs! bannað er að vera með djöflabrandara við nýbakaðar mæður
En hvernig lýsir subgaleal blæðing sér?
Hún er utar en cephalhematoma, hún er fyrir ofan beinhimnuna og neðan galea aponeurosuna. Blæðingin getur “flust” til við hreyfingar barnsins.
Getur orðið massív blæðing og nýburinn farið í hypovolumiskt shock!
Hver er meðferðin við subgaleal blæðingu?
Bíða og sjá, gefa blóð ef þarf vegna hypovolumiu.
Afhverju verður PVH í fyrirburum?
Sjaldnast vegna trauma, frekar vegna breytinga í perfusion á þessi svæði sem frumurnar þola ekki og deyja => æðar leka => blæðir inní heilahólfin eða vefinn í kring.
Hvað er PVH?
Blæðing inn í heilahólfinn eða í vefinn í kringum þau.
Hvað eru mörg stig PVH?
1-4°
Það eru þrjár ástæður fyrir því afhverju fyrirburar eru í sérstakri áhættu fyrir PVH, hverjar eru þær?
- Lélegt autoregulation á BÞ og þá perfusion fyrir heilann. Ef blóðþrýstingurinn droppar í líkamanum, sem gerist oft hjá fyrirburum (þau taka apneur og fá bradycardiu) að þá fær heilinn skert blóðflæði.
- Skyndilegar BÞ breytingar í líkamanum
- Capillar blæðingar verða vegna veikleika í stoðkerfi choroid plexus.
Hvernig eru horfurnar í perventricular blæðingum eftir gráðunum?
1° góðar horfur, resorberast
2° blæðing allgóðar horfur,
3° blæðing verri horfur, hydrocefalus, CP
4° blæðing slæmar horfur, CP, krampar, þroskahömlun, dauði
Hver er meðferðin við PVH?
Ef intraventricular blæðing með þani á heilahólfum (=> hydrocephalus) og meðferðin er:
- Endurtekin lumbar punction
- Acetazolamid (diamox)
- Ventriculoperitoneal shunt
Hvað er periventricular leukomalacia?
Ischemisk necrosa hvítefnis á sérstökum miðlægum svæðum heilans.
Hvaða svæði eru þetta helst sem verða fyrir PVL hjá fyrirburum?
Corticospinal brautir => hreyfibrautirnar uss!
optic radiation => sjónin
acoustic radiation => heyrnin
og frontal hvítefni skaddast => greindin ofl.
Hver er orsökin fyrir ischemiunni (PVL) á þessum svæðum?
- Anatomia æða -vatnaskilasvæði
- Skert autoregulation -Pressure-passive blóðflæði hjá veikustu fyrirburunum
- Viðkvæmt hvítefni (oligodendroglia)
- Sýkingar/bólga
Hvernig greinum við PVL hjá fyrirburunum?
Ekki hægt að greina þetta klínískt!
Við ómum, svo MRI (Alls ekki CT, viljum ekki geisla blessuð börnin).
Hver er meðferðin við PVL?
Engin meðferð! Bara að standa sig í að vera ekki fyrirburi og ekki vera veikur fyrirburi.
Prenatal sterar minnka líkur á heilaskaða hjá nýburunum! Ekki alveg vitað hvernig en þeir náttúrulega draga úr bólgum