Miðtaugakerfissýkingar - Heili og mæna Flashcards
Heilahimnubólga
Heilahimnubólga – bakteríur, sveppir og veirur
Úr nefkoki
Úr nefkoki (N. meningitidis og H. influenzae)
Blóðborið úr sýkingum í blóði, lungum ofl.
Blóðborið úr sýkingum í blóði, lungum ofl. (S. pneumoniae, Cryptococcus)
Beint frá höfuðholum
Beint frá höfuðholum (öndunarvegaflóra t.d. S. pneumoniae, H. influenzae og S. pyogenes)
Við aðgerðir/áverka eða kringum aðskotahluti
Við aðgerðir/áverka eða kringum aðskotahluti (húðflóra t.d. stafýlokkar)
Veirur (enteroveirur, herpes simplex 2) (HSV2 líklega með taugum)
Einkenni heilahimnubólgu
Hiti, höfuðverkur, ógleði/uppköst, minnkuð meðvitund, hnakkastífleiki
Heilahimnubólga vegna sýkla sem koma úr nefkoki
Heilahimnubólga vegna sýkla sem koma úr nefkoki
Meinmyndun heilahimnubólgu af völdum sýkla sem geta tekið sér bólfestu í flóru nefkoksins, t.d. meningokokka og pneumokokka, hefst með bólfestunni. Eins og þið vitið þá geta þessar bakteríur fundist í nefkokinu undir eðlilegum kringumstæðum án þess að valda sjúkdómi, en þegar af hlýst heilahimnubólga eru þær venjulega nýbúar í nefoksflórunni. Það þýðir ekki endilega að pneumokokkurinn sé sá fyrsti á svæðinu en þessi nýbúi gæti verið meinvirkari en þeir pneumokokkar sem fyrir eru, svona eins og skemmdarvargur í annars friðsamlegri mótmælagöngu.
Næsta skref er innrás í nefkoksslímhúðina, síðan blóðrásina og loks gegnum blood brain barrier og inn í heilahimnur og subarachnoideal space. Afleiðingarnar eru bólguviðbrögð í subarachnoideal space, með hindrun á flæði mænuvökva og æðabólgu í heilanum, og svo auknu æðagegndræpi.
Flæðishindrun og aukið gegndræpi leiða til heilabjúgs með auknum innankúpuþrýstingi og drepi í heilavef vegna æðaþrengsla/lokunar og dæmigerðum einkennum heilahimnubólgu sem eru hiti, höfuðverkur, hnakkastífleiki, rugl/minnkuð meðvitund, uppköst, krampar…
Heilasýkingar
Heilasýkingar – bakteríur, sveppir, sníkjudýr og veirur
Úr sýkingum í höfði og hálsi eða með blóði (en HSV1 með taugum)
Úr sýkingum í höfði og hálsi eða með blóði (en HSV1 með taugum)
Bakteríur (blandaðar sýkingar með munnhols-streptókokkum ofl.)
Sveppir (Candida, Aspergillus)
Sníkjudýr (Taenia og Toxoplasma)
Veirur (herpes simplex 1 = HSV1)
Heilasýkingar geta verið:
Heilasýkingar geta verið: útbreidd bólga (veirur), heilakýli (bakteríur), heilakýli eða hnútar (sveppir), sníkjudýrahnútar
Einkenni og teikn heilasýkingar
Einkenni og teikn háð staðsetningu: höfuverkur, krampar, skyn- og hreyfitruflanir
Nokkur atriði um heilahimnubólgubakteríur sem eru eða voru mikilvægar hér á landi
Nokkur atriði um heilahimnubólgubakteríur sem eru eða voru mikilvægar hér á landi
H. influenzae (Hib) lagðist aðallega á börn áður en byrjað var að bólusetja árið 1989 en sést ekki lengur í heilahimnubólgu
Helstu bakteríur í heilahimnubólgum nú til dags eru Neisseria meningitidis, S. agalactiae og S. pneumoniae.
N. meningitidis sést í börnum, unglingum og fullorðnum. Faraldur af gr. B varð á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar og þessi hjúpgerð hefur greinst í heilahimnubólgum nánast á hverju ári síðan. Bóluefni er til en hefur ekki verið tekið upp hér á landi. Gr. C hefur einnig verið landlæg hér og 2002 hófst bólusetning gegn hjúpgerðinni með góðum árangri. Áhugavert er að meningokokkasjúkdómur er algengari á Íslandi en víðast hvar annarsstaðar o ger ekki vel ljóst af hverju það stafar. Hugtakið meningokokkasjúkdómur er notað sem samheiti yfir sýkingar í heilahimnum, blóði og öðrum líffærum sem venjulega eru örverufrí.
S. agalactiae* (GBS) heilahimnubólgur sjást einkum í nýburum
S. pneumoniae heilahimnubólgur verða í bæði börnum og fullorðnum, og er meiri hætta á þessum sýkingum hjá fólki sem hefur misst miltað eða hefur ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Heilahimnubólga af völdum pneumokokka getur þroast út frá sýkingu í t.d. lungum eða miðeyra
Meningókokkasjúkdómur algengari hér en víða annarsstaðar
Nýgengi á Íslandi í lok aldar (ca. 1980 – 2000) var 3-11/105, sem er hærra en víða á meginlandinu. Írland og Bretland líka hærra
Meningokokkasjúkdómur
Meningokokkasjúkdómur” er samheiti yfir sýkingar af völdum Neisseria meningitidis í innri líffærum s.s. heilahimnum, blóði og öðrum örverufríum líffærum